Bjarmi - 01.10.1924, Blaðsíða 16
172
BJARMl
Umsagnir um Bjarma. Peir segja
svo margt misjafnt um hann í hinum
herbúðunum, og einhverjir ónafngreindir
»prestar« voru að stjaka við honum í
brjefum, sem H. N. birti í fyrra, og er pá
ekki úr vegi að birta einstöku sinnum
sýnishorn pess, sem vinir blaðsins skrifa
ritstjóranum nærri pvi með hverjum
pósti.
S. J. Skaftafellssýslu skrifar 15. ág. p.
á.: »Jeg er ætíð mjög pakklátur fyrir
blaðið Bjarma, og flnst mjer hann bera
nafn með rjettu: vera ljós í myrkri til að
leiðbeina mönnum og styrkja í hinni einu
sáluhjálplegu trú. Bið jeg Guð að blessa
alt hans starf og pá, sem par að vinna«.
Úr Barðastrandarsýslu skrifar H. Guð-
mundsson 19. júlí p. á., um leið og hann
gerist áskrifandi að Bjarma, er að öðru
leyti alveg ókunnugur ritstjóranum:
»Má jeg vera svo framgjarn að pakka
yður innilega fyrir stríð pað, sem pjer
haldið uppi fyrir Drottin okkar Jesúm
Krist. Megi Guð gefa yður anda sinn svo
að pjer megnið framvegis að berjast hinni
góðu baráttu riki hans til eflingar á landi
voru. — Mjer hefir stundum fundist pað
skylda mín að reyna að gleðja yður á
einhvern hátt. Nú vil jeg segja yður pað,
að Bjarmi yðar er kærkominn víða hjer
i nágrenninu, par sem mjer er kunnugt
um, og jeg tel hann bæta mikið úr pví,
hvað erfltt er að sækja kirkjur og hvað
sjaldan er messað. — Bjarmi flytur ræð-
urnar heim á bæina og prjedikar par
fyrir fólkinu í heimahúsum. Jeg er sann-
færður um að margir lesendur Bjarma
mættu pakka Guði fyrir pað, að honum
póknaðist heldur að láta yður vera við
ritstjórn blaðsins en að vera prest i ein-
hverju brauði landsins. Sem ritstjóri fáið
pjer að likindum fleiri tilheyrendur en
pjer hefðuð fengið sem -prestur . . . «.
S. B. á Vestfjörðum kvartar um að
blaðið hafl ekki komið pangað með skil-
um og skrifar 1. sept. p. á.: »Leitt pætti
mjer, ef jeg verð að hætta að- kaupa
Bjarma, pví að hann hefir oft verið mjer
til mikillar blessnnarv.
J. B. Suðurmúlasýslu skrifar 12. ág. p.
á.: »Bestu óskir um blessun Guðs í starf-
inu. Pess er pört nú, að minsta kosti hjer
um slóðir. Hjer er alt svo andlega dautt
að jeg hefl aldrei pekt annað eins. Jeg
sakna fjelaganna kristilegu og pyki sárt
að geta ekkert að gert. En samt sem áður
bið jeg alt af fyrir firðinum okkar ogjeg
vildi óska að sem ílestir vildu minnast
hans í bænum sínum. Fyr eða síðar mun
Drottinn heyra og senda blessunardagg-
irnar einnig hingað . . . «.
Bjarmi flytur pessum brjefriturum og
öllum hinum, sem svipað hugsa, bestu
pakkir. Pað er góður stuðningur að vita
pað, að hann á vini og samferðafólk í
flestum sveitum íslendinga — fjærognær.
— Ofmargir hafa dregist aftur úr á árinu,
vantað annaðhvort vilja eða mátt til að
standa i skilum við blaðið og liklega
eitthvað nálægt 2000 kr, sem blaðinu er
par horfið. — En vel sje peim er fylt hafa
í skörðin. — Frú Valgerður sál. Briem
var par fremst, safnaði yfir 70 kaupend-
um i banalegu sinni. Sra Sigurjón i Vest-
mannaeyjum er næstur, hefir útvegað
eða Iátið útvega yfir 30, — fyrir 10 árum
voru kaupendur Bjarma í Vestraannaeyj-
um 3 eða 4, eru nú um 70. — Fáeinir
aðrir hafa unnið I sömu átt. Pökk fyrir
pað alt og biðjum um að blaðið verði
sífelt fleiri og íleiri heimilum til bless-
unar. — Afgreiðslan sendir um 2200 ein-
tök af stað og sennilega lesa 3 eða 4 hvert
blað að jafnaði og ef til vill fleiri, og pá
eru »tilHeyrendurnir« orðnir allmargir. —
En peir pyrflu margs vegna að fjölga stór-
um. Pess vegna leyfi jeg mjer að skora á
hvern einasta vin blaðsins, fjær og nær,
að senda áritun eins nýs kaupenda fyrir
næstu áramót S. Á. Gíslason.
Bjarma hafa borgað: A.G. Hrafna-
tóftum; A. H. Fagurhólsmýri (10 eint.);
Á, S. Bæ 16.—18. árg.; sra E. H. Sandfelli
17. —18. árg ; G. J. Reykjanesi 17. árg.; G.
B. Búðaidal; G. J. Berjadalsá 16.—19. árg.;
G. L. Holtastöðum 16.—18. árg.; G. H.
Brekku (3 eint.); H. J. Hnifsdal; H. G.
Svarfhóli 17,—18. árg.; I. Hj. Garðsenda
16.—18. árg.; J. B. Saurum (3 eint.) 17.—
18. árg.; J. J. Brekknakoti; J. B. Bræðra-
borg 16,—19. árg,; J. Ó. Patreksf. 16.—18.
árg.; J. F. Melgraseyri (5 eint.); Ó. S.
Gaul (11 eint.); sra S. Á. Vestm. (24 eint.;
S. E. Berghyl (16,—18.); S. B. tsafirði; S.
J. Maríubakka 6 kr.; sra S. J. Staðarhrauni
(5 eint.) 17.-18. árg.; V. G. Geirshlíð (2
eint.); P. K. Illugastöðum 14.—16. árg.;
P. Ó. Eilífsdal 15.—18. árg. o. fl. sem kvitt-
un var send.
Útgefandi Slgnrbjörn Á. Gíslason,
PrentsmiOjan Gutonberg.