Bjarmi - 01.12.1919, Blaðsíða 13
B JARMÍ
189
stuttum formálum, annar eftir dr.
Alex. Jóhannesson og hinn eftir
Guðm. Finnbogasou. Nokkur brjef
frá síra J. Þorl. og til hans. Ljóð-
mæli um síra J. F’orl. og kveðskap
hans, og ljóð til hans. Loks skrifar
dr. J. t\ um útgáfur ljóðmæla J. í\
og um skáldskap hans.
Bjarmi leylir sjer að mæla hið
hesta með bók þessari við alla hugs-
andi menn, sem ant er um minning-
ar feðra sinna. Ferskeytlur síra J.
t*orl. eru sumar algengar enn víða
um land, þótt stundum sjeu þær af-
bakaðar. Millon og Klopstock eru í
fárra höndum og lílt lesnir, en þó
ólíkt efnismeiri en margt nútíðar ljelt-
meti, og væri vel, ef sýnishornin gælu
vakið löngun til frekari lesturs. Um-
sögn síra Einars í Saurbæ, í brjefi
til Jóns Sigurðssonar 8. febr. 1844,
um ræðngjörð og embæltisverk síra
J. Þorl. og dómgreind sóknarmanna
lians í þeim efnum, er íhugunarverð
enn í dag, — og sama má segja um
ýms Ijóð J. Þorl,, þótt rnörg þeirra
sjeu eðlilega úrelt orðin nú.
Það er enginn ellibragur t. d. á
þessum erindum úr Sæförinni:
Stórraektugur í engli og ormi
cinn pú vottast sanni Drottin!
Alt eins gildir veraldar-veldi
og vetrarlauf í pinum metum;
ólgu stillir stoltrar bylgju,
stormur hvín að boði þínu;
geislar þínir gylla krónu,
gylva fellir stól að velli.
Pú, sem eilíft endaleysi
í þjer lykur, með þjer stikar!
þú, livers veran ein er ærið
undarleg og stór að grunda!
gjörvöll spekin gjörist reykur
gufan tóm fyrir þínum ljóma,
háleit sunna! það af þinni
þornar skoðun eins og froða.
Kvæði eftir Jón Pórðarson Tlior-
oddsen. Önnur útgáfa, aukin. Khöfn
1919. Kostnaðarmaður Sigurður Krist-
jánsson.
»Mjer þykir verst að geta hvergi
fengið Ijóðabók Jóns Thoroddsens«,
sagði amerískur íslendingur er var á
ferð hjer á landi í vor sem leið. Nú
er bætt úr þvi, og verða vafalaust
íleiri fegnir en hann, því fyrri útgáf-
an var löngu uppseld, og hundrað
ára afmæli skáldsins var síðastliðið
haust (f. 5. okt. 1819, d. 8. mars
1868).
En unga fólkið sem gleypir »Pilt
og slúlku« og »Mann og konu«, vill
kynnast höfundinum sem best. Það
kann vitanlega flest: Ó, fögur er vor
fósturjörð«, »Vorið er komið og grund-
irnar gróa«, og »Hlíðin mín fríða«,
en skáldið á mörg íleiri kvæði sem
vert er að kynnast. Háðkvæðin lians
eru smellin og nöpur, þólt þau deyji
miklu fyr en ættjarðarljóðin, og beina-
kerlingavísum og klúryrðum hefði
mátt sleppa. Oskiljanlegt hvers vegna
verið er að prenta slíkan óþverra eft-
ir látna merkismenn, þótt á þeirn
ósið beri í báðum þessuin ljóða-
bókum eins og fleirum. En vel má
muna, að stundum snertir skáldið
alvarlega strengi trúarinnar eins og
í kvæðinu: »Hvað huggar?«
í fyrsta erindi þess spyr hann:
Pegar egg dauðans blá,
sú, er alt bítur á
ljúfan ástvin oss höggur frá siðu.
Hvað mun hugga oss þá?
hver mun liðsemd oss ljá,
sárið lykja með hendinni blíðu?
Ekki heimurinn, nje vinir vorir, seg-
ir höf. í næslu erindum, en bætir
svo við í 5. erindi:
Það er trúin á Krist,
þann er fræddi oss fyrst,
og sem ferlegan sigraði dauða,
sem fær hjartanu dug,
veitir liuganura ílug
svo vjer hræðumst ei skamma stund
nauða.