Vorið - 01.12.1971, Page 59
komandi nótt og væntanlogu óveðri. Bylurinn
gat skollið á, þegar minnst varSi. Þess vegna
var vakin eftirtekt allra á því, að vissara mundi
vera að binda sig fasta við tréð, þegar stormur-
inn skylli á. Þótt ekki vœri liægt að loka upp-
sprettum himinsins og koma í veg fyrir regnið,
varð þó að búa svo um hnútana, að enginn
steyptist niður i 3traumiðuna af völdum storms
ins.
Því næst buðu menn hver öðrum góðar næt-
ur, og hver skreið inn í sitt hreiður í því trausti
að mega sofa þar í næði.
Allir voru þó dálítið kvíðnir fyrir hamför-
um komandi ’nætur, og það reyndist svo, að eng-
inn hafði fest blund, þegar fyrsta þruman reið
yfir. Greifinn skreið út á groinarenda, liorfði
út að sjónhringnum og Jivarf svo aftur til nátt-
staðar síns.
„Hvernig lízt yður á, greifi ?' ‘ spurði Paganel.
„Mór lízt þnnnig á, að byrjunin verði mynd-
arleg, og ef áframhaldið fer eftir því, verð-
ur þetta hið mesta fárviðri.' ‘
„Stórkostlegt! “ lirópaði prófessorinn. „Fár-
viðri á Pampassléttunni! Hugsið ykkur, live
morkilega grein má skrifa um slíkan viðburð í
landfræðileg tímarit! Ég geri ráð fyrir, að
eldingarnar séu stórfenglegar á þessum slóðum.
Það er aðeins eitt, sem ég hef áliyggjur af.
í slíkum voðrum er ekki liættulaust að vera í
skjóli hárra trjáa, og ég er liræddur um, að
svo geti farið, að þetta góða tré okkar dragi
eldingarnar til sín, vegna þess að það er eina
tréð á stóru svæði."
„Eg verð að vekja athygli yðar á því, kæri
prófessor," mælti Glenvan, „að þér veljið ekki
som hentugastan tíma til að fræða okkur á slík-
um hlutum.“
„O-jæja, allar stundir eru jafngóðar til
kennslu og uppfræðslu," mælti Papanel. „En nú
er óveðrið að skella yfir.‘ ‘
Ægilogt þrumuhljóð kvað við, svo að allar
samræður voru óhugsandi. Óveðrið var í nánd.
Eldingunum sló niður með ýmsum liætti. Sum-
ar fóru lóðrétt til jarðar, fimm eða sex í röð.
Aðrar dreifðu sér um himininn í hundraðföþl-
"m leifturlogum, sem gerðu himininn ægilegan
°g dásamlegan í sonn. Og eftir skamma stund
var allt himinhvolfið í einu björtu og stórfeng-
k:gu logaleiftri. Glenvan og félagar lians liorfðu
Þögulir á þetta ægilega leiksvið liöfuðskopnanna.
Enn var logn og þurrviðri, eu eftir drykklanga
VORiÐ
stund var eins og allar flóðgáttir himinsins opn-
uðust, og regnið streymdi niður í lóðréttum
bunum, sem líktust þráðum í einhverjum tröll-
auknum vef.
Boðaði þetta regn ef til vill, að óveðrinu
mundi brátt slota? Áttu þeir félagar að sleppa
með þetta myndarlega steypibað?
Nei, nú varð öllum starsýnt á hnefastóran
eldhnött, umvafinn dökkum reyk, sem nálgaðist
enda einnar stærstu greinar trésins. Er liann
liafði snúizt þarna í nokkrar sekúndur, tvístrað-
ist liann eins og sprengikúla með ægilegum liáv-
aða, og sterkur brennisteinsþefur barst að vit-
um þeirra félaga. Nú var þögn nokkur andar-
tök, en þá kallaði Tom Austin: „Það er kvikn-
að í trénu.1 ‘
Það reyndist líka svo. Eldurinn breiddist með
ægiliraða út um alla vesturlilið trésins. Og nú
var farið að íivessa, svo að það jók mjög á
útbreiðslu eldsins. Glenvan og félagar hans leit-
uðu nú hið skjótasta til austurhluta þessa mikla
trés. í þögulli skelfingu klifruðu þeir grein af
grein, er sumar hverjar svignuðu ískyggilega
mikið undan þunga þeirra. Glóandi eldibrandar
féllu í vatnið og bárust burt með straumnum.
Eldslogarnir teygðu sig hátt í loft, og því meir
sem hvessti, því ægilegri varð eldurinn, og leit
út fyrir, að allt tréð mundi brenna til kaldra
kola á skömmum tíma. Allir voru máttvana af
skelfingu. Þeim lá við köfnun af reykjarmekkin-
um, og hitinn var að verða óþolandi. Eldurinn
liafði nú breiðzt út um meiri hluta trésius.
Enginn mannlegur máttur gat lengur heft för
lians, nú beið þeirra aðeins dauðinn, ægilegur,
kvalafullur dauðdagi.
Örvænting þeirra hafði náð liámarki. Þeir
gátu valið um tvenns konar dauðdaga: Að vera
stektir lifandi eða drukkna í straumiðunni.
„Allir í vatnið! ‘ ‘ hrópaði Glenvan.
Logarnir voru komnir alveg að Wilson. Hanu
varð líka fyrstur til að hlýða skipun Glenvans.
En ekki var liann fyrr kominn í vatnið eu liann
hrópaði í dauðans skelfingu:
„Hjálp! Hjálp! ‘ ‘
Austin varð fyrstur til að bjarga honum aft-
ur upp úr vatninu.
„Hvað er að?“
„Krókódilar! “ öskraði Wilson.
Og þegar litið var niður í vatnið, sáust þar
margir krókódílar á sveimi. umhverfis tréð. Það
glampaði á liornplöturnar á baki þeirra, og upp-
203