Bjarmi - 01.10.1924, Side 12
168
BJARMI
hann var velfallinn til þessa starfs.
Hafði hann frá barnæsku iðkað þar-
lend slörf, var ágælur sjómaður, og
það sem mest var um vert, sann-
kristinn áhugamaður Gekk kristni-
boðið vel hjá honum og þeim tveim-
ur fræðurum, sem honum voru sendir
til hjálpar. Danskir kristniboðsvinir
gáfu kirkju, sem reist var í Ang-
massalik 1908, og sama haustið fór
fram fyrsta altarisgangan. Voru 68 til
altaris, en um það leyti hötðu 200
tekið trú.
Auðvitað var sú þrautin þyngst að
fá nýkristnaða fólkið til að sleppa
heiðnum löstum. Varð sra Rosing
stundum að beita kirkjuaga eða víkja
mönnum úr söfnuðinum um stund
fyrir þær sakir. Er sú aðferð algeng
í kristniboðslöndum, því auðvitað tel-
ur enginn sannur kristniboði skoð-
anaskifti aðalatriði i trúarefnum, ef
ekki eru sinnaskifti samfara. Þar sem
annarstaðar gerðu kristniboðarnir sjer
far um að fræða fólkið, og kendu
lestur og skrift, sem enginn kunni
áður, og sáu oft góðan árangur af því.
Einhverju sinni er sra Rosing var
að húsvitja í afskektri veiðistöð, kom
hann þar að, sem ungur formaður
var að lesa húslestur, og gat sjálfur
flutt bæn, en heimilisfólkið söng á
undan og eftir. Var það ærið ólíkt
»dægradvöl« heiðingja.
Galdramenn, sem lifðu af ýmsum
særiugum og voru oft mestu mis-
indismenn, fjandsköpuðust við kristni-
boð fyr og síðar á Grænlandi. En oft
sáu þeir að sjer. í þeim hóp var
Maratsuk, er sakaður var bæði um
morð og þjófnað, en ljet þó skírast
eftir tveggja ára reynslutíð. — Segir
Rosing, að hann hafi orðið gerbreytt-
ur, sáttfús, auðmjúkur trúaður mað-
ur — og hefir eftir honum ýms fög-
fögur iðrunarorð.
Harðindi og aflaleysi voru þeim
við og við þung í skauti, og oft var
læknisleysið ærið tilfinnanlegt þeim,
sem aðkomnir voru. Hefir ekki til
þessa dags nokkur læknir fengist til
að setjast að i Angmassalík, þótt hátt
kaup væri i boði. Dönsk hjúkrunar-
kona fór þangað að vísu, og fjekk
ærinn starfa, en hvarf heim aftur
ári síðar.
Árið 1921, þegar tveggja alda há-
tíðin var til minningar um Hans Eg-
ede, skírði sra Rosing siðustu heið-
ingjana á Austurströndinni, og í fyrra
ljet hann þar af prestsskap, en þá
tók við sonur hans, sem áður hafði
verið prestur á Vesturströndinni. í
sumar dvaldi hann í Danmörku og
þá var það að Ludyigs biskup Ála-
borgar, sem margoft hefir reynst sann-
ur vinur Grænlendinga, vígði annan
son hans til aðstoðarprests í Góðhöfn,
og samdægurs gifti gamli Rosing þenna
son sinn og grænlenska heitmey hans.
Fór sú athöfn fram á grænlensku en
brúðkaupið hjelt biskup heima hjá
sjer. Tvær danskar kenslukonur höfðu
sjeð um að brúðurin gat dvalið ár-
langt í Danmörku áður við ýmislegt
nám. í Grænlandi hefir mentun kvenna
verið harla lítil, þótt nú sje ofurlítið
verið að bæta úr því. Láta margir
danskir kristindómsvinir sjer ant um
alt, sem þar stefnir i rjetta átt.
Nú eru ekki heiðingjar á Grænlandi
neinstaðar nema í nyrstu mannabygð-
um milli York-höfða og Alexanders-
höfða (á 76.°—78.° norðlægrar breidd-
ar). Þar búa um 250 manns, sem al-
veg var ókunnugt um þangað til árið
1818, er norðurheimskautsleiðangur
frá Skotlandi rakst á þá. Upp frá
því hafa bæði hvalveiðamenn frá
Ameríku og ýmsir norðurfarar komið
til þeirra og notið leiðsagnar þeirra.
Samt liðu nærri 100 ár uns farið
var að flytja þeim kristna trú. — Það
var danska skáldið Mylíus Erichsen,