Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.10.1920, Page 6

Bjarmi - 15.10.1920, Page 6
158 BJARMI »Sko hana þessa!« sagði annar þeirra og hló. »Sú hefði nú átt að hafa vit á að sitja heima«. »Það er satt«, svaraði fjelagi hans. »Sjerðu til! Nú detlur hún endilöng. Ha, ha, ha!« »Hlæðu ekki að því, hún hefir ef- laust meitt sig. Komdu, við skulum hjálpa henni«. »Jeg má tæpast vera að því, jeg heíi öðru að sinna. Far þú einn, úr þvi þú ert svona brjóstgóður«. Það skildi með þeiin fjelögum, og fór annar þeirra leiðar sinnar, en hinn gekk að gömlu konunni. Það var auðsjeð að hann var ung- ur, þrátt fyrir það þótt ýmislegt í útliti hans bæri þess vottinn að hann mundi þegar vera búinn að troða barnaskóna sína að ýmsu leyli. Svip- ur hans var kærulaus og kuldalegur, en þó mátti, væri vel að gáð, ráða í að inni fyrir byggi enn þá hlý hugul- semi, þegar því væri að skifta. Hann laut ofan að konunni sem lá hreyfingarlaus á svellinu. »Meiddirðu þig mikið?« spurði hann vingjarnlega. Konan svaraði engu orði. »Ætli hún sje hreint og beint dá- in, eða er þetta yfirlið?« tautaði pilt- urinn við sjálfan sig og fór að reyna ' að hreyfa konuna. Honum var það ofvaxið, og honum graindist nú mjög er liann hugsaði til fjelaga síns, er hlaupið hafði á brott án þess að skeyta um konuna, sem svo mjög var hjálparþurfi. Mann noklcurn bar þar að í sömu mund, og skömmu síðar tókst þeim báðum að koma gömlu konunni i bifreið, sem fór þar um. Það vissi enginn þeirra hvar hún átti heima, og löldu Jiví ráðlegast að fara með hana til sjúkrahússins. Pilturinnbauðst til að sitja hjá henni og styðja hana. Konan rankaði við sjer á leiðinni þangað og reyndi til að láta þakk- látsemi sína í ljósi við unga mann- inn ókunna, sem hafði komið henni til hjálpar. Þeir mættust um kvöldið fjelag- arnir, og varð fremur fátt um kveðj- ur með þeim. »Hvernig fór með kerlinguna? Þú hefir víst bjargað henni, var ekki svo?« »Þjer að þakkalausu kom jeg konu aumingjanum til sjúkrahússins. Það mátti ekki tæpara standa, skal jeg segja þjer. Jeg spái að hún eigi ekki langt eftir«, »Já, já! Þú ert svolítið hátíðlegur yfir þessu, lagsi! En hvert ertu að fara núna, með leyfi að spyrja?« »Til prestsins«. »Til prestsins! Þú til prestsinsk og fjelagi hans skellihló, »Þú mátt hlæja að því ef þú vilt. Mjer er alveg sama«, »Má jeg verða samferða?« spurði fjelagi hans glottandi. »Erindi okkar eru líklega töluvert ólík, úrþvíþúert að finna prestinn«. »Jeg held þú megir labba með mjer«. »Ratarðu til prestsins?« »Nei, jeg er óvanur við að heim- sækja þessháttar menn, en jeg vona að jeg finni húsið hans samt, þó það sje farið að skyggja«. »Jeg skal fylgja þjer þangað, jeg rata síðan jeg sótti hann til þess að skíra krakkann, sem mjer var gefinn i fyrra, ha, ha, ha! Og þarna er hús- ið. Á jeg að bíða eflir þjer?« »Þú um það«. Hann gekk hvatlega upp stíginn að húsinu og knúði dyrnar. Að vörmu spori kom aldurhniginn maður til dyra, sem hann þótlist vita, að mundi vera presturinn.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.