Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.05.1919, Qupperneq 15

Bjarmi - 01.05.1919, Qupperneq 15
BJARMI 79 indum trúarinnar, að hún má ekki eiga skýli yfir sig, og verður að þiggja bæði húsnæði og helgiáhöld að láni hjá vers- legi stjórn. -- ------------------------^ Raddir almennings. ^=.. ............................ Samtal. Ert þú að kveðja mamma mín hvert muntu halda ferð? Jeg sje að blikna brosin þín; þig bugar dauðans sverð. O, gröfin! skal hún gæta þín? »Hún geymir að eins hold, til himins svífur sálin min þó sveipist líkið mold«. Jeg veit hvert ferðu, mamma mín, því má jeg gleðjast af; það blikna aldrei brosin þín, þú bendir mjer um haf. Mjer finst þá liyljast hugarsýn og horfin öll mín skjól, jeg sje livar bliði bjarminn dvín af bernsku minnar sól. »0, hræðstu ei, mitt blíða barn, þótt brautin verði grýtt, því ávall logar ljós um hjarn, það ljós er skærl og hlýtt«. ^Það ljós er Herrans líknarsól það lýsir þinni önd; í helgri bæn þitt frelsi fól jeg föðursins á hönd.« ./. M. ^Jndir lestn á páskadag. Kristur Guðs son, jeg þakka þjer þarf mig ei synd að liræða; því lífið þitt út til lausnar mjer 'jest þú á krossi blæða. Ranglæti heims og hatrið verst újer vil jeg með þjer líða; Rú sem sjerð hvað mjer þjenar best, þvi vil jeg hugrór biða. Jeg veil minnar æfi kemur kvöld, þá kallar mig burtu dauðinn; þú, sem barst heimsins glæpagjöld, gefur mjer sælli auðinn. rr — ^ Hvaðanæfa. ......■—........ — —'j Heima. 19. apríl voru talin saman atkvæði úr Helgafells-, Stykkishólms- og Setbergs- prestaköllum. 1 Stykkishólmi er kosinn Ásgeir Ásgeirsson í Hvammi með 183 akv. Sig. Ó. Lárusson cand. theol. fjekk 136 atkv. og sira Böðvar á Rafnseyri 5 atkv. Að Setbergi er kosinn síra Jósef Jóns- son með 83 atkv. Sira Ólafur Stephensen fjekk 30 atkv. Kosningar eru lögmætar á báðum stöðum. Síra Sigfús Jónsson á Mælifelli hefir sótt um lausn frá prestsskap, er orðinn kaupfjelagssljóri á Sauðárkrók. Síra Por- Bénediktsson i Landeyjum hefir sömu- leiðis sótl um lausn frá prestsskap vegna heilsubilunnar. Prestlaunamálið er loksins að kom- ast á dagskrá. Síra Guðmundur prófastur í Ólafsvík, hefir sýnt fram á í Lögrjettu með glöggum tölum, hvað fráleit launa- kjörin eru nú, og heyrst hefir að lijeraðs- fundur á ísafirði hafi krafist þess, að launin yrði minsta kosti tvöfölduð. En nú er eftir að vita hvernig meiri hluti kjósenda, sem vanrækir alveg kirkju- ferðir fiesta sunnudaga ársins, lítur á málið. Vera kynni að ýmsir úr þeim hóp líli á málið svipað hónda einum, sem var lijer um árið að sýna mjer með tölum, að prestarnir »sem hann þekti«, fengju hærri borgun en flestir aðrir fyrir störf sín. »Peir messa alls ekki oftar en 20 sinu- um á ári að jafnaði, — söfnuðurnir kæra sig ekki um fleiri messur«, sagði hann, »og það er bærileg borgun að fá 65 til 75 kr. fyrir hverja raessu«. —

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.