Vorið - 01.12.1971, Síða 21
Honum kom í hug að hlífa fötum sín-
um, hann greip svuntu, sem varð á vegi
hans, og hatt liana á sig.
Blóðrjóður í framan af ákafa og erf-
iði leit hann yfir verk sitt og var ánægð-
ur. Iionum hafði tekizt að líma brotin
saman, og það bar lítið á því að myndin
hafði brotnað. Sennilega var hún ætluð
ömmu, hún hafði svo gaman af svona
litlum, fallegum mmium. En liún var
orðin gömul og ekki víst að hún tæki
neitt eftir límingunni. Nú var aðeins
eftir að búa um hana aftur og strjúka
burt límið.
Þegar Henrik ætlaði að láta svuntuna
aftur á smn stað, þá sá hann, að hún var
öll með límslettum. Það var vonlaust að
hreinsa iiana, svo að hann stakk henni
í eldavélina. Mamma hans átti svo marg-
ar svuntur, svo að ekki var víst, að liún
mundi salrna hennar.
Henrik gat varla borðað neitt við mið-
degisborðið. Hann var órólegur. Foreldr-
ar lians spjölluðu saman um daglega við-
burði og veittu iionum litla athygli.
„Ég hef keypt mjög fallega gipsmynd
banda mömmu þinni. Ég vona, að hún
verði ánægð með hana. —• Viltu sjá
hanaf ‘
Henrik kipptist við, en sem betur fór
svaraði faðir hans: „Nei, sleppum því
Qúna, ég fæ að sjá hana seinna. Sittu
bara róleg og ljúktu við að borða.“
„Nú hef ég lokið vinnu á saumastof-
mmi, og ætla að sauma kjól handa Elvu
úr afgöngum sem ég fékk. Hann á hún að
fá í jólagjöf, því að hún hefur reynzt
ágætlega." Henrik fálmaði vandræðalega
með hnífapörin, svo að það varð til þess,
að faðir lians fór að veita honum at-
hygli.
„Iívað er að sjá þig, drengur,“ sagði
hann,“ þú ert kafrjóður í framan og
snertir ekki á matnum.“
Henrik roðnaði ennþá meir, og tók um
hálsinn.
„Ég held, að ég sé að fá einliverja
illsku í hálsinn,“ stamaði hann.
Móðir hans athugaði hann. Svo lagði
hún hönd sína á enni hans.
„Já, ég held að þú hafir hita, drengur
minn. Þú skalt leggja þig, svo kem ég
bráðlega til þín með heita mjólk með
hunangi í. Það væri leiðinlegt, ef þú
yrðir veikur um jólin.“
Henrik var ánægður yfir að geta verið
einn. Ilonum leið eins og liann hefði hita.
Það var ekkert að því, að liggja í rúm-
inu og láta stjana við sig, ef ekki væri
þessi broddur í sálinni, sem angraði hann.
Hann gat ekki sofnað en hlustaði eftir
foreldrum sínum. Hann heyrði hávaða
af skóm móður sinnar í eldhúsinu með-
an hún þvoði upp, og svo heyrði hann
að hún opnaði sltápa og sltúffur. Það var
undirbúningur undir að ganga frá jóla-
gjöfunum um kvöldið.
Að lokum sofnaði hann þó. Um átta-
leitið morguninn eftir vaknaði hann við
háværar raddir frammi í eldhúsi, og þar
var einliver, sem grét.
„Ég hef ekki tekið svuntuna yðar,“
heyrði hann grátklökka rödd Elvu. „Ég
er ekki þjólfur.“
„Jæja, það ertu ekki,“ heyrði hann
mömmu sína segja gremjulega. „Yiltu
ekki segja mér hvað þú hefur gert við
hana. Þetta var fallegasta svuntan mín.“
„Ég hef ekki tekið hana,“ fullyrti
Elva.
Mamma varð æst: „Nei, það hefur þú
sjálfsagt. ekki. En livorki maðurinn minn
eða Henrik nota svuntur. Og fyrst þú
getur brotið gipsmyndina, líint hana
VORIÐ
165