Bjarmi - 01.05.1919, Page 13
BJARMI
77
segja eöa hlýöa á sögur frá æskuárunum
á Islandi.
Betel stendur alveg viö Winnipegvatn-
ið, og svalirnar og aðalgluggarnir snúa
að vatninu — og aö íslandi. Pað sjest
ekki yfir vatnið, og pvi belur minnir pað
á að »fyrir handan hafið«, er æsku-
drauma landið, »gamla ísland«, sem gamla
fólkið sjer ekki framar, en »fyrir handan
hafið« er einnig Jerúsalem, fyrirheitna
landið, — og þangað liggur leiðin heim.
Eitt var það samt, sem mjer var óþægi-
legt umhugsunarefni, er jeg kom i Betel,
— og það var að hugsa um, að ekkert
slíkt heimili væri til á íslandi.
Þvílíkt dæmalaust framtaksleysi hjá
oss, og fyrirhyggjuleysi hjá þeim sem þó
eru slíku hlyntir, að vilja heldur híða
áratugum saraan, en byrja í »smáum
stýl!«
Ef jeg yrði hjer framvegis, færi jeg að
reyna að gangast fyrir samtökum til fjár-
söfnunar í þvi skyni, og jeg er ekkert
hræddur um að fjeð mundi vanta, ef
vel væri byrjað. — En ekkert vildi jeg
við það eiga, ef ekki væri trygging fyrir að
liægt væri að l'á sar.nkristna forstöðif
konu, og fyrirtækið vær rekið algjörlega
í kristilegum anda. —
Mannúð er góð, en liún er ekki nægi-
leg lil að hjálpa gömlu fólki til að bera
þraulir elljnnar með bros á vanga. Gam-
almennahæli á eklci að vera til fordildar
nje atvinnufyrirtæki fyrir cinstaklinga,
nje heldur fyrst og fremst til hægðar-
auka fyrir sveitafjelög eða fátækranefndir,
heldur þarf það urn fram alt annað að
vera »forgarður að paradís« fyrir gamla
fólkið.
S. A. Gislason.
Kirkiumálastefna Bolsjevika.
Grísk-kaþólska kirkjan var ríkiskirkja
Rússlands uns keisaranum var steypl frá
völdum. Evangeliskir trúarflokkar hafa
sætt þar margskonar ójöfnuði og ofsókn-
um, og trúarbragðafrelsi var tiltölulega
nýtt og litið meira en á pappírnum. —
Samt voru Rússar taldir mjög trúræknir
»á sína visu«, en saman við trúræknina
blönduðust margskonar hindurvitni, prest-
arnir voru margir mentunarsnauðir og
drykkfeldir, og furðu lítið af lifandi
kristindómi innan rikiskirkjunnar, þótt
kirkjurækni væri sæmileg.
Það var því ekki við því að búast að
byltingarflokkur sá, sem nú ræður mestu
á Rússlandi, jrrði sanngjarn í kirkjumál-
um. Er hjer stefnuskrá lians í trúmálum
og athugasemdir á eftir sem sr. Guttorm-
ur Guttormsson i Minneota skrifar í
febrúarblað Sameiningarinnar.
Slefnuskráin hljóðar svo:
1. Kirkja og riki skulu aðskilin.
2. Blátt bann skal lagt við þvi, að
nokkursstaðar í lýðveldinu rússneska sje
samin, i bæjurn, sveitum eða fylkjum,
nolckur lög eða reglugjörðir, er skerði,
eða takmarki samviskufrelsi manna á
nokkurn liátt, eða veiti nokkrum mönn-
um sjérstök hlunnindi eða forrjettindi
fyrir þá sök, að þeir sjeu áhangendur
vissra trúarflokka.
3. Hverjum borgara skal frjálst að jála
hvaða trú, sem hann vill, eða alls enga,
ef honum svo sýnist. Sjerhver rjettinda-
skerðing í sambandi við játning einhverr-
ar trúar, eða engrar trúar, skal afnumin.
4. Engar guðsþjónustur eða trúar-
bragðasiði má hafa um hönd i sambandi
við nokkra athöfn stjórnarinnar eða opin-
berra stofnana.
5. Heimilt skal öllum trúarvenjum og
tilbeiðslusiðum, að fara fram óhindruð-
um, ef ekki spilla friði og góðri reglu,
nje sýna af sjer nokkur tilræði við lýð-
veldið eða rjettindi þau, sem borgarar
þess njóta. Skulu undirstjórnir hafa alt
eftirlit með höndum í þessu efni.
6. Enginn má neita að inna af hendi
borgaraskyldur og bera fyrir trúarbragða-
skoðanir. Þó mega dómstólar fólksins í
einstökum tilfellum veita undanþágu frá
þessu lagaákvæði, með þvi móti, að ein
þegnskylda komi fyrir aðra.
7. Eiðar skulu afnumdir. í stað þeirra
komi hátíðleg heit eða staðhæfiugar.
8. Öll borgaraleg starfsemi skal vera í
höndum ríkis, en ekki kirkju; svo sem
skrásetning fæðinga, giftinga, o. s. frv.
9. Skóli og kirkja skulu aðskilin. Blátt
bann liggur við, að nokkur trúarskoðun
sje kend í ríkisskólum, eða öðrum ríkis-
stofnunum, nje heldur í nokkrum »prívat«-
skólum, þar sem kend er almenn fræði.
Þó mega borgarar leggja slund á trú-
fræði, og kenna hana »prívallega«.
10. ÖII fjelög, kirkjuleg eðn trúarleg,