Vorið - 01.12.1971, Qupperneq 50

Vorið - 01.12.1971, Qupperneq 50
óðann álfinn og batt handleggi hans og fætur vandlega við loðinn skrokkinn. Alfurinn byltist um á gólfinu og æpti í æðisgengnu reiðikasti. Nanna sveipaði um sig einni hlýrri kápu, sem hún hafði spunnið og taldi kjark í köttinn. „Við verðum að flýta okkur,“ sagði hún. „Ilúsbóndi minn kemur á hverri stundu.“ Kötturinn hjálpaði stúlkunni upp í gluggakistuna og sá um, að hún hefði öruggt tak á kaðlinum. Ilann hughreysti hana, þegar hún lagði af stað. Kaðallinn nötraði undan þunga hennar, en styrk- leiki hans brást ekki. Það virtist líða heil eilífð, áður en fætur Nönnu snertu jörð. Þau gættu þess vandlega, að hún lenti ekki ofan á rokknum. „Ég er komin niður, köttur,“ kallaði hún áköf. „Fljótur.“ Kötturinn klifraði upp í gluggakistuna. Ilann náði taki á kaðlinum og var að fara aftur á bak út um gluggann. Allt í einu sperrti hann eyrun, þegar hann heyrði húsbóndann koma enn einu sinni syngjandi eftir ganginum. Þunglamalegt göngulag hans var eins og jarðskjálfti. „Ég heyri raddir. Ég heyri öskur, en ég heyri ekkert í rokkinum,“ hrópaði maðurinn, um leið og hann bisaði við læsinguna á hurðinni. „Ég skal lúskra þér, Nanna, það mun kenna þér — “. Augu kattarins ranghvolfdust. Dauð- skelfdur sá hann hurðinni hrundið upp, og öskureiðan húsbóndann æða inn í her- bergið. Þegar hann sá álfinn liggjandi og bundinn á gólfinu, ýlfraði hann af reiði. Þá sá hann köttinn hverfa úr aug- sýn. „Þjófur,“ öskraði 'húsbóndinn. „Ræn- ingi. Stöðvið ræningjann.“ Kötturinn flaug fimlega niður nokkur fet af kaðlinum. Hann dinglaði andartak mitt á milli gluggans og jarðar til að hlusta. Uppi heyrði hann sögunarhljóð. Maðurinn reyndi í æði sínu að saga í sundur þykkan kaðalinn með silfursög álfsins. En ennþá hélt kaðallinn styrk- leika sínum. Köttinn verkjaði í loppurnar, þegar hann lét sig renna niður kaðalinn, beint í fang Nönnu. „Þér skal ekki takast að flýja,“ öskr- aði húsbóndinn ofan úr glugganum. „Ég er búinn að leysa álfinn og skipa honuin að hleypa út hundunum mínum. Þeir munu rífa ykkur á hol, áður en þið svo mikið sem lcomizt að hliðinu.“ Nanna og kötturinn tóku upp töfra- rokkinn og hlupu milli trjánna. Að baki heyrðu þau nú þegar geltið í hundunum. Rokkurinn íþyngdi þeim, en þau hröð- uðu sér áfram. Nanna hrasaði og féll í snjóinn. Ég kemst ekki lengra,“ snökti hún. Alfurinn hvatti hundana til atlögu og sat sjálfur klofvega á forustuliundinum. Nú voru hundarnir bandóðir, komnir inn í skóginn rétt að baki Nönnu og kettin- um. Urrandi hundaskarinn ýlfraði og gelti, er hann sá hjálparvana fórnardýr- in. Dauðskelfdur kraup kötturinn á hné hjá stúlkunni. „Stattu upp,“ skipaði hann harðneskjulega. „Þú verður að standa á fætur. Ilundarnir eru að, ná okkur.“ Nanna fól andlitið í höndum sér. „Bjargaðu sjálfum þér, köttur,“ grét hún. „Segðu Bebu Jóku, að það sé allt mér að kenna, að rokkurinn liafi týnzt.“ Álfurinn gróf hælana inn í skrokk • forustuhundsins og keyrði hann áfrani í átt að bráðinni. „í þetta skipti skaltu 194 VORIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.