Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1909, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.02.1909, Blaðsíða 2
10 B J A H M I það skrifað, en ekki hef ég heyrt annað en lofsamlegt úr þeirri átt, enda hef ég átt von á öllu góðu í því efni, eftir þeirri persónulegu viökynn- ingu minni, sem ég alt frá skóladög- um hef af honum haft. Fr. Fr. „Ransókn ritningarinnar“, »N. Kyrkjublaðið« lætur Th. Kla- veness, prest í Kristjaníu, þann er samdi »Klaveness-kverið« svo nefnda, taka til máls um þelta ofannefnda efni í ræðubroti. Og mergurinn málsins hjá Klave- ness er þetta: »það er skylda vísindanna að ran- saka ritninguna«. Og þetta er satt, að svo miklu leyti, sem ransókninni er beitt í rétta átt, eða er samkvœm guðs vilja. Frelsari vor sagði sjálfur við fræði- menn Gyðinga: »Ransakið rilning- arnar, því að i þeim liugsið þér, að þér hafið eilíft líf og þær eru það, sem vitna um mig«. (Jóh. 5,39). Vér eigum að ransaka ritninguna í allri einlægni og lotningu fyrir liei- lögum guði, til þess að vér getum vaxið í náð og þekkingu drottins vors og frelsara Jesú Krists, og þessi ransóknarskylda nær ekki að eins til vísindamannanna, heldur og til hvers einasta kristins manns. En drottinn hefir jafnframt boðið, að vér skulum hvorki auka orð bans né skerða. I3essi skipun minnir oss á það, að ransókn ritningarinnar má líka beita til þess að vekja efasemdir og van- t'rú. Þegar nú vísindamenn eða aðrir beita ransókninni til slíks, hver er það þá, sem leggur þeim þá skyldu á herðar? Ekki gerir guð það. En nú getur enginn með réttum röluim borið á móti þvi, sem svo oft hefir verið minst á i blaði voru, að hin svo nefnda »biblíu-krítik« eða »hærri krítík« hefir kappsamlega unn- ið að því, jafnframt ransókn heim- ildarritanna, — og sú ransókn hefir alt af átt sér stað og það með réttu — að skerða guðs orð með því að ve- fengja jafnvel hin augljósustu og ó- missanleguslu trúarsannindi. Þessu til sönnunar viljum vér enn tilfæra eilt Ijóst dæmi, eftir sænskan lækni nú lifandi, dr. Hj. Selldén. Hann segir meðal annars svo frá fyrstu kynningunni, sem hann hafði af biblíu- krítíkinni: »Ég dvaldi um hrið suður í Sviss- landi. Þá kyntist ég ungum presta- skólakandídat, og varð hann mér næsla hugþekkur; við hittumst þar oft á samkomum »Kristilegs félags ungra manna«. Einu sinni kallaði kandídatinn mig á eintal og bað mig að ráða sér lieilt í mikilsvarðandi máli. Ég sá, að hinum unga manni var mikið niðri fyrir, því að hann skifti litum öðru hvoru. Þeir voru svo margir, sem leituðu til mín lækn- isráða og mér datt ekki annað i liug en að kandídatinn ætlaði að segja mér frá einhverju alvarlcgu líkamlegu meini. Loksins spurði hann mig, og gat varla komíð því upp: »Ég bið yður afsökunar, en trúið þér, læknir, á guð- dóm Krists?« Spurningin kom flatt upp á mig, en kvað þó að sjálfsögðu liiklaust já við því. Ég sá, að honum gazt vel að svarinu og svo spurði hann mig aftur: »Nú, þér trúið þá ef til vill á þrenninguna líka og að erfða- synd er til?« Það lá við, að mér rynni í skap, og ég spurði: »Hvað meinið þér með þessu? Þér, sem eruð guðlræð-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.