Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1909, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.12.1909, Blaðsíða 6
190 B .1 A R M I á eftir þessum einkennilegu persón- um; en engum kom bros í hug, að því er séð var. Enginn tók jafnvel eftir orðum prestsins þelta kveld, eins og Kristín gamla; hvert einasta orð þrengdi sér inn í hjarta liennar og gerði bjart og hlýtt, þar sem áður var dimlogkalt. Hún var eins og í draumi, þegar lnin kom út í kyrkjugarðinn og prestur- inn, kona hans og dótlir komu til heniiar og óskuðu lienni gleðilegra jóla. »Já, jólín eru þegar orðin mér gleði- leg«, mælti Kristín gamla. »Heyrðu, Kristín gamla«, mælti Á- gúsla, »gleymdu nú ekki því, sem eg ætla að segja þér; á annaðdagskveld jóla verður þú að koma til okkar, því þá ætlum við að liafa jólatré; eg vil ekki heyra neinar mótbárur eða athugasemdir um fatagarmana þína«. Kristín gamla svaraði og brosli á- nægjulega: ^Það, sem verður að vera viljugur skal hver bera, — en«. »Ekkert en, þú gerir nú svo vel og kemur! Þú færð heitt kafíi og jóla- köku með, eins og þú gelnr í |)ig komið og svo færðn dálílið með þér heim í tilbót. Þá hló Kristín gamla feimnislega og mælti: »Ó, drottinn minn, liver gæli trúað því, að svona góðir menn væru til«. Þetla kveld neytti hún aðfanga- dagskveldmáltíðar sinnar með glöðu hjarta og sofnaði síðan með þaklv- læti til guðs fyrir það, að hann hafði látið dálítið af harnslegu jólagleðinni skína inn í lijarta hennar. Stórt grenitré stóð á miðju gólfinu i samkomusalnum á prestsetrinu; hundruð Ijósa loguðu á því og all- staðar glitraði i léltu gulihárin, sem dreyft var um það alt. Hvítar og rauðar rósir úr silki- pappír á lyngi héngu hér og hvar á grænu greinunum og Hktust mjög verulegum rósum. Fagurrauð epli, marglitir bréfstiklar og hjörtu með allskyns sælgæti liéngu um alt tréð, svo það var mjög fagurt á að líta;- liklegt til að fylla litlu lijörtun, er helzt áttu að njóta þess, með gleði og ánægju. Öll börnin, sem góðhjaiiað fólk ællaði að gleðja um jólin, linöppuð- ust fyrir utan dyrnar. Þau voru i allra fínustu fötunum sínum og eftir- væntingin skein út úr augum þeirra. I livert skifti sem dyrnar voru opn- aðar, þyrptust þau fram, því öll vildu þau verða fyrst; einkum voru það drengirnir sem voru óþreyjufullir og hrundu hver öðrum með olnboga- skotum og bnippingum, svo varla heyrðist mannsmál fyrir skvaldri þeirra. Loksins voru dyrnar opnað- ar og allur hópurinn ruddist inn með illþolandi hávaða, lítil telpa, þriggja ára gömul í þykkum vaðmálskjól með gljáandi tréskó á fótunum, gerði sig heimakomna og réðisl á pappírs- sliklana og eplin. Börnunum var nú raðað í stóran hring umhverfis jóla- tréð, síðan gengu þau í kringum það og sungu: »1 Betlehem er barn oss fætt« o.s.frv. Ágúsla hafði lengi skimað um all- an salinn, en varð hvergi vör við það, sem lnin leitaði að; enginn þeirra, er lnin spurði, hal'ði orðið var við Krist- ínu gömlu nokkursstaðar. Hún lók þá móður sina afsíðis úl í horn og átti þar hljóðskraf við hana. Skömmu síðar bjó bún sig út og fór að lieim- an. Kveldið var bjart og alslirndur himinn. Að eins lá ofurlílil hrim- þoka yfir bygðinni. Ágústa liélt rösklega áfram og bjóst við að komast lil koía Kristínar gömlu eftir fjórðung stundar. Hún var

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.