Vorið - 01.12.1971, Qupperneq 58
„Já, auÖvitaS, — eu lilýðiö nú á sögu mína,
jafnvel Jjótt þiö hafið heyrt hana áður.“
„Já, hér á vel við að segja skemmtilegar
sögur, og við munum reyna að vera góðir á-
heyrendur,“ mælti greifinn.
„Ágætt! Það var einu sinni kalífi, sem aldrei
var ánægður. Hann leitaði ráða hjá spekingi
einum, en fékk það svar hjá honum, að ef hann
gæti fengið skyrtu af manni, sem væri svo ham-
ingjusamur, að honum þætti einskis á vant.,
mundi hann aftur taka gleði sína og finna
hamingju lífsins. Kalífinn tók sér nú ferð á
hendur og ferðaðist út um allan heim, frá einu
landinu til annars. Hann reyndi konungaskyrtur
og furstaskyrtur og anarra stórmenna, en það
reyndist allt árangurslaust.
Loks hitti hann dag einn fátækan verkamann,
er stóð fyrir utan kofadyr sínar, sagaði eldi-
við og söng við raust: „Ég er hamingjusam-
asti maður á jörðinni! Ég er hamingjusamasti
maður á jörðinni!“ — ,,IIó, hó,“ mælti kal-
ífinn við sjálfan sig. „Hérna hef ég loksins
fundið rétta manninn. Hann gekk því næst til
hans og mælti: „Góði maður, ert þú liamingju-
samúr?“ — „Já, ég er nú ekki frá því. Ég er
viss um, að ég er eins liamingjusamur og sjálfur
kalífinn,“ mælti maðurinn. — „Er þá enginn
sá hlutur, sem þú óskar þér?“ — „Nei“ —
„Vildir þú þá ekki skipta á kjörum við neinn
annan mann?“ — „Nei, aldrei.“ — „Ágætt.
Viltu þá ekki gera svo vel að selja mér skyrt-
una þína?“ — „Skyrtuna mína? Ég á
enga skyrtu!“
ÞRETTÁNDI KAPÍTULI
Milli tveggja elda.
Saga prófessorsins vakti mikla glaðværð í
hópnum, en nú fór nóttin I hönd, og vær og end-
urnærandi svefn var nú kærkomnari en allt
annnað, eftir viðburðaríkan og að mörgu leyti
ánægjulegan dag. Perðamennirnir voru orðnir
þreyttir, sérstaklega hafði hinn mikli liiti haft
lamandi áhrif á þá. Áður en þeir félagar
„skriðu inn í hreiðrið“, eins og Pagnael orðaði
það, klifraði hann ásamt Glenvan og Róbert upp
í „varðturninn“ til að litast um. Klukkan var
níu, og sólin var að setjast. Allt norðurlivel
himinsins var sveipað hitamóðu, en í suðri voru
einstakar stjörnur að koma í ljós á bláu himin-
hvolfinu. Prófessorinn notaði nú tækifærið og
hélt stuttan fyrirlestur um stjörnufræði, en með-
an á því stóð, varð skyndileg breyting á öllu
suðurloftinu. Dökkur skýjabakki þokaðist hærra
og hærra upp á himinhvolfið, og eftir litla
stund var hvergi nokkra stjörnu að sjá. Enn var
þó blæjalogn, svo að ekki blakti liár á höfði, en
aftur virtist loftið eins og hlaðið rafmagni, sem
hafði einkennileg áhrif á allar lifandi verur.
„Það er óveður í aðsigi,“ mælti Paganel.
„Ert þú nokkuð hræddur við þrumuveður,
Róbert?“ spurði Glenvan.
„Hvernig getur yður dottið það I hug?“
spurði Róbert.
„Það er gott. Óveðrið er í nánd.“
„Og það verður ósvikið þrumuveður, ef dæma
má eftir útliti loftsins,“ bætti Paganel við.
„Ég læt mig þrumurnar litlu skipta/ ‘ mælti
Glenvan, „en mér stendur ekki á saman um
regnið, sem koma mun í kjölfar þeirra. Við
verðum aftur holdvotir. Þér munuð fá að sanna
það, prófessor, að hreiður er ekki ákjósanleg-
ur mannabústaður, og það verður ef til vill
ekki langt þangað til.“
„O-jæja, ef lífinu er aðeins tekið moð jafn-
aðargeði —“.
Glenvan leit enn cinu sinni til lofts og varð
þess þá var, að allt himinhvolfið var alþakið
biksvörtum óvéðursskýjum, nema lítil rönd i
vestrinu. Vatnið hafði fengið á sig dökkan
blæ, og nú virtist allt renna saman í eitt, liim-
inn og haf.
„Við skulum koma niður,“ mælti Glenvan.
„Éldinganna verður ekki langt að bíða.“
Þeir renndu sér aftur niður til hinna félag-
anna, en urðu mjög undrandi, er þeir sáu ótelj-
andi ljósleita díla, er sveimuðu hver í kringum
annan við vatnsborð vatnsins.
„Skordýr?“ spurði Glenvan.
„Já,“ svaraði Papanel, „lýsandi skordýr.“
„Getur það verið, að þetta séu skordýr, sem
rjúka svona eins og neistaflug?" spurði Róbert.
„Já, drengur minn.“
Róbert gat liandsamað eitt þessara litlu dýra.
Paganel liafði getið rétt til. Þetta var
eins konar vatnabýfluga, sem Indiánar nefna
„Tuco-Tuco“. Þetta einkennilega dýr hefur eius
konar lýsandi skjöld framan á sór og sést þ'Tí
vel í myrkri. Þegar Paganel hélt þessu litln
dýri að vasaúri sínu, lagði af því svo mikla
birtu, að hann sá vel, livað klukkan var.
Þegar Glenvan kom aftur niður til félaga
sinna, gaf liann ýmsar fyrirslcipanir viðvíkjandi
202
VORIÐ