Vorið - 01.12.1971, Side 34

Vorið - 01.12.1971, Side 34
H ró Ifur á B re kku I. Lítill og léttur á fæti. Stór blá augu og gult hrokkið hár undir rauðröndóttu prjónahettunni. Þannig var hann í hátt, hann Hrólfur litli Knútsson á Brekku. Bf einhver spurði hann um fæðingar- dag hans, þá vissi hann það ekki gerla. Þó hafði hann einhvern óljósan grun um það, að hann yrði níu ára vetrardaginn fyrsta; hann hafði heyrt mömmu sína vera að tala eitthvað um það. Hann vissi líka að afmælisdagsins var ekki langt að bíða, og hann hlakkaði ósköp mikið til, því þá átti hann von á gjöfum frá pabba og mömmu. I fyrra hafði presturinn einmitt komið vetrardaginn fyrsta til að húsvitja, og hann varð auðvitað að fá að vita hve gamall drengurinn væri. Það stóð nú ekki lengi á því; þá var hann einmitt átta ára, og presturinn stakk fimmtíu-eyringi í lófa hans þegar hann kvaddi. Nú voru átta dagar þangað til hann yrði níu ára, og hann hugsaði mjög mik- ið um það, hvað hann mundi nú fá í af- mælisgjöf. Áður hafði hann oft komizt á snoðir um það fyrirfram, en nú varð liann einskis vís. Dagarnir liðu hver af öðrum og hann var engu nær. Hann var farinn að halda að fólkið væri alveg búið að gleyma fæð- ingardeginum sínum. Kveldið áður segir hann svo upp úr eins manns hljóði: „Mamma, manstu ekki eftir, þegar presturinn gaf mér 50 aur- ana og pabbi gaf mér fallega hnífinn og þú rauðu prjónahúftmaf1 „Jú, ég held ég muni það,“ sagði mamma. „Á morgun er líka afmælið þitt. Hve gamall verðurðu þá, drengur minnf' „Ég verð níu ára,“ svaraði Hrólfur; „en varstu ekki búin að gleyma fæðing- ardeginum mínum, mammaf ' „Nei, ég man nú eftir honum, þegar ég fer að hugsa um hann,“ svaraði mamma hans, „en nú verður þú að fara að sofa, til þess að þú verðir frískur og fjörugur á morgun.“ Eftir litla stund var Hrólfur kominn ofan í rúm og foreldrar lians líka, en fyrst höfðu þau verið að skrafa eitthvað saman í hálfum hljóðum hjá borðinu; en Hrólfur heyrði ekkert af því. Menn vakna á ýmsan hátt. Sumir krakkar gefa frá sér liljóð þegar þeir vakna; aðrir vakna eltki fyrr en búið er að rumska við þeim vel og lengi. Sumir vakna ekki fyrr en þeir komnir fram á mitt gólf. En lialdir þú að Ilrólfur sé þannig gerður, þá skjátlast þér hrapal- lega. Nei, hann er ekki svona svefnþung- ur. Stóru bláu augmi hans voru galopin áður en foreldrar hans voru vaknaðir. Fæðingardaginn hans fóru þau fyrr á fætur en vant var og ætluðu að fara svo hægt, að hann vaknaði ekki. En Ilrólfur svaf ekki yfir sig. Um leið og sólin sendi fyrstu geisla sína inn um gluggann, opn- aði drengurmn augun. En þau urðu nokkuð stærri en þau áttu að sér. Því að í rúminu — já, geturðu getið þér til, hvað í rúminu lá? — Það voru skíði, snjósokkar og belgvettlingar! Pabbi hafði látið skíðin liljóðlega sitt 178 VORiÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.