Vorið - 01.12.1971, Síða 63

Vorið - 01.12.1971, Síða 63
og allt annað, er hann hafði hai.fc meðferðis. Og vinir hans voru engu betur stæðir. Hvernig átti hann að launa þessum veglynda og dygga vini sínum? Skyndilega datt honum nokkuð nýtt í hug: Hann tók fram forkunnar vandað nisti, sem liann hafði látið gera um mynd af Hel- enu. Hann rétti Indíánanum þennan kjörgrip og mælti um leið: „Eiginkona mín." Talkave tók við nistinu, leit hrærður á mynd- ina og mælti: „Góð og fögur.“ Nú komu allir liinir til að kveðja Indíánann. Öllum þótti mjög miður að þurfa að skilja við Talkave, og kveðjurnar fóru fram með ósvikn- um innileik. Paganel gaf honum landabréf af Suður-Ameríku, og liafði Talkave oft skoðað landabréf þetta með mikilli athygli. Þetta var það bezta, sem Paganel gat af hendi látið. Eó- bert hafði ekkert að gefa nema ósvikin vinahót, en hann var líka ör á þau, bæði við Talkave og Toka. Báturinn f rá „Duncan' ‘ þokaðist nú óðum uær. Hann þræddi milli sandskerjanna og tók loks niðri í fjörunni. „Greifafrúin og ungfrú Grant bíða yðar á skipgf jöl/ ‘ mælti formaður bátsins. „En við verðum að hafa hraðann á, lierra greifi, því uð það er nú þegar farið að fjara út.“ Greifinn faðmaði Talkave í síðsta sinn, en Indíáninn hjálpaði vinum sínum út í bátinn, og þegar Eóbert var á förum, tólc Indíáninn hann 1 faðm sinn, leit blíðlega í augu' lians og mælti: „Vertu sæll, vinur! Þú ert sannur maður! ‘ ‘ „Vertu sæll! Yertu sæll vinur!“ mælti greif- mn enn einu sinni. „Sjáumst við aldrei aftur?“ kallaði Paganel. „Veit ekki,“ mælti Talkave og rétti hönd sína til himins. Þetta voru síðustu orð Indíánans. Það var lagt frá landi, og báturinn færðist óðfluga frá ströndinni. Bátsverjar gátu lengi greint hinn hávaxna og karlmannlega Indíána, er stóð hreyfingarlaus uPPi á ströndinni og liorfði moð snknaðarsvip á eftir vinum sínum. Loks sneri hann við, steig á bak hesti sínum og hvarf með leifturhraða *nu yfir sléttuna. Eftir eina klultkustund lagðist báturinn við Wiðina á „Duncan“, og Bóbert var fyrsti mað- urinn, sem sveiflaði sér inn yfir borðstokkinn Vorið Ég á fyrst að læra undir morgundaginn og æfa mig á fiðluna, svo ég get ekki komið út að leika mér fyrr en eftir tíu mínútur! „Hvernig stendur á því, að þú segir þessum manni að bróðir minn sé bóklialdari! Hann er það alls ekki.‘ ‘ „Jæja, ég hef í það minnsta aldrei fengið aftur eina einustu bók, sem ég hef lánað hon- um.‘ ‘ Læknirinn: „Það er ekkert að þessum dreng. Hið eina, sem hann þarf með, er vatn og sápa.“ Móðirin: „Þökk fyrir, kæri læknir, en á liann að taka það inn fyrir eða eftir mat?“ og féll þar í faðm systur sinnar, en margfalt húrrahróp kvað við frá skipverjum. Þannig lauk þessari för yfir þvera Ameriku. Perðamennirnir höfðu lent í mörgum mannraun- um, en komizt klakklaust frá þeim öllum. Nú voru allar þær hættur að baki og allir komn- ir heilu og liöldnu á skipsfjöl á „Duncan“. Að- eins eitt hafði mistekizt: Að finna G r a n t skipstjóra. Næst: FIMMTÁNDI KAPÍTULI Aftur á slcipsfjöl. 207

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.