Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1922, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.09.1922, Blaðsíða 9
BJARMI 161 sonar miðils, t. d. þegar handleggur- inn hvarf af honum! — Sömuleiðis er sagt frá kenningum spírilismans og afstöðu þeirra gagnvart krislin- dómi. Höf. vísar því alveg á bug með mörgum rökum, að spíritisminn sje í raun rjettri sannur kristindómur og að Nýja-lestamentið sje »spíritist- isk bók«. í því sambandi kennir hann einn kallann við Harald Níelsson og hrekur ýmsar fullyrðingar lians þar að lútandi, því að »enginn hefir, svo jeg viti, hjer á Norðurlöndum þókst með meiri ákafa og annari eins blindni (»med större Energe og i dypere Forblindelse«) gelað fullyrt þetta en Haraldur Níelsson«, segir M.-L. (I. 158). Fyrra bindið sýnir að höf. er vel heima i tjölda bókum með og móti spíritisma, og margt er þar vel mælt. En síðara bindið flyt- ur þó mikið meira af efni, sem ís- lendingum, margfróðum um gamla og nýja andatrú, er nýtt. Mikill hluti þess bindis er eftir fyrv. formann spíritista í Hróarskeldu, var hann sjálfur miðill alllengi, er gagnkunn- ugur Einari Nielsen, iniðlinum, sem mesl hefir verið talað um undanfar- ið, og áhugasamur um sálarrann- sóknir, — og hann kann frá mörgu að segja og því ófögru. Fað er að sumu leyti sama sagan, en miklu ná- kvæmar sögð, og saga miðilsins i siðasta blaði. í*eir ættu að lesa frá- sögn hans með gaumgæfni, sem telja miðilshæfileika eftirsóknarverðan. — Hann er eins og Martcn-Larsen þeirr- ar skoðunar, að þótt sumt sje visvitandi blekking, margt stali frá undirmeðund og persónuklofningi, ])á sje sumt frá öndurn, sem leiki sjer að því að blekkja fólk, tali fagurt, segi margt satt í fyrstu og þykisl vera framliðn- ir vinir, meðan traustið er að vakna en flylja síðan óþverra og lygar og leiki sjer að miðlunum sem köttur með mús, — en góðir andar komi þar hvergi nærri. Preslafjelagsritið L ár, er nýútkom- ið og flytur 16 ritgerðir auk ritdóma. HofTmeyer skrifar um kirkju-samein- ingarstarfsemi, Hannes Porsteinsson um Pál frá Selárdal, Freysteinn Gunn- arsson um siðbótar-minningargjöf Svía, 4260000 kr. gefnar til kristi- legrar starfsemi, fróðleg ritgerð og og þörf hugvekja fyrir oss, scm ekk- ert gerðum. Ritstjórinn S. P. Sivert- sen skrifar um bjartsýni krislindóms- ins. t*að er eiginlega góð ritgerð, þótt sumstaðar sjáist stefnuleysið bak við. Reyndar sakna jeg þess, að hann skuli ekki íinna að þvi, sem næst er, þunglyndis-sálmunum íslensku eldri og yngri. Þeir eru æðimargir »mót- lætis- og krossskóla«-sálmarnir í sam- anburði við hina sárfáu, þai sem trúargleði og trúarvissa kemur greini- lega í ljós. Auðvitað er það ávöxtur óþroskaðrar trúar og trúvakningar- skorts, en ekki hefir það lyft feðrum vorum nje oss sjálfum frá sorg nje basli, að þylja harmatölur um »eymd- arról í lífsins táradal«, þegar vjer sækjum kirkju. — Iíirkjugöngurnar sjálfar verða hálfgert »eymdarról« með því móti, og meiri þörf að finna að því í þessu sambandi, en ein- hverju svartsýni út í löndum, sem ekkert snertir oss. — En þrátt fyrir þessa gleymsku er margl í lima tal- að, og óskandi væri að nýguðfræðin gerði menn elcki jafnhikandi nm safnaðarlífsframkvæmdir, eins og í guðfræðilegum efnum. lleynslan hefir hingað til samt verið sú, að hana hefir brostið bjartsýna trúarþrekið, sem þær frainkvæmdir heimta. — Ritgerðin um starfrækslu kirkjugarða eftir Felix Guðmundsson, erþörfhug- vekja. Mörgnm erlendum mönnum finst að meðferð kirkjugarða vorra

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.