Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1919, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.12.1919, Blaðsíða 7
B JARM I 183 heldur lítið, er henni væri samkynja. Og litaðist hún um á heimilinu okk- ar, þar sem uppspretta gleðinnar ætti að vera einna hreinust, skyldi hún ekki stundum verða þar fyrir vonbrigðum? Og yrði henni litið inn fyrir dyr sumstaðar í hinni svoköll- uðu kristilegu kirkju, mundi þá ekki fara á sömu leið? Gleðiþráin virðist þó vera með- sköpuð öllum mönnum. Við sjáum það íljólt hjá börnunum, hve gleðin er þeim mikil lífsnauðsyn, og hve sjaldan þeim verður ráðafátt með að fullnægja gleðiþrá sinni. Fullorðið fólk finnur líka margt upp til að svala gleði og skemtanaþránni, og kemur það í Ijós í ýmsum myndum, — sumum allkynlegum. Fara þær mikið eflir því, hvernig uppeldi og ýms utanaðkomandi áhrif hafa lagað eða aflagað og mótað gleðihæfileik- ann. Hjá mörgum er hæfileiki þessi kominn svo langt frá sínu upprunalega eðli og ákvörðun, að hann er orðinn að heimskulegri ljettúð og frekjulegri skemtanafíkn. Og dómgreind í því efni, hvað sjeu hollar og góðar skemt- anir, kemur stundum ekki til greina. Væri saga skemtananna rituð, mundi hún bera þess ljósan vott, hve hræði- lega gleðihæfileiki manna hefir oft verið troðinn ofan í sorpið, meira að segja snúið upp í dýrslega grimd. Og þótt þetta hafi smátt og smátt breyst eftir því sem siðir og venjur hafa mildast, þá lít jeg svo á, að við eig- uin langt í land ennþá með að hæfi- leiki þessi fái að njóta sfn alment á rjettan hátt. »GIeðjið yður«! Það er þó eins og þelta sje einskonar áskor- un skaparans til mannanna. Við sjá- um það skráð á blöðum hinnar helgu hókar, og öll náttúran endurómar þetta daglega. Og sumir rithöfundar eru farnir að taka sterklega í sama strenginn1). Og ölluin kemur okkur saman um það, að gleði og hamingja sjeu eftirsóknarverðuslu gæði lífsins. En við erum oft svo fljótfærin, og leitum því oft langt yfir skamt að þessum gæðum. Við látum svo oft sjónhverfingar glepja okkur sýn, og töpum við það tíma og kröftum. Við hyggjum okkur stundum geta keypt gleðina á hinum og þessum skemti- slöðum. En hún gengur ekki kaup- um og sölum. Við eigurn þenna dýr- grip sjálf; höfum fengið hann gefins. við þurfum aðeins að koma lionum í ljósmál og láta hann aukast í dag- legri starfsemi okkar og umgengni. Þetta má ekki skiljast þann veg, að jeg hafi á móti skemtunum. Jeg tel þær mikið fremur nauðsynlegar, þeg- ar þær eru þannig úr garði gerðar, að þær hafa holl og góð áhrif, og auka starfsgleði manna um leið og þær veita hvíld og unað, því að eftir hinar hraðfleygu skemtistundir, bíður, sem betur fer, flestra starf og strit í einhverri mynd, og stundum er svo skuggsýnt á starfsviðum þessum, að vel væri ef skemtanirnar tækju þátt í því að veita þangað yl og birtu. Jeg mintist áðan á starfsgleðina, því hún er óefað móðir allrar sannr- ar gleði og hamingju. Er hún að aukast, eða er henni að hnigna með- al okkar? Þetta ætti að vera eitt af hinum brennandi íhugunarmálum hins líðandi tíma. Hjer er ekki rúm til að gera grein fyrir því hvernig jeg lít á þetta mál. En í sambandi við þetta dettur mjer ýmislegt í hug frá liðn- um tíma. Jeg minnist nokkurra gam- alla kvenna, sem aldrei gátu verið iðjulausar. »Lánið þið mjer eitthvað til að halda á, mjer til skemlunar«, 1) Sjá bækur 0. S. Marden, ummœli liugtækningamanna o. fl.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.