Bjarmi - 01.10.1924, Blaðsíða 4
160
BJARMI
Lát þú sannleiks ljósið bjarta
lýsa skært i minu hjarta,
fyll það krafti kærleikans«.
Slfk kristileg framsókn til upplýs-
ingar og helgunar, undir náðargæslu
heilags anda, er einn af höfuðþátt-
unum í guðrækilegu lífi hvers krist-
ins manns.
Þó verður þetta því að eins mögu-
legt, að náðarmeðulin sjeu rækilega
notuð. Þar með tel jeg bænina, eins
og gert er i kveri síra Helga Hálf-
dánarsonar (10. kafla). Kver það
óefað hið besta er gefið hefir verið
út á íslenska tungu og höfundurinn
éinn af hinum allra ágætustu guð-
fræðingum þjóðar vorrar. Sönn guð-
rækni brýst stöðugt út í bæn til Guðs
í Jesú nafni, um leið, eða jafnframt
því, að hin kristna mannssál iifir í
Guðs orði.
»Mjer er svo kvöl þín minnileg
á morgni hverjum þá upp stend jeg;
fyrst eg stíg niður fæti á jörð,
færi’ eg þjer hjartans þakkargjörð;
blóðsvitinn þinn jeg bið mjer sje
blessun og vernd á jörðunne«.
Þannig var morgunbæn Hallgríms
Pjeturssonar. Skyldum vjer þá muna
eftir morgunbæninni? Kvöldbænir
sennilega enn býsna almennar. Vafa-
laust tel jeg þó, að manni gangi bet-
ur en ella, hvern þann dag er maður
fylgir þeirri reglu, að biðja Guð, í
nafni sfns heilaga sonar, að blessa
manni daginn, andlega og á annan
hátt, eins og Guðs andi gefur manni
náð til f það og það skiftið að biðja
Einhvern tima las jeg frásögn um
fyrirbænir gamals útvegsbónda á ís-
landi. Hann hafði stóran útveg, mörg
róðrarskip er gengu til fiskjar. Hafði
bann sjálfur hætt formensku, en hafði
stóran hóp manna, er rjeru á skip-
um hans, sumir sem hans vinnu-
menn, en aðrir vinnumenn annara,
eða gerðu sig út sjálfir. Var það sið-
ur gamla mannsins á hverjum morgni
áður en róið var, að hann gekk nið-
ur í vör, til skipanna og frá einu til
annars, signdi hvert skip úf af fyrir
sig og bað fyrir hverju einu, þar til
að hann hafði gert bæn fyrir þeim
öllum. Er mælt að maður þessi hafi
verið svo lánsamur með útveg sinn,
að hann hafi aldrei mist skip eða
mannslíf í sjó allan sinn langa bú-
skap.
»Sannleikurinn er næring ekki sið-
ur en hveitið«, er haft eftir hinum á-
gæta rithöfundi Frakka og skáldi,
Victor Hugo, Ef svo má segja um
sannleika yfirleitt — og það má sjálf-
sagt — þá verður það enn fremur
sagt um hið lifanda sannleiksorð Guðs.
Orðin sem jeg hefi talað við yður, eru
andi og eru líf, segir meistarinn sjálf-
ur. Alveg sjálfsagt náðarmeðal í guð-
ræknislífi kristinnar sálar er því Guðs
heilaga orð. »Mig hungrar og þyrstir
eftir Guðs orði«, sagði trúaður, góð-
ur íslendingur við mig einu sinni
heima hjá mjer, meðan jeg átti heima
í Hnausum í Breiðuvík. Hvers vegna
skyldi ekki alla íslendinga hungra og
þyrsta eftir Guðs orði? Svo ætti það
sannarlega að vera.
»Mæti jeg þjer biðjandi?« var spurn-
ing er John Hetcher, ágætur prestur á
Englandi, svissneskur að ætt, (d. 1785)
var vanur að leggja fyrir vini sína
er hann mætti þeim. Hann var sjálf-
ur maður bænarinnar og bjóst við
að aðrir væru biðjandi ekki endur og
sinnum, heldur stöðugt og sem næst
uppihaldslaust. Postulinn segir líka:
Biðjið án afláls. (I. þess. 5, 17). Al-
veg vafalaust gætum vjer öll fylgt
þessari reglu. Segjum að vjer gerum
það. Eða, ef oss finst það of há krafa,
þá samt að fjölga bænastundunum
sem mest að auðið er. Þá er maður
að temja sjer þá persónulegu guð-
rækni sem alveg er lífsnauðsynleg. Og