Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1919, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.12.1919, Blaðsíða 10
186 B J A R M I Gyðingar, hvítskeggjaðir Talmud-öld- ungar, nýbakaðir stúdentar, feitlægn- ir bankastjórar og vestrænir doktor- ar; ólíkir voru þeir í útliti en allir rjettu þeir samhuga hægri hönd til hæða, er þingheimur mælti á he- bresku: »Ef jeg gleymi þjer Jerú- salem, þá visni mín hægri hönd (Sálm. 137,5). Ekki tókst auðmönnum Gyðinga að kaupa Gyðingalatrd af Tyrkjum, en þó fengu þeir ívilnanir um inn- flutning til landsins, og hafa síðan myndast Gyðingabygðir hjer og hvar á fornum slöðvum þar eystra, orðn- ar yfir 40 nú. Zíonistaþing hafa ver- ið haldin nærri árlega síðan, en eftir dauða Herzls vildu sumir stofna Gyð- ingariki einhversstaðar annarsstaðar þar sem stjórnarfar væri betra en í löndum Tyrkja, en ekkert varð þó úr því. Frain að ófriðnum mikla var Gyð- ingum að smáfjölga í Landinu helga, voru orðnir um 120 þúsundir, og mælti um helmingur þeirra á he- breska tungu. Hebreskir mentaskólar voru komnir í JaíTa og Jerúsalem og barnaskólar víðsvegaf um Iand. En alls eru Gyðingar taldir um 137* milljón, svo að tillölulega voru þeir fáir, sem »heim« voru fluttir. Og þar sem íbúar Palestínu voru taldir 600 þúsundir, voru þeir heim- fluttu ekki nema 76 hluti íbúanna. Ófriðarárin fækkaði þessum Gyð- ingum um helming, margir flultu til Egyptalands og fleiri íórust lieima af hungri, drepsóttum og ofsóknum Tyrkja. Yfir liöfuð voru þau ár afar eifið Gyðingum, þar eð 6 milljónir þeirra bjuggu í þeim bjeruðum Rússlands, sem lierir stórveldanna brendu og brældu. I’eir urðu að berjast nauðug- ir hvorir gegn öðrum, og sættu auk þess og sæta enn á þeim slóðum sví- virðilegum ofsóknum bæði hjá Pól- verjum og Rússum. Er svo talið að 4 miljónir Gyðinga hafi mist heimili sín. En síðan Allenby, hershöfðingi Englendinga, tók Jerúsalem (11. des, 1917) úr hönduin Tyrkja, hafa vonir Gyðinga snúist að Palestínu fremur en nokkru sinni fyr. Kristnum mönn- um þótti eftirtektarvert hvernig sú »hertaka« varð, sbr. það sem áður er um það sagt hjer í blaðinu. Og lærðir Gyðingar færðu rök fyrir því, að það hefði einmilt verið sama dag- inn og Makkabear tóku borgina 2000 árum árum áður (sbr. I. Makkab. 5. kap.). Undir eins og Englendingar voru búnir að laka Palestínu, gjörðu þeir stórfeldar umbætur bæði í stjórnar- fari og landbúnaði þar í landi og buðu alla Gyðinga velkomna. Viður- kendi friðarfundurinn í París þá ráð- stöfun þeirra og samþykti að óskum Zíónista, að Palestína skyldi verða sjerslakt Gyðingalýðveldi undir yfir- stjórn stórveldanna. Fulltrúar Zíó- nista símuðu daginn sein það var samþykt, 27. febr. þ. á. til Zíónista- þings í Lundúnum, að þessi dagur væri merkasti dagur í sögu Gyðinga síðan Rómverjar ráku þá úr landi. Hebreskur háskóli var stofnaður í Jerúsalem í fyrra sumar, og tölu- vcrðir innfiutningur þegar byrjaður, en Arabar sem búa fyrir í landinu, láta illa yfir Gyðingainnfiutningi, og mun ekki veita af stjórnsemi Eng- lendinga til að komist verði hjá nýj- um ofsóknum þar eystra. t*essi heimflutningur Gyðinga lil »gamla landsins« er lang eftirtektar- verðastur fyrir þá sök að spámenn gamla testamentisins spáðu um hann endur fyrir löngu, og endurkoma Krists í biblíunni er selt í samband við heimför Gyðinga og afturhvarf þeirra til Krists. (Frh.)

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.