Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1919, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.12.1919, Blaðsíða 4
180 BJARMl kollinn á Ellu, sem ókyrðist og vildi fara til mömmu sinnar. »Og hvar sem jeg sje barn, þar uni jeg mjer best. Hvað heitirðu, elskan litla?« »Ella! Ella litla«. »það er fallegt nafn. Sjáðu til, Ella mín. Nú er jeg að ferðast um föðurlandið mitt, sem jeg befi ekki sjeð fyr. Er það ekki skrítið. Og þess vegna er jeg klaufi að tala íslensku? Þú skilur mig samt? Golt og vel. Börnin skilja mig æfin- lega. — Ætlarðu nú að fara frá mjer? Æ, nei, sittu í fanginu á mjer svo lítið lengur. Ef þú visnr hvað mjer þykir gaman að sitja undir þjer! Hvað heilir mamma þín? — Og pabbi?« »Jeg veit það ekki«, svaraði Ella og leit til móður sinnar, sem setti dreirrauða. »Fyrirgefið þjer, frú«, sagði konan þá og leit til Guðríðar. »þjer eruð móðir hennar, og eruð víst ekkja. Ó, fyrirgefið þjer mjer, hvað jeg er nær- göngul við ykkur. Jeg er að bíða eftir manninuin mínum og fylgdar- manni okkar, þeir fóru heim að bæn- um þarna, til að Játa járna hestana, en jeg vildi heldur halda áfram, og svo kom jeg auga á hana þessa litlu stúlku«. Hún var að hoppa um mó- inn, og mig sárlangaði svo lil að sjá hana betur. Jeg hefi líka átt litla stúlku. Hún andvarpaði og þagnaði svo sem snöggvast.---------»Jeg misti hana — hún dó frá mjer. Jeg kall- aði hana Stellu — það þýðir stjarna, og hún var alveg eins og björt stjarna, og þessi litla stúlka minnir mig svo mikið á hana. Hefði hún lifað og orðið eins slór og þú, þá hefði liún haft svona augu, svona brosbolla í kinninni sinni, og svona bjart lokka- safn. »Hún þagnaði aftur og þerraði af sjer tárin sem glitruðu í augum hennar, — »Stella mín kemur ekki aftur, og alt er svo tómt síðan hún fór. — þjer gelið auðvitað eklci skil- ið það, frú þjer sem sífelt eruð vafin sólskini« — hún kysti á kinnina á Ellu litlu, — »því þú ert sólskin, Ella«, sagði hún. Jeg verð að biðja hana mömmu þína að fyrirgefa mjer hvernig jeg læt við þig, en mjer er einhver svölun í því að kyssa á kinn- ina þina og finna mjúku hendina þina í lófa mínum. En nú verð jeg að kveöja þig. Þeir fara að koma. Vertu sæl, indæla barnið mitt, ætl- arðu að muna ofurlítið eftir mjer. Fyrirgefið þið. Jeg er víst ólík íslensku konunum, eins og Hvatur segir. Þær eru fáorðari. Þær geyma betur hugs- anir sínar. En nú er hesturinn minn farinn frá mjer«. Guðríður náði hestinum fyrir hana og hjálpaði henni á bak. Hún hall- aði sjer fram á makka hestsins og rjelti Guðríði hvíta, smáa hönd. »Þjer eruð hrygg á svipinn«, sagði hún innilega. »Þjer berið sorg í hjarla yðar. Guð huggi yður. Hann getur huggað okkur öll«. Að svo mællu sneri hún aftur niður á veginn. Guð- ríður stóð lengi í sömu sporum og horfði á eftir þessari einkennilegu konu, sem livarf jafn skyndilega og liún kom. »Er þetta góð kona, mamma?« spurði Ella iitla allt í einu. »Það hugsa jeg helst«, svaraði Guðríður hægt, og um leið hljómuðu kveðjuorð konunnar í eyrum henn- ar: »Guð huggi yður«. »Er hún ekki rik, mamma?«. »Jeg veit ekki. Hana vantar eflaust eitthvað, eins og okkur öll«. »Má jeg gefa henni eillhvað?« »Þú átt nú lítið til að gefa, Ella mín«. »Jeg vil gefa henni lokk af mjer«. sagði Ella í ákveðnum róm. »Klipptu hann úr hárinu mínu, með vasa- skærunum þínum, svo skal jeg hlaupa á eftir henni og fá henni liann. Sjerðu

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.