Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1909, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.02.1909, Blaðsíða 4
12 B J A R M I. sókn ritningarinnar« lil ])ess að ve- fengja hin helgustu trúarsannindi, bera oss hinum það löngum á brýn, að vér séum »hræddir við frjálsa ran- sókn, af þvi að vér treystum eigi kristindóminum til af afbera hana«. En þessi afsökun er ekki sprottin af kristilegum kærleika. Hún er ekki gerð til þess, að vér heiðrum Krist og hans orð meira eftir en áður. Nei, þvert á móti. Hún er til þess gerð, að aftra svo mörgum trúuðum manni frá því að rísa gegn falskenningum efasemdamannanna, með allri djörf- ung. Og þess vegna eru þeir miklu færri en annars myndu vera, sem gera það, bæði af klerkum og leik- mönnum. Mörgum trúuðum manni kann að virðast i fljótu bragði, að hann sé að amast við frjálsri biblíu- ransókn, ef bann tekur að mótmæla vetengingum »vísindanna«, og geri þá of lítið úrþessum orðum Krists: »Mín orð munu aldrei undir lok líða«. En það er ekki annað en sjónar- villa. Frjáls er engin biblíuransókn, nema hún sé hleypidómalaus. En lífsskoðun efasemdamannsins fjötrar hann, því að hann hafnar trúarsann- indunum fyrir fram, svo að ransókn hans getur ekki orðið óblutdræg eða frjáls. Hann villist frá sannleikanum. Nei, þá eina biblíuransókn viljum vér iðka, sem er samkvæm guðs vilja; lengra vlljum vér ekki fara, svo að ransóknin geti verið í sannleika frjáls. Vér óttumst eigi að kristindómur- inn standist eigi árásir vísindanna; en það er annað, sem vér vitum að getur baggast og það er trúin og von- in í brjósti þínu, kristni vinur, hver sem þú ert. Dæmi prestaskólakandí- datsins hér að framan, sýnir það svo eftirminnilega. Þeir, sem liafa sjálíir einhverntíma þekt krafl kristilegrar trúar og vonar til þess að lifa lífinu, vita það bezt, hverju sá maður er sviftur, sem er ræntur þessum dýrmælu himnesku fjársjóðum. Ransökum ritninguna, kristnu vin- ir, hleypidómalaust, en vefengjum eigi trúarsannindi hennar. Eða getur sá guð og frelsari orðið nokkru hjarta til eilífrar gleði, er ekki hati sagl það ali satt, sem hann hefir í orði sínu lil vor talað. Látum eigi skynsemi vora og lilfinningar glepja oss sjónir. Guð er ekki eins og maðurinn, að liann fari með ósannindi. Reygjum oss í auðmýkt fyrir því, sem ritað er, ])ó oss af skammsýni vorri þyki það ekki wmaklegt viðtöku«. Lífsreynslan lýkur upp mörgum þeim ritningum l’yrir oss, sem oss eru um eill skeið óskiljanleg ráðgáta, ef vér annars vilj- um trúa orði guðs. Ransökum ritninguna með trúnni. Sú ransókn verður oss lil ævarandi blessunar. Kristileg starfsemi kvenna, (Eftir ungfrú Thora Esches). Hvað geta konur unnið að eflingu guðs ríkis, samkvæmt guðs orðiY Fyrst er að minnasl á hjúkrunar- star/ið. Allir kannast við nafnið »Föbe«. Konan með því nafni er fyrirmynd allra hjúkrunarkvenna. Páll segir (Róm. 1(), 1—2): »Ég l'el yður Föbe, systur vora, þjónustukonu í söfnuði drollins í Kenkreæ, að þér takið hana að yður« o. s. frv. Þessi kona starf- aði utan heimilisins, og siðar segir postulinn: »Hún er á sinum stað og þar sem ég' vil hafa hana, Hún hefir líka veitt mér sjáltum aðsloð á marg- an hátt«. Þarna er lýst hinu inn- dæla slaríi hjúkrunarkonunnar. Hversu margt lækifærið gefsl eigi kyrlátri og hreinlífri hjúkrunarkonu til að tala

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.