Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.07.1909, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.07.1909, Blaðsíða 3
B J A R M I 107 lil'naði við aftur. Nágrannakonum hennar þólti þctla kynlegt; en frú Shi fetaði i fótspor frelsara síns. En ekki var alt búið enn. A hverju álti nú barnið að lifa? Mjólk var ])ar hvergi að fá. Hrisgrjónavatn var vanafæðan hennar. En hún fór þá með hanaviðogvið til konu, sem álli smábarn á brjósti og bað liana að gefa lillu slúlkunni dálítið með af því, sem liitt barnið nærð- ist á. Nú var litlu stúlkunni geíið nafn og kölluð »áslin litla«; sýndi það, að fósturforeldrar hennar liöfðu meiri mætur á henni en hinir réltu foreldrar hennar, sem voru svona grimmir og ónáttúrlegir í sér. Um þær mundir, sem þessi stúlka fæddist, þá var það algengt að stúlkubörnum voru gefin nöfn, sem á íslenzku þýða: »Við óskum eftir sveinbarni«, »Of margar stúlkur«, »Aðeins til erfiðleika« o. s. frv. En 1907, þegar þessi lilla stúlka var 10 ára, þá var þegar orðin mikil breyt- ing á þessu. Þá mátti finna stúlku- börn með nöfnum: »Ástin lilla«, »Fjársjóðurinn lilli«, »Gleðin litla«. Þessi breyting er kristna trúboð- inu að mestu að þakka. Á engu furða heiðnir menn sig meir en kristnuheimilunum meðal þeirra, þar sem maðurinn og konan eruíjafnri virðingu bæði. »Vér óskum, að vér ættum slík heimili í landi voru«, segja þeir. »En vér vissum það eigi, að konan gæti verið jöfn niann- inum«. Því er það, að þeir senda nú stúlkubörn fullum fetum á kristnu skólana. »Það, sem vér þörfnnmst«, segir einn kristniboðinn, »er ákveðin trú á guð, sú trú, sem knýr oss til að leggja fram það bið allra bezla, sem vér höfum, gefa það guði, lil þess að hann geti notað það á þann hátt, sem hann sér bezt henta«. Krattur fyrirbænarinnar. Fyrir nokkrum árum síðan and- aðist skósmiður einn í Norður- ameríku; hann hafði lengi verið trúaður kristinn maður og mikill vinur sunnudagsskólanna og heið- ingjatrúboðsins. Seinustu ár æfi sinnar lá hann rúmfastur sakir magnleysis og gat því ekki lengur tekið opinberan þátt i neinskonar trúboði; en beðið gat liann og það gerði hann. Það var einkum ein trúboðsslöð i Kína, sem hann haí'ði miklar mæt- ur á og bað hann því sérstaklega innilega fyrir henni. Oft sást hann sitja uppi i rúminu sínu og skrifa eilthvað í bók; en þá bók sýndi hann þó aldrei neinum. En að honum látnum fanst bókin, og þá kom það í Ijós, að þetta var nokk- urskonar dagbók, sem hann hafði haldið yfir allar hinar reglulegu fyrirbænir sínar. Þar stóð meðal annars: »Hinn 1. sept. bað eg innilega fyrir trú- boðinu í N., að enginn lifði þar við nokkurt volæði, lieldur fengi hver einn það, sem hann þyrfti við. Hinn 2. sept.: f dag bað eg fyrir systur A., að guð vildi gefa henni alt gotl til sálar og líkama. Hinn 3. sept. bað eg fyrir trúboða P., að guð vildi blessa starf hans. Hinn 4. sept. bað eg lyrir trúboða N., að guð verndaði hann á öllum vegum hans«. Og svona var áframhaldið. Hann fylgdj fastri reglu í öllu, lil þess að hann gleymdi engu. Þeir sem fundu bókina hugsuðu á þessa leið: »Það gleddi víst vini lians í Iíína, el’ þeir fengju að vita, að þeir hefðu átt vin, sem beðið hefði svona trútt fyrir þeim. Yið skulum senda þeim bókina«. Og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.