Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1924, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.10.1924, Blaðsíða 1
BJARMI ■== KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XVIII. árg. Reykjayíb, I.—15. obt. L924. 21.—22. tbl. Guðhræðslan er til allra hluta nytsamleg og hefir fyrirheit bæði fyrir þetta líf og hið tilkomanda. (I. Tím. 4. 8.) Persónuleg guörækni. (Eitt af þremur inngangserindum er flutt voru i byrjun trúmálafundar, um »Guð- rækni« á Kirkjuþingi Vestur-íslendinga, í Argyle-bygð í Manitoba, þ. 23. júní 1924). Eftir síra Jóhann Bjarnason. Sjálfsagt er oss öllum kunnug fiá- sagan um Elía spámann, (I. Kon. 19) er hann, lamaður og á flótta undan óvinum sínum, óskar sjer dauða, sökum þess hve málefni Drottins vegni þá illa hjá hinni útvöldu þjóð. Svipað bölsýni má víðar finna, t. d. í 12. sálmi Daviðs, þar sem sagt er, að hinir guðhræddu sjeu á brottu og hinir óguðlegu vaði allsstaðar uppi. Mjög svipaðar raddir láta oft heyra til sin nú á dögum. Margir tala eins og samtíð vor sje hin guð- lausasta og versta er þessi gamli heimur hafi nokkurn tlma augum litið. — Spillingin er svo afskapleg, fráfallið frá sannri og sáluhjálplegri trú svo víðtækt, og ljettúð og vonska mannanna svo mikil, að aldrei fyr hafi keyrt svo fram úr öllu hófi. — Fjarri sje það mjer að segja að alt sje »gott og blessað« nú á dögum. Mjer er vel kunnugt, að margt fer aflaga. Að fjöldamörgu er stórlega ábótavant. Meira að segja, jeg veit að það er rjelt sem sagt er, að heim- urinn liggur í hinu vonda. — Hann hefir æfinlega gert það og gerir enn. En að minna sje til af góðu í mann- lífinu á jörðunni nú en áður var, því vil jeg mjög ákveðið neita. Jeg er sannfærður um, að mannlífið yfir- leitt hefir aldrei haft eins mikið af því, sem gott má teljast og til bless- unar má verða, eins og einmitt á yfirstandandi tíð. Þegar Elía forðum var niðurbeygð- ur, út af fráfallinu í ísrael, var hann mintur á, af Drotni sjálfum, að enn væru þó sjö þúsundir þar í landi, er eigi hefðu beygt knje sín fyrir falsguðinum Baal. Þær þúsundir allar stóðu á sama grundvelli og spámað- urinn sjálfur. Munurinn þó sá, að Elía var hinn mikli og öruggi tals- maður Drottins, en lýðurinn, er trúr var, var fólk er minna bar á, en var engu að síður dýrmætar sálir í aug- um Guðs sjálfs. Og úr því sjö þús- undir af trúuðu fólki voru enn til i landinu, þá var ásigkomulag þjóð- arinnar hvergi nærri eins ískyggilegt, eins og spámanninum hafði virst það vera. Ekki skal þvi neitað, að víða er nú fráfall frá lifandi og frelsandi, kristinni trú. Margir hafa snúið eyr- um sinum burt frá sannleikanum og snúið sjer aö æfintýrum. En jeg hygg þó að hinir sjeu æði mikið fleiri, sem hafa yfirgefið æfintýrin og hind- urvitnin, eða andlega dauðann og allsleysið, og snúið sjer að sannleik- anum, eins og hann birtist í Jesú Kristi Drolni vorum. Sterkir lífs- , straumar eru á ferð um hinn ensku-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.