Vorið - 01.12.1971, Qupperneq 62

Vorið - 01.12.1971, Qupperneq 62
virtist lionum hann greina daufan bjarma ut- an af hafinu. „Mér missýnist eiðii,“ sagði liann vitS sjálf- an sig. „Þetta eru ljósin á „Duncan“. Bara að ég gæti séð í gegnum þetta myrkur.' ‘ Þá datt honum nokkuð í hug. Paganel hafði sagt honum, að hann gæti séð í myrkri. Hann vakti hann samstundis. Hinn lærði maður svaf eins og moldvarpa i holu sinni, þegar hann var allt í einu vakinti af værum blundi. „Hver er þetta?“ kallaði prófessorinn. „Það er ég, Glenvan.“ „Hver?“ „Glevan. Komið, ég þarf á augum yðar að halda! ‘ ‘ „Hvað? Augunum mínum?“ spurði Paganel með drafandi rödd. „Já, augum yðar — til þess að hyggja að „Dunean' ‘ úti í myrkrinu. Komið og f lýtið yður.‘ ‘ Paganel stóð upp, nauðugur þó. Hann gladd- ist þó í hjarta sínu við það að geta gert Glen- van greiða. Hann reyndi að liðka stirða limi sina og gekk því næst á eftir greifanum. Glevan bað hann nú að liorfa út til hafs- ins, og varð Paganel fúslega við þeirri beiðni og starði út í myrkrið nokkrar mínútur. „Sjáið j)ér ekkert?“ spurði Glenvan. „Ekki nokkurn skapaðan hlut. Jafnvel þótt ég hefði kattaraugu, gæti ég ekki séð nema nokkur skref frá mór í þessu myrkri.“ „Vitið, hvort þér sjáið ekki rautt eða grænt ljós. Getið þér ekki komið auga á stjórnborðs- eða hléborðsljósin á „Duncan' ‘ V ‘ „Eg sé hvorki rauð né græn Ijós, ég sé ekkert nema myrkur,1 ‘ mælti Paganel, sem var nú far- ið að verkja í augun af að rýna út i myrkrið. Paganel fylgdi Glenvan eftir um ströndina, hvert sem hann fór, og gekk svo í hálfa klukku- stund. Glenvan veitti því athygli, að hann ýmist laut höfði eða hóf það upp aftur. Hann svaraði ekki, þegar á liann var yrt, og hann sagði ekk- ert, en gekk eins og ölvaður maður. Glenvan hafði ráðið gátuna. Paganel var sofandi. Glenvan tók þá í handlegg hans og leiddi hann aftur til livílustaðar hans án þess að vekja hann. Þar kom hann prófessornum fyrir og hag- ræddi honum hið bezta. Þegar dagur ljómaði í austri, vöknuðu allir við kall Glenvans: „ „Dun- can‘ ‘ ! „Duncan' ‘! “ Allir spruttu á fætur og lirópuðu margfalt húrra. Að þvx búnu skunduðu allir til strandar. Þarna lá skemmtisnekkjan nokkuð undan landi, og Glenvan veitti henni nákvæmar gætur í kíki Paganels. í þessum svifum skaut Talkave af byssu sinni. Allir hlustuðu með eftirtekt. Indíáninn skaut þrisvar sinnum, og hljóðið borgmálaði í sandliæðunum í kring. Skyndilega sást hvítleitur reykur liðast upp frá skipinu. „Þeir hafa sóð okkur,“ kallaði Glenvan. „Þcir skjóta úr fallbyssu „Duncans“.“ í sömu svifum heyrðist dimmur skothvellur, og um leið létti „Duncan1 ‘ akkerum og stefndi til lands. „Greifafrúin getur ekki komiið í land,“ sagði Tom Austin; „til þess er of mikil kvika.“ „John Mangles getur ekki komið lxeldur," bætti majórinn við. „Hann getur ekki skilið við skip sitt.“ „Systir mín! Systir mín!“ hrópaði Bóbert og teygði liendurnar í áttina til skipsins. Bátnum miðaði hægt, því að leiðin var löng. Greifinn gekk til Talkaves, tók í hönd lians og mælti um loið og liann benti út til skipsins: „Komdu með okkur.‘ ‘ Indíáninn liristi liöfuðið. „Kom með, vinur! ‘ ‘ endurtók greifinn. „Nei,‘ ‘ mælti Talkave. „Toka er hér — °S Pampas er þarna.‘ ‘ Um leið og liann mœlti þetta, breiddi hann faðminn út á móti slétt- unni. Greifanum varð nú ljóst, að Talkave mundi aldrei liverfa burt af liinni víðlendu sléttu ætt_ jarðar sinnar, þar sem bein feðra lians höfðu hlotið legstað. Hann bar í brjósti fölskvalausa ást til föðurlandsins, eins og önnur börn þess- arar miklu víðáttu. Hann tók innilega í hönd Indíánans og gerði ekki frekari tilraunir til að fá liann til samfylgdar austur yfir hafið- Hann lagði ekki lieldur fast að honum með að taka við greiðslu fyrir fylgdina, þegar Indían- inn hafði afþakkað það brosandi og mælti um leið: „Gerðu það vegna vináttu.“ Glenvan mátti ekki mæla, svo klökkur v:U hann. Hanu langaði þó til að gefa Talkave eittlivað, sem liann gæti átt til minningar nm þessa vini sína í Evrópu. En hvað átti það að vera? Hann liafði misst öll vopn sín, liest sin» 206 VOR'ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.