Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.07.1909, Blaðsíða 12

Bjarmi - 15.07.1909, Blaðsíða 12
B .1 A R M I 11() Hvort viltu heldur kjósa, lesari góður? Á verði. I’að er ekki lítilsvirði í ófriði, að varðmennirnir sjeu árvakrir og ósér- hlífnir, allur herinn er í hættu, ef þeir eru óaðgætnir. — IJjóð vor á í har- áttu við ýmsa óvini og er illa komin, ef varðmennirnir, sem hún hefur selt gagnvart þeim, eru ekki sívakandi. Eins og kunnugt er, er Bakkus einn þessara óvina. Hann komsl í dular- klæðum inn i landið, þóltisl vera aldavinur vor, en hjó og lagði varnar- litla menn óðar en hann komst á land, seldi marga efnilega unglinga í æfiþrældóm og lék sér að tötrum og tárum munaðarleysingjanna. I^oks reis meiri hluti þjóðarinnar upp og gjörði liann úllægan að fárra ára fresli, en þá hófusl vinir hans handa, fengu í lið með sér nokkra undarlega sljóskygna sómamenn, og reyna nú sem óðasl að fá þjóðina til að rétt aftur vinahönd að högg- ormstönnum. — Því er áríðandi að verðirnir séu árvakrir. Og hverjir ættu fremur að standa nú.á verði en prestarnir? Þeim er trúað fyrir sið- ferðismálum þjóðarinnar, þeir hafa öðrum fremur tækifærin til að heyra raunasögur herlekinna manna og ásl- vina þeirra, og jþeir hafa margir að undanförnu sýnt í orði og verki að þeim var alvara að útrýma áfengis- bölinu. Væntanlega er þvi óþarfi að skora á alla presta landsins að taka nú al- varlega í taumana gegn óheillafélagi því, er reynir að ónýta bannlögin og bjóða aftur velkomið alt tjónið og böiið, sein jafnan fylgir áfengisverzlun- inni, Þeir munu geta séð í gegn um orðaflækjur andbanninga og ekki vera svo svartsýnir að ímynda sér, að sé einum lesti útrýmt, komi jafnan annar verri í staðinn. — Gætið sóknarbarna yðar og leið- beinið þeim í þessu mikilvæga máli, að þau láti ekki blekkjast svo af stór- yrðum eða hrakspám, að þau styðji þá starfsemi á nokkurn hátt, sem að því miðar að auka hættur og freist- ingar á vegi sona yðar. Pjóðin hefir stigið heillaspor lil að hrinda af sér eignatjóni og gæfuráni, er hún sam- þykti aðílutningsbann áfengis; það er mjög komið undir prestum landsins, hvort hún heldur áfram á þeirri hraut, eða snýr við og opnar öll lilið fyrir erlendri og innlendri spillingu. Það væri óskandi, að enginn, og [)ó allra sízl prestar, láli »guð« vínsins hafa áhrif á afstöðu sína gagnvarl þessu máli. Má vera að sumum prestum finnist, að þeir haíi ánægju sjálfir al’ »ofurlitilli« vínnautn. Um það skal ekki þráttað hér; læknarnir geta skýrt frá, hvað vínnautn sú sé holl líkamanum, og sumt sóknar- barnanna, hvað holl liún sé andleg- um áhrifum prestsins. — En hvað sem því líður, má ekki vænta þess, eða jafnvel lcrefjast þess, að preslarnir séu manna fúsastir • til að inna kær- leikslorn af liendi vegna breyskra með- bræðra? »Gæt þú lamba minna«, sagði frcls- arinn. Belur að þau orð mættu hljóma í sálu livers sáluhirðis, þegar verið er að reyna að fá hann eða sóknarbörn lians til að styðja starf Bakkusarfélagsins. — Ábyrgðin er þung, ef verðirnir sofa; en þakklæti og gleði bræðra þeirra fylgir þeirn, ef þeir eru árvakrir og einbeittir, gagnvart ölluni árásum andstæðinganna. Um bindindismálið oy adfhdninys- bannið var samþykt svolátandi tillaga á prestastefnunni:

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.