Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.07.1909, Blaðsíða 8

Bjarmi - 15.07.1909, Blaðsíða 8
112 B J A R M I það eru flestir menn í voru kristna landi. En þá trú, sem hefir eilíft líf í sér fólgið, þá trú, sem fyllir hjarta vort dýrð guðs og gerir oss að nýjum skepn- um — þá trú er eg hræddur um að þór hafið ekki“. „Heyrðu, Páll“, sagði hún hálf-gletnis- lega. „Þú talar næstum því eins og prestur; en segðu mér, hvernig held- urðu, að þú getir vitað það?“ „Nei, það getur líka vel verið að mér skjátlist; en þér vitið það þá bezt sjálf “. „Nei, Páll, eg veit það als ekki. Það er fjarska erfitt að vita það víst, hvern- ig sambandi manna við guð er varið. Eg hefi aldrei getað skilið í því“. „Jú, ungfrú, það er mjög auðvelt að vita það, ef ekki vantar löngun og vilja til þess“. „Mig langar líka ákaflega til að fá að vita það“. „Segið mór þá, ungfrú, hvort þér vitið, hvað yður þykir mest um vert og dýrðlegast í lífi yðar“. „Mest og dýrðlegast. Það er enginn hægðarleikur að segja, hvað það er, svona alt í einu. Það er svo margt sem er dýrðlegt". „En það er víst ekki Jesús—erþað?" „Jesús — nei, ekki held eg það“. „Nú, þarna getið þór séð. Það er einkenni lífsins, lífsins í guði, að hann sé orðinn dýrðlegastur af öllu. Það er það, sem skilur trúaða menn frá öðr- um mönnum, en ekki neinir sérstakir ytri hættir, eins og þér sögðuð — það er þetta, að hann er mesfur í augum þeirra, að hann er lífsfylling þeirra". Heyrðu, Páll, eg skil þetta alls ekki. Eg get ómögulega skilið, að menn geti sameinast Jesú — svona algjörlega, svo að hann verði alt í öllu. Ijífið útheimt- ir nú eitthvað annað". „Nei, þór skiljið það ekki. En hugsið yður nú — ef eg má annars segja það, sem mér býr í brjósti?" „Já, það máttu sannarlega". „Nú jæja. Eór hafið heyrt og lesið um pínu Jesú og dauða á krossinum á föstudaginn langa. En hafið þór nokk- urn tíma hugsað út í það, að hann dó annara vegna?“ „Annara vegna?" tók hún upp eftir honum og leit á hann undrandi. „Já, og fyrir sekt annars — og hver haldið þór hinn seki hafi verið ? — Það voruð þór. Segið mór, ungfrú Vind, haldið þér ekki, að þór mynduð ekki elska hann og telja hann dýrmætasta hnossið í lífi yðar, ef yður væri það full-ljóst, ef þér sæuð það í raun og veru, að hann, hinn eilífi sonur guðs, varð að þola svo óumræðilegar píslir til þess að frelsa yður frá eilífum kvöl- um, ef þér sæuð það í raun og veru, að hann var sakaður um y ð a r syndir og þoldi hegningu vegna þeirra. Haldið þér ekki, að þér munduð elska hann, ef þór sæuð þetta, og hann yrði yður þá hið dýrmætasta og hjartfólgnasta hnoss, sem þór þektuð?“ Hún leit fram á við um stund og var hugsi; en síðan mælti hún af mik- illi alvöru: „Þetta, sem þú nú spyr mig um, er harla undarlegt; enginn hefir spurt mig að slíku fyr“. „Þá er það gott, að þér eruð búnar að heyra spurninguna, því að eg má ekki leyna yður því, að þessa spurn- ingu verðið þér að heyra, til þess að þér megið hólpin verða. Og eg segi yður það einu sinni enn. — En meðal annara orða, eigið þjer biblíuna?" „Já, Páll", svaraði hún, „hana á eg þó“. „Lesið þér þá dálítið i henni og þá munið þér verða þess vís, að hann verður á vegi yðar — krossfesta lamb- ið — á hverju blaði. Og ef þér kom- ið einu sinni auga á hann, þá munuð þér elska hann meira en nokkuð annað — já, meira en lífið i æðum yðar?“

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.