Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.07.1909, Blaðsíða 6

Bjarmi - 15.07.1909, Blaðsíða 6
110 B J A R M I E f a s e m d i r æ s k u m a n n a n n a. Á skólaárunum er ungum mönn- um liættast við efasemdum. Þá er æskumaðurinn þróttmeiri en hann verður nokkurn tíma síðar; þá ímynd- ar hann sér, að þekking sín sé jafn- vel yfirgripsmeiri en alt hitt, sem hann kemst síðar að, að hann veit ekkert um. Eg skal hiklaust játa það, að þegar eg var ungur, var eg hneigður til efasemda, eins og aðrir unglingar. Eg tók ritninguna mér í hönd. Eg flelti upp 1. kap. í 1. Móse-hók: »Guð skapaði himininn og jörðina«. Eg festi mér þessi orð í minni, vinir mínir! Eg sagði við sjálfan mig: »Guð skapaði himininn og jörðina«. Eg ætla að halda fast við það, þangað til eg fæ betri skýringu á sköpuninni. Eg komst að raun um það, að allir þeir, sem freistað hafa að skýra uppruna allra hluta, hafa orðið að viðurkenna tilveru tvenns í upphafi: efnis og aíls. En livaðan er aíl og efni komið? Hvern- ig stóð á því, að aflið fór að verka á efnið. Mennirnir, sem fylgja fram- þróunarkenningunni geta ekki svarað því. Eg gat svarað því, svo mér nægði: Guð skapaði himininn og jörðina. Hjá kristnum manni verður guð upphafið, vinir mínir! S k o ð u n 15 r y a n s á D a r w i n s k e n n i n g u n n i. En er ekki búið að sannfæra mig um það, að maðurinn sé kominn af lægri skepnum — af apa. Eg hirði ekki um að þræta við þá, sem lang- ar til að rekja ætt sína til apa að forfeðratali; en þeim líðst ekki að koma apa inn i mina ættarlölu. Ef það er satt, að óslitin linignandi, ætt- liðakeðja liggi milli mannsins og ap- ans, þá langar mig til að spyrja: Er maðurinn að færast nær (likjast) ap- anum, eða færast fjær honum (verða honum olikari)? Er maðurinn end- urbættur api eða er apinn úrkynj- aður maður? Eg fyrir mitt leyli vildi öldungis eins hallast að þeirri skoðun, að allir apar séu af mönn- um komnir, eins og hinu, að allir menn séu komnir af öpum. Ef mað- urinn hefir framþróast af apanum, hvernig víkur því þá við, að apinn skuli alt af vera api, en maðurinn færast sífelt á liærra og liærra menn- ingarstig? Hvernig stóð á því, að sumir aparnir gátu framþróast og orðið menn úr þeim, en hinir haldið áfram að vera apar? Mér geðjast illa að hinu hræðilega lögmáli um viðhald hins hæfasta — að lögmáli haráttunnar og Iiatursins. Berið það saman við lögmál Krists — lögmál kærleikans. L e y n d a r d ó m u r jurtalífsins. Hversu margir skilja út I æsar efna- fræði ávaxtanna, sem vér snæðum að morgni dags? En hverjir eru það, sem segja : Eg læt ekkert af þessum ávöxtum ofan í mig, fyr en eg hef orðið alls vísari um uppruna þeirra. Ef vér færum þannig að ráði voru, mundum vér deyja úr hungri. Eng- inn er sá vor á meðal, sem skilur leyndardóm jurtavaxtarins. En vér liöfum ekki orð á því; vér etum og erum ánægðir. Leyndardómarnir í horðstofunum lijá okkur heima, valda oss eklci áhyggju — ekki fyr en kom- ið er í kyrkjuna. En á meðan oss er dulið, hvernig frækornið framleiðir plöntuna, hvernig getum við þá búist við að gela skilið leyndardóma liins almáttuga? D ý r ð sjálfsfórnarinnar. Kristur gaf oss kenningar, sem oss eru kunnugri en nokkrar aðrar - þær kenningar, að einn líði fyrir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.