Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1909, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.12.1909, Blaðsíða 14
198 B J A R M I í Vesturheimsins víðu löndum, Þar villimanna heróp svall, Nú lýður sést með lyftum höndum Og lofsöngsóður hljómar snjall: »Eilifl guð! Þér lof skal Ijóða, Pú létst oss sjá pín frelsis-ráð; Pii sendir oss þinn soninn góða Með syndalausn og frið og náð«. Pey, lieyr, sem dunur fossa og íljóta Nú fœrist söngur vítt um jörð En lúðrar dómsins duna og pjóta Og drottins syngur frelsuð hjörð: s>IIeilagi guð! Pig lofa lýðir, Pér lúta álfur, irón og höf, Þig tigna heimar, himnar víðir Þér hlýðir jafnvel dauði’ og gröf«. Fr. Fr. F erðamolar. Eftir S. Á. G í s 1 a s o n. (Framh.). Fríkirkjufundurinn norski liófst sunnudaginn 15. ágúst í Kristjánssandi. Eg liafði lofað að prédika þann dag í kirkjunum í Sœby og Friðrikshöfn og mánudagskvöldið á Skaganum i Danmörku, og Frá Friðriks- gat þvj ekki komið í fundar. höfn til Krist- byrjun. — Það var storma- ánssands. samt um það leyti svo að eg kveið fyrir sjóforðinni, — hafði orðið œrið sjóveikur á peirri leið 1905 — en nokkrir danskir vinir mínir iofuðu að biðja um gott sjóveður, og nokkuð var það, að það var blíðalogn þriðjudagsmorguninn 17. ág. er eg sigldi frá Friðrikshöfn til Krist- ánssands. Það fer skip á liverjum morgni milli þeirra borga. Áður en brautin kom milli Kristianiu og Borgen fóru Hafnarbúar, sem ætluðu til Vestfjarða í Norvegi, að lieim- an um náttmál með eimlestinni og voru komnir um dagmál morguninn eftir til Frið- rikshafnar og um náttmál samdægurs til Kristjánssands, en þaðan cr 15 tíma forð til Stafangurs og þaðan 10 tima ferð til Björg- vinar. „Skilaðu kveðju til ömmu okkar“, sögðu nokkrir islenzkir stúdentar í Höfn við mig fyrir 9 árum or eg þá var að fara til Nor- vogs, sömu loið og nú. Eg skildi ckki þau orð fyililega, er eg reykaði ó- Kveðja til kunnugur degi síðar um göt- hennar ömmu ur Kristánssands, þar sem okkar. hvert hús er úr steini, götur steinlagðar og lítt sést til fjalla, — og þá ekki fremur tveim dögum siðar, er Hall stiftprófastur frá Kristianíu sagði við mig á þilfari skipsins, er flutti flosta sunnanfuiltrúana á þjóðfund K. F. U. M. og K. F. U. K. í Björgvin 1901: “Þór voruð hcppinn að hafa með yður meðmæli danskra vina minna, nokkrir landar yðar hafa að undanförnu lcynt sig svo vor á meðal að nú þurfa íslendingar góð meðmæli í Norvegi“. Mér fanst þau ummæli ekki minna á nán- ar tengdir, og hafði ekki vanist þeim undan- farið ár í Danmörku, — en þegar eg kyntist betur, hafði farið um Sunnmæri, Norðmæri, Þrændalög og viðar, þá sá eg að sízt er furða þótt íslending í Norvegi komi aii og amma i hug. — Eg fór þaðau rúmum mánuði siðar gagntekinn af norskri náttúrufegurð, gagn- tekinn af löngun þess að sjá einhverntíma Fjallkonuna, móður mína, klædda skógum „ömmu" minnar. Eg kom aftur 4 árum siðar til Norvegs (1905), þá var vor í hjörtum safnaðanna, og vor í hjörtum þjóðarinnar trúarvakningin milda í liöfuðborginni, þar sem þúsúndir manna lilustuðu daglega á Ljúfar endur- leikprédikarann Albert Lunde, minningar frá og ótal meun um alt land 1905. spurðu um leiðina til hæða, Það vóru nóg mcðmæli þá i Norvegi að geta leiðbeint ieitandi mönnum við eftirsamkomurnar. „Það er enginn guðleysingi í Norvegi um þessar mundir“, sagði Norðmaður við mig 6 vikum síðar suður í Berlin á aiþjóðafundi „Kristilegrar viðleitni“ þar sem Norðmenn og Svíar krupu saman til bæna gleymandi öllum stjórnmálaríg og þjóðahatri. — Og það virtist satt vera; þeir sáu það og sýndu það Norðmonn í sjálfstæðismálum síuum 1905, að betra er að treysta Guði on reiða sig á kon- ungana. — Það var ekki erfitt íslendingi að unna norskum þjóðernistilfinningum þjóðliá- tíðardaginn 17. maí 1905, eða 28. maí, er sú fregn barst um endilangan Norveg, að Svía og Norðmanna konungur liefði hafnað kon- súlalögunum norsku og sambandið með því rofið við Svía. Og enn eðlilegra var mér þó að biðja Dröttin allsherjar að sú stund mætti koma bráðlega að íslenzku fjöllin borg- máluðu svipaða æsku-söngva og sönginn þann, sem margir nývaknaðir æskumonn norskir sungu mér ógloymanlcga. Eg set hann hér bæði vogna efnisins og málsins, nýnorskunnar; lesendur vorir ættu að kynn- ast hvorutveggju.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.