Bjarmi - 01.10.1924, Side 9
B J A H M I
165
helgun, trúlækningar og endurkomu
Krists, — það er »ferfalda fagnaðar-
erindið«. — Kristi er ekkert um megn,
úr öllum þörfum bætir hann. Lofað
sje nafn hans. — Auk stöðvanna i
Austur-Asiu, sem jeg nefndi, hefir
fjelagið trúboðsstöðvar í þrem fylkj-
um á Indlandi, við landamæri Tibets
og Afganistan, í þrem Afrikuiöndum:
Kongo, Sierra-Leone og nýlendum
Frakka í Vestur-Afríku, á Porto-Rico,
Jamica, Ekvador, Cbile, Argentínu,
Brasiliu og Palestínu. Er þvi nóg
um að velja fyrir þá, sem starfa vilja
i sambandi við það.
í fylkinu Kwangsi, sem jeg er í,
eru ibúarnir um 7 milljónir, en
kristniboðarnir 70 og trúboðslæknar
8. Starfa þeir í aðalborgunum, en í
þúsundum smábæja og þorpa er
ekkert kristniboð, vantar þar sjálf-
boðaliða úr kristnum löndum til-
iinnanlega. — Guð gefi að þeir komi,
þeim fjölgi stórum, sem fórna vilja
starfskröftum sinum bjer, þar sem
þörfin er svo brýn.
Þegar jeg var nýlega kominn hing-
að, varð jeg brátt var við þungar
raunir þjóðarinnar hei0nu.
Innanlands styrjaldir og ránferðir
voru í algleymingi. Átakanlegt var að
taka við fjölda særðra manna til
hjúkrunar og að horfa á borgarana
drepa hvorir aðra út af fánýtum
völdum og illri ágirnd. Ræningjar
skutu á kristniboðsstöðvar vorar,
drápu nokkra en særðu 7 rjett við
hús vor. Tveim dögum síðar rudd-
ust þeir inn í borgina og fóru um
hana ránsferðir. Það lá við stundum
að manni kæmi í hug að gripa til
vopna til varnar, en kristniboðar
hafa öruggustu »vopnin« þar sem
bænin er, og náð Drottins nægði oss
þá og nægir enn. — Ófriðurinn virt-
ist knýja fjölda manna til að leita
til vor með allskonar tfmanleg og
andleg vandræði. Oss eru allar dyr
opnar. Sveitafólk býður kristniboða
velkomna, — en vjer erum svo fáir.
Biðjið um fleiri verkamenn, einnig
úr landi foreldra minna.
Brjefið er líklega orðið of langt,
fyrirgefið það. Vilji einhver spyrja
mig frekar um kristniboð, þá er jeg
fús að svara.
Yðar einlægur í Jesú Kristi.
A. M. Loptsson.
Kingyuen. Kwangsi. South China.
>? ==^
Heimilið.
Deild þessa annast GuOrún Lftrusdóttlr.
v^= ■ — if
Matthilda Wrede
„Vinur fanganna“.
(Frh.).
Síberíufarar.
Ömurlega lætur það orð í eyrum!
ótal hrygða- og þrautasögur standa
í sambandi við það. Siberíufarar!
Útlagar, sem oftast eiga eigi aftur-
kvæmt til föðurlandsins, sem oftast
verða að fullu og öllu að segja skil-
ið við óðul og ástvini, og bera einir
byrði sína, fjarri átthögum og vin-
um, brennimerktir smáninni, lög-
brjótar lands og þjóðar, sem enga
heimtingu eiga á heiðri manna og
trausti. Síberíufarar! — Leiðin þeirra
liggur burt frá föðurhúsunum og
hlýindunum, til helkalda landsins,
þar sem allar draumvonir frjósa, þar
sem þeirra bíður dimm dýflissa, ó-
frelsið, fjötrarnir, eða þá þrælkun í
námum og kvöl sem engan enda
tekur.
Matlhilda Wrede var nú orðin það
hress eftir fótbrotið, að hún gat geng-
ið fram og aftur um vagnstöðvarnar,
að visu notaði hún göngustaf og var