Vorið - 01.12.1971, Page 45
»Eg verS að minnsta kosti aS ná til útkjállca
liéraSsins fyrir myrkur.1 ‘
i<5. Gamli maðurinn fór að fást við eitt-
hvað, á meðan kastaði kötturinn mæð-
mni. Brátt bar hann branðsneið og rjúk-
nndi tebolla fyrir gest sinn. Endurnærð-
ur af matnum og drykknum, sagði hinn
Pakkláti köttur manninum frá leit sinni
að Nönnu og húdbónda hennar.
,,0, já, ég þekki staðinn, sem þú ert
að leita að,“ sagði maðurinn og kinkaði
kolli. „Ilúsið er hinum megin við skóg-
inn, sem er á bak við húsið mitt. Hús-
bóndinn er göldróttur maður. Allir, sem
búa í dalnum, óttast hann.“
Kötturinn stóð upp frá borðinu og var
raunamæddur. „Ég verð þá að halda á-
fram,“ sagði hann. „Þakka þér fyrir
hjálpina“.
Glamli maðurinn lagði höndina á öxl
kattarins. ,,Bíddu,“ sagði hann. „Það
Vorið
er dálítið meira, sem þú þarft að vita.
Húsbóndans gætir álfur, sem býr undir
þrepskildinum á útidyrunum. Gættu þín,
köttur. Alfurinn er jafnvel grimmari og
viðsjálverðari en liúsbóndinn.“
Kötturinn náfölnaði. Hann bar mikla
virðingu fyrir álfum, því að hann vissi,
að þessar verur gátu verið illar viður-
eignar, ef þær væru reittar til reiði.
líann vissi líka að ást húsbóndans á áb'-
inum var komin undir hæfni hans til að
vara hann við hættum sem steðjuðu að
honum. Það var mjög sennilegt, að álfur-
inn vissi nú þegar um leit kattarins að
töfrarokknum.
Gamli maðurinn kinkaði kolli í
hleifnum. „Um leið og þú sérð álfinn, þá
skaltu kasta til hans þessu brauði,“
sagði hann. „Ef hann er svangur, þá ger-
ir hann þér kannski ekkert mein.“
Kötturinn hafði heyrt, að álfum þætti
gott brauð. Hann batt brauðið í trefil-
inn og sagði: „Þakka þér kærlega fyrir.“
Gamli maðurinn kinnkaði kolli í
kveðjuskyni, og kötturinn flýtti sér yfir
freðna jörðina, inn í dimman skóginn.
Tíminn til dögunar styttist við hvert fót-
mál, hugsaði hann.
Að lítilli stundu liðinni stóð hann við
hlið glæsilegrar hallar. Hann læddist yf-
ir snjóinn og nálgaðist höllina varfærnis-
lega. Allt í einu nam hann staðar. Klikk-
klakk-klakk. Kokkhljóðið barst til eyrna
hans gegnum kvöldkyrrðina frá uppljóm-
uðum glugga nálægt hæsta hluta hall-
arinnar. Þarna hlýtur hann að vera,
hugsaði kötturinn. Hann bjó til snjó-
bolta og henti í gluggann. Boltinn lirökk
í sundur á rúðunni. Ung stúlka kom út
í gluggann og opnaði hann. Hún hallaði
sér út.
„Nanna,“ kallaði kötturinn þýðlega.
189