Vorið - 01.12.1971, Qupperneq 42

Vorið - 01.12.1971, Qupperneq 42
með endurminningar hins liðna og hef enga löngun til að vita, hvað morgundag- urinn ber í skauti sér,“ sagði galdrakarl- inn. Hann setti kúluna í poka og pokann á bak sér. „Bg ætla að fara til Hring- vers og gefa Bebu Jóku kúluna. Kannski verður hún þá svo góð að vefa nýja á- breiðu fyrir vesalings, kulsæla frændann sinn.‘ ‘ Boggi gerði smell með fingrunum og varð um leið ósýnilegur. Á næsta augna- hliki var hann kominn margar mílur í burtu og stóð undir tré fyrir framan Hringver. Stór, svartur köttur lá á tröpp- um bjálkakofans og var að sóla sig. „Halló, köttur,“ heilsaði Boggi gamla vini sínum. „Er Beba Jóka heima í dag?“ Kötturinn lyfti höfðinu til að svara, en dyrnar á Hringveri voru þá skyndi- lega opnaðar, svo að hann var nærri dott- inn niður tröppurnar. „Lata skepnan þín,“ hvæsti Beba Jóka á köttinn, sem tók þegar í stað til fót- anna. „Þú étur matinn minn og hlýjar einskis nýt bein þín við eldinn minn, samt geturðu ekki einu sinni gætt Hring- vers almennilega. Fóturinn er hættur að snúast, en það gefur til kynna, að ein- hver óboðinn gestur sé að koma, og þú liggur þarna eins og letiklessa". í því sá hin reiða galdranorn frænda sinn, sem stóð hljóður undir trénu. And- litið fölnaði og hún ýtti við hárstríinu, sem stóð niður undan svörtum hattinum. „Bo-Bo-Boggi frændi,“ stamaði Beba Jóka. „Góði Boggi frændi. En ánægjulegt að sjá þig aftur. Eg var einmitt að segja við köttinn, hve mér þætti gaman að fá heimsókn. Komdu inn, ég ætla að gefa þér einhverja hressingu/ ‘ Boggi tók köttinn upp, sem skalf af hræðslu, og fylgdi galdranorninni inn í Hringver. „Jæja, Beba Jóka,“ sagði galdrakarlinn og settist í djúpan stól. „Ég sé, að þú ert enn skapmikil. Ég hefði haldið, að þessi kalda töfraþula myndi kæla skapið í þér.“ Galdranornin færði sig undan óþæg'i- legu glápi frænda síns. „Það er svo kalt í dag, þess vegna er ég í svona vondu skapi,“ skrækti hún um leið og hún setti teketilinn yfir eldinn. „Stormurinn hef- ur brotið tvö glös af beztu olíunni minni, þrjár hrukkur af uppáhaldsstöng- ulberjasultunni minni eru beinfrosnar á hillunni. Ég held, að allur heimurinn sé á móti mér.“ Boggi kinkaði kolli og það fór smá- hrollur um hann. Hann opnaði pokann og setti krystalskúluna á borðið. „í krystalskúlunni minni sé ég, að við munum lengi enn hafa vont veður,“ sagði galdrakarlinn. Hann leit kænlega á Bebu og ýtti kúlunni hægt í áttiua til hennar. „Ó, hve mig langar til að fá nýtt teppi spunnið í töfrarokkinum þínum,“ and- varpaði hann. „Ég mundi hafa miklu meira gagn af slíku teppi en af þessari asnalegu krystalskúlu.1 ‘ Beba starði ágirndaraugum á krystals- kúluna. „Afsakaðu mig augnablik, frændi,“ sagði hún. „Ég þarf að ræða svolítið við köttinn minn.“ Hún greip köttinn kverkataki, flýtti sér með hann út úr herberginu og lokaði hurðinni á eftir sér. „Flýttu þér, köttur,“ hreytti Beba Jóka út úr sér. „Náðu í rokkinn miun J skápnum. Það tekur aðeins eina mínútu að vefa ábreiðu fyrir Bogga frænda og þá á ég krystalsskúluna.“ Galdranornin fór að skápnum og þreif upp hurðina. Augu hennar snarstækk- 186 VORIP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.