Vorið - 01.12.1971, Qupperneq 53

Vorið - 01.12.1971, Qupperneq 53
JULES VERNE: Grant skipstjóri og börn hans HANNES J. MAGNÚSSON þýddi TÓLPTI KAPlTULI Sem fuglar himinsins Tré })að, sem Gleuvan og félagar hans leit- uSu griðastaðar í, líktist hnottró. Slík tré standa til og frá um Pampassléttuna. Stofninn er furðulega sver og ræturnar standa djúpt í jörð. Tré þetta var um hundrað feta hátt, greinarn- ar voru geysilega laufríkar og mynduðu þak- kvelfingu, sem veitti ágætt skjól. Þegar flóttamennirnir tóku sér bólfestu í trénu, varð það til þess, að stórir fuglahópar lögðu skelkaðir á flótta. Þeir mótmæltu þessu landráni kröftuglega á sínu máli, en það kom ekki að neinu gagni. Þannig eignuðust Glenvan og félagar hans uýtt hæli. Kóbert og Wilson klifruðu alla leið upp í efstu greinarnar. Þeir ráku kollinn upp úr blaðahvelfingunni og horfðu út yfir sléttuna, en þar sást ekki annað en himinn og haf. í fjarska sáu þeir beljandi strauminn slíta stór tré upp með rótum, sópa burt heilum húsum, og á einum stað sáu þeir jagúarf jölskyldu öskrandi í straumiðunni. Enn lengra burtu greindi Wil- son lítinn, dökkan depil. Það var Talkave og Toka, sem fjarlægðust nú óðum. „Talkave! Talkave! ‘ ‘ kallaði Róbert, um leið og liann benti í áttina til hins liugumstóra Indí- ána. „Hann kemst af,“ sagði Wilson, „en nú skul- UIU við koma niður til hinna.“ Eftir andartak voru þeir Kóbert og Wilson komnir niður til félaga sinna. Glenvan, Paganel, Austin, Mulrady og majórinn höfðu komið sér þœgilega fyrir í neðstu greinunum, og nú sagði Wilson frá því, hvers liann hafði orðið var. Ekki kom mönnum saman um, hvort heldur Talkave tnundi bjarga Toka eða Toka bjarga Talkave. En þótt tvísýnt væri um afdrif Talkaves, var staða þeirra þó öllu ískyggilegri. Tréð stóð að vísu af sór straumþungann, oða þeir væntu þess, en vel gat verið, að vatnið hækkaði svo mjög, það mundi fljótlega ná upp á móts við efstu VORIÐ greinarnar, og það því fremur, sem tréð stóð í nokkurri lægð. Glenvan skar merki i tróð og fylgdist þannig með, ef vatnið hækkaði eða lækkaði. En við athugun kom í ljós, að straum- þunginn virtist nú hafa náð hámarki. Þetta var þeim nokkur huggun. „Hvað eigum við nú að gera?“ spurði Gleu- van. „Við reynum að koma okkur sem bezt fyrir hér, eins og fuglar himinsins,“ svaraði Paganel glaðlega. „Já, við byggjum okkur hreiður,“ sagði Kó- bert. „Við erum vist dæmdir til að lifa eins og fuglar, þegar við höfnum þvi að vera fiskar/ ‘ mælti prófessorinn með sömu glettninni. „Ágætt! ‘ ‘ sagði Glenvan, „þá er að taka því. En segið mér, hver á að færa okkur mat í gogg- innf'' „Ég,“ mælti majórinn. Allra augu litu til Lindsays. Hann hafði hallað sér makindalega aftur á bak í dúnmjúk- um hægindstól og hélt á leðurtösku sinni í liend- inni. Taskan var að vísu rennvot, en hún var úttroðin af matvælum. „Jæja, Lindsay," mælti Glenvan. „Nú kann- ast ég við þig aftur. Þú hugsar fyrir öllu, jafn- vel þegar allir aðrir hætta að hugsa." „Já, mér flaug það svona í hug, að okkur mundi oliki þykja neitt eftirsóknarvert að deyja úr hungri, þegar við sluppum við að drukkna.' ‘ „Það hefði ég átt að muna líka, en ég er oft svo viðutan,' ‘ mælti Paganel. „Hvað er í töskunni?" spurði Tom Austin. „Matvörur handa sjö mönnum í tvo daga,“ var svarað. „Ágætt,“ sagði Glenvan. „Ég vona, að flóðið verði farið að sjatna eftir einn sólarhring." „Eða við höfum þá að öðrum kosti fundið upp einhver ráð til að komast á þurrt land,“ svaraði Paganel. 197
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.