Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.09.1922, Qupperneq 4

Bjarmi - 01.09.1922, Qupperneq 4
156 BJARMÍ fjelagsrjettindi og hætti að iáta em- bættismenn og aðalsmenn hugsa fyrir sig og fara með öll opinber störf. — Og hvar sem trúarvakningar verða, þá taka trúaráhugamennirnir, vfgðir og óvígðir, að sinna trúmálum og efla þau alveg eins og aðrir áhuga- menn vinna sem sjálfboðaliðar að öðrum þjóðfjelagsmálefnum. Auknar samgöngur verða og til þess að trú- arhreyfingar berast fljótar land úr landi, og verður þess einkum vart, að enskumælandi þjóðir hafa mikil trúaráhrif á aðrar evangeliskar þjóð- ir. Frá Englandi og Bandarfkjunum kemur hvert kristilega alþjóðafjelag- ið á fætur öðru, seinni liluta síðustu aldar, eins og t. d. K. F. U. M. og K., sunnudagskólasamband, Kristileg viðleitni (»Christian Endeavor«), Ev- angeliskt bandalag, Kristilegt slúdenta- fjelag o. s. frv. En jafnhliða, og enda fyr, eru fram- komnar innlendar trúarvakningar í öllum lúterskum löndum öðrum en voru landi, og tekur þá áhugafólkið við alþjóðafjelagsdeildunum og færir þær í innlendan búning eftir slað- háttum og þjóðerniseinkennum. Alt þetta kristilega sjálfboðastarf áhugasamra presta og leikmanna, er á vorum dögum oftast nefnl einu nafni »/nnrí mission«, sje starfið rekið innan viðkomandi kirkjufjelags. F*að er svo nefnt lil aðgreiningar frá »ytri missíón«, trúboðsstarfi út á við, og þá sjerstaklega kristniboði í heiðn- um löndum. »Missión« þýöir á frum- málinu »sendiför«, en snemma á öld- um var farið að nota orðið sjerstak- lega um ferðalög í kristniboðserind- um og síðan um kristniboðið sjálft, en flytjendur boðskaparins kallaðir »missiónerar« (þ. e, sendiboðar). — Fegar t. d. kaþólsk kirkja sendir presta til að starfa í löndum próte- stanta, eru þeir nefndir missiónar- prestar, og starf þeirra ytri missión, og alveg eins trúboð reformertra í lúterskum löndum. Nafnið »innri inissíón« er miklu yngra, kom upp á Þýskalandi um miðja fyrri öld, og íar þá notað um líknar- og björgunarstarf, sem dr. Wichern i Hamborg geksl fyrir. Prjedikunarstarf leikmanna og sjálf- boðastarf presta var þá byrjað fyrir nokkru i Norvegi og Finnlandi og var aö byrja i Svíþjóð og Dansnörku, og tók það sjer þetta nafn. En eftir- tektarverl er og sýnir áhrif ytri at- vika, að þær hreyfingar og fjelags- skapur meðal Þjóðverja, sem er al- veg hliðstæður »innri missión« Norð- urlanda, vill ekki láta kenna sig við það nafn. Blankenborgar- og Gnad- auer-samböndin og píetistar í Wúrt- enberg eru ekki annað en »innri missión« að málvenju Norðurlanda- búa, en spyrji maður fólkið i þessum fjelögum sjálfum livort það sje »innri missiónar«-fólk, svarar það hiklaust: »Nei«, við erum »samfjelags-fóik« (»Gemeinschafts-fólk«) en ekki »stofn- anafólk«. — Sá fjelagsskapur, sem nefndur er »innri inissión« í þýska- landi starfar sem sje langmest að ýmsum liknarslofnunum, er strang- kirkjulegur, nolar harla lítið leik- menn tii að prjedika nema helst i stórborgum og er alveg stjórnað af prestum. »Samfjelags-fólkinu« þykir þessi »innri missión« hugsa all of lítið um vakningaslarf og þvi sje þar oflítið um lifandi trú. í þýskum fræðiritum er »innri- missión« skift i 5 aðalflokka: 1. Orða- og bóka-missión (prjedik- un, sálusorg, bóka- og hlaða-út- gáfa). 2. Starfið meðal barna og unglinga. (vöggustofur, barnaguðsþjónust- ur, vinnustofur unglinga, ungl-

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.