Vorið - 01.12.1971, Side 57
til Ástralíu, og gefi gu8 okkur, að sú ferð megi
ganga okkur aS óskum.“
„Jú, til Ástralíu!“ krópuðu allir samtímis.
„Vitið þér, Papanel,“ bætti greifinn við, „að
koma yðar á skip vort hefur verið ráðstöfun
®ðri máttarvalda? Hvernig hefði farið fyrir
okkur, ef þér hefðuð ekki verið með í förinni?“
„Við skulum gera ráð fyrir, að svo sé,‘ ‘
mœlti Paganel brosandi, „og tölum svo ekki
meir um það.‘ ‘
Þannig lauk þessum viðræðum, sem mörkuðu
Werkileg þáttaskipti í þessu langa ferðalagi. Nú
WUti aftur undir nýja von. Nú gátu ferða-
mennirnir snúið baki að meginlandi Ameríku, án
þess að hverfa þaðan með öllu vonsviknir, og
margir voru nú þegar komnir í huganum alla
leið til Ástralíu. Nú þurftu þeir ekki að heilsa
vinum sínum á „Duncan“ sem vonsviknir, sigr-
a8ir menn. Við þessar hugsanir gleymdu ferða-
mennirnir áhyggjum og hættum dagsins í dag
°g hörmuðu það eitt, að geta ekki lagt sam-
stundis af stað.
Klukkan var fjögur síðdegis. Það var ákveð-
!ð að borða kvöldverð klukkan sex. Prófessor-
1,ln lagði mikla áherzlu á, að þessi kvöldverður
yrði með eins konar veizlusniði, og vakti máls
á því við majórinn, hvort þeir ættu ekki að fara
til veiða 5. nærliggjandi skóga“. Lindsay var
tús til þess. Púðurliorn Talkaves var tekið upp
°g bysaurnar athugaðar, því næst var „lagt af
atað'<.
„Villtist nú ekki í skóginum/ ‘ kallaði Glenvan
b eftir þeim.
Þegar þeir félagar voru horfnir í „skóginn/ ‘
tðku hásetarnir sér fyrir hendur að lagfæra ar-
ininn, Svo að allt yrði í röð og reglu, þegar
veiðimennirnir kæmu aftur. Glenvan renndi sér
nftur niður á neðstu greinina og gaf gætur að
vatninu, hvort það hefði liækkað eða lækkað.
Katnið virtist ekki hafa hækkað, en eftir
etraumþunganum að dæma leit út fyrir, að ekki
væri enn að því komið, að vatnavextirnir færu
minnkandi.
meðan Glenvan var þarna við athuganir
sínar, heyrðust við og við skotlivellir uppi í
trénu, og brátt komu veiðimennirnir aftur heim.
Þaganel kom með mikið af eggjum og auk
Þess nokkra spörva, sem hann fékk Wilson í
bendur til að plokka þá. Majórinn kom aftur
nokkra græna fugla, sem reyndust mjög
tjúffengir, þegar þeir liöfðu verið steiktir.
Vorið
Papanel kunni óteljandi aðferðir við að mat-
búa egg, lagði hann nú til, að eggin yrðu harð-
soðin í heitri ösku. En á meðan þessu fór fram,
hafði Tom Austin gert merkilega uppgötvun.
Hann hafði gert sér færi úr lásnælu og segl-
garnsspotta, og nú kom hann sér fyrir klofvega
á grein einni niður við yfirborð vatnsins og
renndi færinu. Þessi tilraun heppnaðist svo vel,
að eftir litla stund hafði hann dregið 12 smá-
fiska, sem hann sýndi félögum sínum sigri lirós-
andi.
Þetta varð í raun og sannleika sannkölluð
veizla, sem ferðamennirnir gleymdu aldrei. Sam-
ræður voru fjörugar, og sérstaklega beindust
margfaldar hamingjuóskir að Paganel, bæði
sem vísindamanni, veiðimanni og eldameistara.
Prófessorinn ljómaði sjálfur af gleði og minnti
oft á, að nú hefði hann ekki verið viðutan í
langa hríð. Því næst hrósaði hann þessu dásam-
lega tré, sem bjó yfir svo miklum nægtum og
lífsþægindum.
„Við vorum búnir að telja okkur trú um, að
við værum í raunverulegum skógi,“ mælti hanu.
„Já, það lá meira að segja við því einu sinni,
að við villtumst, svo að aðvörun greifans var
sannarlega ekki að ástæðulausu.“ Því næst
sagði liann með mörgum og litríkum orðum frá
öllum furðuverkum „skógarins' ‘ og gaf ímynd-
unaraflinu þá lausan tauminn: „Það var kom-
ið fram yfir sólsetur og farið að dimma. Ég
skimaði í allar áttir eftir götunni, sem við ætl-
uðum að reyna að halda, en ég hafði misst
sjónar á henni. Allt var sveipað myrkri og þögn.
En þá heyrðist allt í einu öskur villidýranna
inni í skóginum.“
„Nei, góði Paganel/ * sagði Glenvan. „Til
allrar hamingju eru hér ekki villidýr."
En prófessorinn lét ekki trufla sig, heldnr
hélt áfram að lýsa hættum og dásemdum „skóg-
arins' ‘ og öllum þeim lífsþægindum, sem hann
byggi yfir. Allir brostu að fjálgleik prófessors-
ins um „lífsþægindin."
„Hafið þið heyrt söguna um „hamingjusama
manninn skyrtulausa' ‘ V ‘ spurði Paganel.
„Enginn getur orðið hamingjusamur hér á
þessari jörð, nema hann geti gert sér að góðu
það, sem lífið úthlutar honum.“
„Jafnvel þótt það væru jarðskjálftar og
vatnsflóð?" skaut majórinn inn í með alvöru-
svip.
201