Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.04.1921, Page 15

Bjarmi - 01.04.1921, Page 15
BJARMI 79 /7 ■■■ --------:.. Hvaðanæfa. ........ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ =6 Erlendis. Sven Lidman lieitir einn af fremstu skáldum Svía, þótt hanti sje ekki gamall enn þá (f. 1882). Hann hefir birt 4 ljóða- söfn og nokkrar skáldsögur, og ekki borið á neinum kristindómi í þeim. En nú virðist hann hafa alveg snúist til lif- andi trúar. í fyrra vor birti svenskt blað tvö ljóð eftir hann er heita »Bæn og fyrirheiti«. Pau vöktu afareftirtekt, af því þar er svo greinilega og vel kannast við lifandi' kristindóm. í þvi trausti að allmargir lesendurnir skilji dálítið í svensku, er hjer birtur kafii úr öðru ijóðinu: O salighet, o gátfullhct, o Kristi törnekrona som mer iin várldens visdom vel och varje synd kan sona. .tag tráder nu tit Korset fram ur dödens syndalánder, at gi min sjál Iiksom ett lamm i Jesu frálsarhánder. Allt smuts, all synd, allt lágt begár Ditt rena blod borttagit nár sont en krigsmann i Din hár Ditt kors som svárd jag tagit. Jag svár dig lydnad, ödmjukthet och trohet intill döden. Frán denna stúnd för evighet Du várder mina öden. Nu all min synd Du tagit har av fröjd vil hjártat gráta. Jag ár Ditt barn Du ár min far o saligheters gáta. Góð íslensk þýðing þessarar fögru játningar, væri Bjarma kærkomin. Tjaldbúðarmálið í Winnipeg. Eins og áður hefir verið skýrt frá lijer I blaðinu, töpuðu Únítara-sinnar málinu um kirkju Tjaldbúðarsafnaðarins, bæði fyrir undir og yfirrjetti, og hafa nú hætt við að áfrýja því til liæstarjettar. — En það er öðru nær en að það mál sje samt »út af dagskrá« hjá Iöndum vestra. Hjálmar Bergmann, lögmaður i Winni- peg, skrifar í febrúarblöð Lögbergs lang- ar greinar um það mál og kcmur þar margt i ljós fróðlegt fyrir alla, sem muna eftir dálitlu af þvi skjalli sem sum blöðin hjer í Reykjavlk báru á »frjálslyndu« stefnuna meðal landa vestra. Er hr. Hjálmar Bergmann manna best fallinn til að skýra málið frá sjónarmiði alvöru- manna innan nýguðfræðisstefnunnar. Náfrændi og aldavinur sira Fr. sál. Bcrgmans, meðal áhrifamestu manna í söfnuði hans, og sverð og skjöldur ný- guðfræðinga í málsókn þeirra út af kirkjunni á Garðar. Vitanlega er honum samt álasað nú og mældur með »spannarkvarða ofstækinn- ar« af þeim, sem sigla vilja fullum segl- um út í opinbera Únítara trú. islenskir Únítarar i Winnipeg vildu fyrir hvern mun að söfnuður síra Fr. Bergmans sameinaðist þeim. Náðu þeir Heimskringlu alveg á sitt vald í sumar sem leið, og skoruðu Únítarasinnar úr Tjaldbúðarsöfnuði þar á íslendinga vestra að leggja fram fje, til þess að þeir gætu haldið uppi stefnu sira Friðriks sáluga Bergmans og ste/nn kirkjunnar á Íslandi.') Jafnlramt skoruðu isl. Únítarar á ensku- mælandi trúbræður sina um styrk í löngu brjefi, sem H. Bergm. birtir í Lög- berg 3. febr. Par er mörg »rúsinan« sem ékki verður hjer talin, þó má uefna tvær: vKenningar pœr er síra Friðrik Bcrg- maiin jhitti og einnig voru boðaðar í söfn- uðunum, sem i sambandinu stóðu-J, voru i raun og vcrn Únítarakenningarv. Vinni þeir frjálslyndu í máli þessu (um kirkjuna) og nái að sarqeinast Únftörum, þá fylgja þeim fyrnefndir söfnuðir. Eins og við er að búast er hr. H. B. ekki sammála Únitörum i þessu. Hann segir: »Hvernig geðjast ný-guðfræðingun- um að því að láta slá því út, að kenn- ingar þær er sr. Friðrik flutti og einnig voru boðaðar í hinum ný-guðfræðissöfn- uðunum hafi í raun og veru verið Únítara- kenningar? Sjá þeir ekki, að með þéssu er ekki að eins sr. Friðrik, heldur líka allir fylgismenn hans, auglýstir annað- hvort sem erkihræsnarar, er ekki þori að játa sína rjettu trú opinberlega, eða þá sém þau útmetin flón að þeir liafi verið og sjeu allir Únitarar, en viti það hvorki nje skilji«. 1) Orðrjett úr grein H. B., en auðkent hjer til ihugunar. 2) P. e. nýguðfræðis- söfnuðirnir.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.