Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.07.1909, Blaðsíða 11

Bjarmi - 15.07.1909, Blaðsíða 11
B J A R M I llí> né þroskast. Iiver og einn verður að hafa sínar sérskoðanir á þjóð- málum og berjasl fyrir þeim, eins og hann hefir vit og dugnað til. Þá verða fyrst allir eitt«. Er nú noklcur heil brú í þessari kenningu? Höfum vér ekki reynt oss á henni, bæði fyr og síðar og lítil blessun hlolist af? Og nú á að stjórna kyrkjunni eftir sömu reglu. Einn á að fara í suður og annar í norður til þess að þeir geti orðið samferða. Úlfurinn og lambið eiga að leiðast, «/ þuí að lambið er meinlaust, en úlfurinn liið versta illdýri. Þéir, sem þessa leiðina kjósa lil þess að koma einingu á í kyrkjunni, fara að sjálfsögðu sínu fram, meðan þeir sjá ekki annað réttara; en vita mega þeir, ef sama fer fram, að ekki verður þess langt að híða, að ern- irnir vita það hcr á landi, hvar hræ- ið er. Einingarmerki kyrkjunnar, kross- merkið, er þá numið burtu. Tvær óskir ólíkar. Þegar »Heilsuliælið« á Vífilstöðum var vígt 31. maí í vor, þá voru þar sungin tvö kvæði, hæði vel ort, ann- að eftir Þorstein skáld Erlingsson og hitt eftir Guðmund skáld Guð- mundsson. Þeir flytja þar »Heilsuhælinu« sina óskina livor, síðasl í kvæðunum. Guðmundur kveður: ))Guðs kraflur, Ijós og líknar-andi hér liði’ um hvern, sem kemur inn, svo fækki tár og lciði’ í landi, en Ijúfar brosi framtíðin«. Og Þorsleinn kveður; »Þú morgunsól, lœknirinn, httu hér heim með lifsvon, er byrjarðu daginn, og hlúðu með geislunum hugunum þeim, er hnígurðu brosandi í sæinn«. Hér skilur mikið á milli. Hér má sjá í tvo heima í trúar- legu tilliti. Osk Guðmundar byggist á trúnni á almœtti, kœrleika og orð guðs, en ósk Þorsteins á trúnni á mátt og megin mannanna og kœrteika þeirra, mann- úðina, er láti sólarljós og fjallalilæ streyma úin í hælið og lækna menn- ina. — Hin fyrri óskin er kristileg, en hin síðari lieiðin. Það gerir muninn. Kristinn maður finnur alt, sem felst i síðari óskinni, í hinni fyrri, því að það er guð, sem gefur liknarlundina og líknarlundin reisir svo hælið; alt, sem til þess þarf eru gjafir guðs, »vit og fyrirliyggja, vísindaleg þekking og reynsla« og alt efni, og fjallahlær og sólarljós líka. Ekkert af þessu hafa mennirnir gefið sér sjálfir. Það eru gjafir guðs. Þess vegna mun það jafnan reynast óhrekjanlegur sannleikur, að »ef drott- inn byggir ekki húsið, þá erfiða smið- irnir til einskis«. Ef enginn liefði haft líknarlund hér í Iandi, hvernig liefði þá farið? Mundi ))meinaðurinn« einn hafa dugað? »Gnð er með í góðu verki að glœða tjósin kœrleikans« kveður Guðmundur framar í kvæði sínu. Alt mannlegt er hverfult, svo há- reist líknarhæli, sem liknin sjálf. Guð þarf að vera með í verkinu halda hvorutveggja við — líknarhælinu og líknarlundinni. — Hjá því verður ekki komist, ef vel á að fara. Hér er um tvent að velja: Með guði, eða án guðs.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.