Bjarmi - 01.05.1919, Blaðsíða 8
72
BJARMl
að heiminn fyrir hann, þann, er öllu
stjórni með orði máttar sins (Hebr. 1,
2.-3.).
Þar er hinum eingetna tyst fyrir
oss þannig, að hann sje almáttugt
orð Guðs, er Guð hafi eins og birt
með veru sína og framkvæmt ineð
því öll verk sín; það hafi verið 1
upphafi og verið hjá Guði — og ver-
ið Guð; allir hlutir sjeu fyrir það
gjörðir, og án þess væri ekkert til,
sem til er orðið (Jóli. 1, 2.—3. —
Hið eilifa Ijós hafi í honum skinið,
og þess vegna sje hann hið sannu
Ijós, er upplýsi alla menn (Jóh. 1,9.)
Kristna Icöllum vjer oss sökum þess,
að vjer álítum Jesúm Krist vera
þann aðal-hyrningarstein, er öll vor
trú sje á bygð, — sökum þess, að
vjer viðurkennum, að af engum öðr-
um sje bjálpræðis að vænta, því að
ekkert annað nafn sje mönnunum
gefið undir himninum, er oss megi
hólpna gjöra (Post. 4, 11. —12.). —
sökum þess, að vjer viðurkennum að
Guð haíi gefið honum það nafn, sem
er æðra öllum nöfnum, svo að fyrir
Jesú nafni skuli hvert knje beygja
sig, hvort sem eru á himni eða jörðu
eða undir jörðunni (Fil. 2, 9.—10.).
En hvað höfum vjer fyrir oss í
því, að auðsýna honum slíka lotn-
ingu? — Hvað hefðum vjer fyrir oss
í því, að heiðra Soninn eins og Föð-
urinn (Jóh. 5, 23.),
ef hann vœri vor jafningi,
ef hann vœri Guðs barn á sama hátt
og sjerhver af oss á að vera þaðlJ.
Og enda þótt hann væri langt fyrir
ofan okkur mennina, en væri þó
sköpuð skepna (eins og vjer), og ekki
œðri öllum hlutum, fyrri öllum hlut-
um og viðlialdari allra hluta, og væri
það ekki vilji Föðursins, að öll fylling
skyldi i honum búa (Kól. 1, 17.—19.),
og væri hann ekki kraflur Guðs og
speki (I. Kor. 1, 24.) og ætti hann
ekki alt, sem Faðirinn á (Jóh. 16, 15.)?
Vissulega fremdum vjer þá afguða-
dýrkun, er vjer beygjum knje vor fyrir
Jesú, þvi að vjer eigum að tigna
Drotlinn Guð vorn og þjóna honum
einum (Matt. 4, 10).
Sje þjer, maður, alvara að kalla
þig kristinn, og hafirðu satt að mæla,
er þú kallar þig svo, þá kemur, það
til af því. að þú þekkir engan, er þú
getir aðhyllst, nema Jesúm Krist, því
að hann hefir orð eilífs lífs (Jóh, '6.
68.). Þú kallar hann því Meistara og
Frceðara og kannast við, að Kristur
sje einn leiðiogi vor (Matt. 23, 10.).
En hvað hefir þú fyrir þjer í því, að
meta hann einan meir en alla aðra, —
láta leiðast af orðum hans eins og
af Guðs orðum, — láta hann leggja
hömlur á reykular hugrenningar þín-
ar og þora ekki að brjóta þau boð-
orð, sem hann hefir sett þjer? —
Hvað hefðir þú fyrir þjer í þessu,
nema að hann sje þannig sameinaður
Föðurnum, að liann sje honum jafn-
frjáls af hverskonar villu og allri
synd — og nema þau orð, sem vjer
heyrum, sjeu ekki lians orð, sem
manns, heldur Föðursins, sem sendi
hann (Jóh. 14, 24.)? — Hvaðan hefir
þú fengið þá sannfæringu, að hann
sje vegurinn, sannleikurinn og lifið
(Jóh. 14, 6.), ef þú ekki trúir því,
að enginn þekki Föðurinn, nema
Sonurinn og sá, er Sonurinn vill op-
inbera hann (Matt. 11, 27)?
Pú kallar Jesúm Frelsara. Og svo
var hann kallaður, af því að hann
átti að frelsa lýð sinn af syndum
hans (Malt. 1, 21.). Þú segir, svo
framarlega sem þú ert kristinn, að
hann sje /riðþœging synda vorra, og
þó ekki að eins vorra, heldur og
synda alls heimsins (I. Jóh. 2, 2).
1) Sbr. t. d. I. Jóh. 5, 1.—5.