Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1919, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.12.1919, Blaðsíða 5
B J ARMI 181 hvað hún fer hægt, og hún er altaf að líta við. Mamma, hún á eitthvað bágt þessi kona«. Guðríður taldi Ellu ofan af því og réyndi að sýna henni fram á hvað það væri barnalegt að fara að elta konuna með hárlokk af ókunnugu barni. En Eila Ijet sig ekki. Og loks varð mamma hennar við ósk henn- ar, og hún hentist á harða spretti á eftir konunni, sem reið fet fyrir fet um ógreiðfæran móinn. Guðriður fór nú að eltast við lömb- in, sem voru komin víðsvegar og gaf því för Ellu engar gælur. Að stundarkorni liðnu kom hún aftur með sigursvip á andlitinu. »Viltu vita hvað hún gaf mjer mamma, sjáðu, það er reyndar mynd af henni og Stellu litlu og pabba hennar. Hún sagðist ekki hafa neilt annað hjá sjer til að gefa mjer, og jeg yrði að sýna þjer myndina, svo þú gætir sjeð að það væri saltsem hún sagði, að jeg væri lík litlu stúlkunni hennar sem dó«. Og Ella rjetti mömmu sinni myndina. »Svo sagði hún að jeg væri besta litla stúlkan í heiminum og hún kysli hárlokkinn og stakk hon- um í myndaveskið sitt, — og svo spurði hún mig hvort hún mætti eiga mig — en jeg sagðist ekki vita það. Vilt þú að hún eigi mig, mamma?« Og Ella leil nú á mömmu sina, sem var farin að skoða mynd- ina í krók og kring. »Er ekki myndin falleg mamma? Þetta er konan sjálf, þetta er litla Slella. Ó, hvað hún er sæt. Von er nú að konan sakni hennar. Og þetta er pabbi hennar Stellu: Þykir þjer hann fallegur, mamma?« Guðríður svaraði engu orði. Hefði Ella litla verið eldri og reynd- ari hefði henni ekki dulist það hve mikil áhrif mynd þessi hafði á móð- ur hennar, Þá hefði hún sjeð svip- breytingarnar á andliti hennar, og furðað á því að sjá móður sína tár- fella yfir mynd af ókunnugu fólki. Ef til vill hefði hún þá spurt: »Af hverju ertu að gráta, mamma?« — En Ella litla var barn og spurði einkis, þó henni þætti heldur miður, þegar mamma hennar stakk mynd- inni i vasa sinn og sagði óvenjulega stutt í spuna. »Það er best að jeg geymi þessa mynd fyrir þig«. Um kveldið var Egill að segja konu sinni frá geslunum, sem höfðu komið um daginn. Fylgdarmaðurinn hafði sagl lionum að hann væri að fylgja læknislijónum frá Ameríku, Konan væri íslensk að ætt, en fædd og upp alin í Vesturheimi. Hún væri rík og væri nú að skoða æltjörðina ásamt manni sínum, sem hálfvegis væri að hugsa um að ílengjast eitt- hvað hjer heima. Konan væri »eitt- hvað undarleg«, hafði Jón fylgdar- maður sagt. Hún hefði mist barn og veikst ákaflega um sama leyti, og hefði svo veikin og sorgin lagst á geðsmuni hennar. Annars bar hann hjónunum besta orð, og rausnarlega fórst þeim við hann með kaupgjaldið. «Hvað heitir maðurinn?« spurði þórunn, þegar Egill var búinn að segja henni aðal frjettirnar af hjón- um þessum. »Jón nefndi hann Hvat. Ætli það sje ekki ættarnafn, dregið af Sighvat- ar nafni. Jón hjelt helst að svo væri. Nú orðið nota svo margir ættarnafn, þó sum þeirra sjeu lítill ættarsómi. það er gjörfilegur maður, þessi Hvat- ur«, bjelt Egill áfram«. »Jeg leldi það góðs viti fyrir okkur hjer, ef hann seltiisl að hjer í sveitinni. »Ætli þessu fólki þyki ekki sveit- in okkar helst til afskekt?« sagði Þórunn. »Ekki var það að heyra á Jóni«, svaraði Egill. »Hann hjelt að konan hefði best af því að vera sem

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.