Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.07.1909, Blaðsíða 14

Bjarmi - 15.07.1909, Blaðsíða 14
118 BJARMI Hin fyrsta tillaga var samþ. með 22 atkv. gegn 4. Kristindómskensla ungmenna. Máls- hefjandi: kennaraskólastjóri Magnús Helgason. Tillögur málshefjanda: 1. »í stað þess að hingað til liefir kverið verið eina fastákveðna námsefnið í kristnum fræðum undir fermingu, þá verði það hér eftir bihlíusögur, trúarjátningin og nokkrir vel valdir sálmar. 2. Jafnan sé námsefnið útlistað fyrir hörnum, áður en þeim er sett fyrir að læra. Orðrétt nám sé heimtað aðeins í trúarjátningunni, völdum ritningarstöðum og Ijóðum. ít. Að öðru leyti sé prestum alveg frjálsl, hvernig þeir liaga undir- búningi barna undir fermingu. 4. Þó að prestar haldi áfram að nota kver, séu hörn alls eigi látin byrja á því yngri en 12 ára«. Ut af þessum tillögum samþykti svo prestastefnan svoliljóðandi tillögu: »Fundurinn tjáir sig hlyntan stefn- unni í fyrirlestri kennaraskólastj. M. H. og skorar á byskup að annast um, að út verði gefnar biblíusögur við hæíi yngri barna og siðar stærri hihlíusögur, ætlaðar þroskuðum börn- um«. Auk þessara mála var rætt um ynippsagnarvald safnaðau, að þeirfengi rétt til að segja upp prestum sínum með tilsjón byskups; þólti það bein afleiðing af ráðgerðu kenningarfrelsi presta. En vorn fluttir tveir fyrirlestrar: »Um kvöldmállíðarsakramenlið«,ýmsan skilning á því að fornu og nýju (séra H. Nielsson) og »Um sálgœzlua, af- skifti presta af sálarhag einstaklingsins (S. Á. Gíslason). Prestaslefnan tjáði sig og hlynta áfengisbanni og jafn- réttiskröfum kvenna. Byskup ráðgerði, að næsla presta- stefna (að ári) yrði haldin á Hólum í Hjalladal, og þar íæri þá fram vígsla væntanlegs vígslubyskups fyrir hið forna Hólastifti. — Kristiiiboðarnir frá Kínn. Eins og llest- um lesendum vorum mun kunnugt úr vikublöðunum, komu þau hjónin Cliarles A. Ilayes og Steinunn Hayes Jóhannes- dóttir írá Eystra-Miðfelli á Hvalfjarðar- strönd, til Reykjavíkur 15. júní og dvöldu þar til 28 s. m. Pau héldu ókeypis fyrir- lestra fyrir almenningi í húsi K. F. U. M. og dómkyrkjunni, og rúmaði hvor- ugt húsið mannfjöldann, sem vildi sjá og heyra læknana, sem vitnað höfðu um Jesúm í heiðingjalöndunum. Enn fremur flutti l'rú Steinunn Hayes, erindi um kristniboðið í kyrkjunni á Akra- nesi og við barnaguðsþjónustu í Reykja- vík. Trúboðsfélag kvenna í Reykjavik bauð þeim hjónunum til samsætis, föstudaginn 25. júní, og bauð þangað jafnframt ýms- um guðfræðingum bæjarins. Biskup Pór- hallur Bjarnason, sem sýndi þeim hjón- unum ýmsa velvild, íslenzkaði þar fyrir læknirinn ensku. — Forstöðukona félags- ins, frú Kirstín Pétursdóttir, bauð gestina velkomna; síðan lóru veitingar fram. Að því búnu var sungið kvæði eftir Fr. Fr. lil kristniboðanna og ýmsir sálmar, og llultumargir ræður: Frú Guðrún Lárus- dóttir til krislniboðanna, frú St. Hayes, Ch. Ilayes. séra Jóhann Porkelsson, séra Runólfur Runóllsson, (þessir 3 á undan), biskup Pórhallur Bjarnason, Apeland trú- boði frá Norvegi, Sigurbjörn Gíslason og séra Friðrik Friðriksson. — Samsætið fór mjög vel fram og væri óskandi, að það hefði orðið bending til allra lilutaðcigandi um það að kristniboðsmálið væri þó mál, sem allir þeir vor á meðal, sem einhvern á- huga hefðu á kristindómi, gætu sameinast um enn þá. — Og viljum vér í því sam- bandi leyfa oss að skjóta því til byskups- ins, livorl honum finnist ekki ástæða lil að gjöra eillhvað í því máli, óll ekki væri til annars í bráð en að ella bróður- liug meðal þeirra, sem annars ber svo margt á milli í kristindómsmálum.----- Þau gátu þess kristniboðshjónin bæði

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.