Vorið - 01.12.1971, Qupperneq 28
Þar gat Þórir skriðið inn nm gluggann
og farið síðan upp stigann, sem lá upp á
loft. Þetta var skrýtið, mamma var ekki
heima. Hann leitaði í öllum herbergjun-
um, en það var ekki um að villast,
mamma var ekki heima. Þórir var orð-
inn svangur, en enginn matur hafði ver-
ið eldaður. Allt var eins og þegar liann
fór út í dag, nema taskan hans, hún
hafði verið tekin úr ganginum og lögð á
stofuborðið. Ef til vill hefur mamma
skroppið til einhverrar kunningjakonu
sinnar, hugsaði Þórir. Þórir beið og beið,
en ekki kom mamma hans. Þóri var ekki
orðið rótt, hvar gat mamma hans verið?
Hann opnaði fyrir útvarpið. „Dagskrá
kvöldsins er á enda, góða nótt,“ sagði
þulurinn. Tíminn leið og loks var barið
að dyrum. Þórir þaut fram. Þetta hlaut
að vera mamma.
Ilonurn brá, er hann opnaði liurðina.
TJti stóð ókunnur maður. „Gott kvöld,
heitir þú ekki Þórir V ‘ sagði maðurinn.
„Má ég koma inn fyrir og tala við þig?“
Þegar þeir voru seztir inn í stofu,
sagði maðurinn: „Þórir minn, ég kem til
að segja þér slæm tíðindi. Það fannst
kona hér á götunni í dag. Það hafði bíll
ekið á hana. Hún var með brauð undir
hendinni. Hefur sennilega verið að koina
úr bakaríinu. I veskinu hennar var
sjúkrasamlagsskírteini. Yið lásum á það
og þannig vitum við, að hún átti heima
hér.“
Þórir var nú farinn að hágráta. Mað-
urinn reyndi að hugga hann. „Það er nú
ekki víst, að hún sé dáin, Þórir minn.
Það var farið með hana á sjúkrahúsið.
Við skulum fara þangað og vitja um
hana.“
Þeir fóru út 1 bíl, sem maðúrinn átti.
A leiðinni þangað hugsaði Þórir með sér,
að betra hefði verið, að hann liefði gegnt
mömmu sinni og sótt brauð fyrir hana,
þá hefði þetta ekki komið fyrir. í hugan-
um bað Þórir: „Góði Guð, láttu hana
ekki deyja, ég skal aldrei vera svona
hugsunarlaus og ógegninn framar. Eg
skal gera allt fyrir hana og læra lexíurn-
ar mínar, bara að hún fái að lifa.“ Nú
minntist hann líka orða Sigurðar kenn-
ara, þá um daginn, að maður ætti að
gegna foreldrum sínum.
Nú voru þeir komnir að sjúkrahúsinu.
Þeir gengu inn. I litlu lierbergi á neðstu
hæð, sat móðir hans. Hann fleygði sér
grátandi í faðm hennar. Það voru gleði-
tár. Mamma hans hafði meiðst minna en
talið var í fyrstu. Hún hafði að vísu
handleggsbrotnað og var með handlegg-
inn í gipsi og liún hafði misst meðvit-
und og fengið heilahristing. Hún var lát-
in jafna sig á sjúkrahúsinu og mátti nú
fara heim.
Þegar Þórir var kominn lieim með
mömmu sinni, biðu þau ekki boðanna og
hjálpuðust að við að búa til matarbita,
því að bæði voru svöng. Þau voru fegn-
ari en orð fá lýst, að vera komin aftur
heim. —
Þótt komin væri nótt, gekk Þóri illa
að sofna. Hann fór upp úr rúminu og
gekk út að glugganum. Hann horfði á
hvernig regndroparnir féllu á glugga-
rúðuna og runnu svo niður glerið, —
eins og þegar tár rennur niður kinn.
Kannske voru regndroparnir líka tár.
Guð grætur stundum líka. Hann finnur
til með mönnum í gleði þeirra og sorg.
Þórir fór með bænina sína og brátt var
hann sofnaður í rúminu sínu, í hreinum
rúmfötum, sem mamma' hans hafði þveg-
ið þá um daginn.
172
VORIÐ