Bjarmi - 01.10.1924, Side 8
164
B J A R M I
hlutverk mitt. Varð jeg þá að taka
ýms próf, en svo var tilboð mitt
þegið og mjer valinn staður i Suður-
Kina.
Hver, sem ætlar að verða kristni-
boði þessa fjelags, verður að treysta
Drotni alveg í fjárhagsefnum. Fjelag-
ið ábyrgist ekki starfsmönnum sínum
neitt fje. Ferðakostnaður, undirbún-
ing allan undir förina að heiman, og
öll laun við trúboðsstörfin siðan
verður hann að biðja Guð að sjá
alveg um. Fjelagið getur alveg brugð-
ist í þeim efnum, — en ekki Guð.
Fessi hjálp kom mjer úr ýmsum átt-
um og stundum þaðan, sem jeg bjóst
síst við. Jeg hafði sjálfur enga hug-
mynd um hvar jeg gæti fengið alla
þessa peninga, en Guði sje lof, sem
bætti úr öllum þörfuin mfnum, sam-
kvæmt rikdómi náðar sinnar. Sumir
kunna að dirfast að kalla slika að-
ferð fifldirfsku, en því fer fjarri —
það er barnslegt trúnaðartraust. Áð-
ur en jeg fór frá Nyack. tóku nokkr-
ir kærir bræður í Brooklyn að sjer
að sjá fyrir þörfum mínum.
Á leiðinni þaðan heim til min
veittist mjer sú ánægja að koma á
ársþing íslenska kirkjufjelagsins lú-
terska, sem haldið var í Sask. sum-
arið 1920. Mjer þótti vænt um aö
fá þar tækifæri til að tala um störf
frelsara míns i kristniboðslöndum. —
Á eftir ræðu minni voru samskot til
kristniboða fjelagsins í Japan.
Jeg var heima hjá móður minni
vetrarlangt til að koma skipulagi á
ýmsjj fjármálefni, sem jeg mátti ekki
hlaupa frá.
Kvöldið 2l/3 1921 kvaddi jeg ást-
vini mína og lagði af stað til Kína.
í Japan gafst mjer tækifæri til að
hitta sra O. Thorláksson kristniboða,
sem er í ætt við mig, og studdur er
til kristniboðs af lúterskum íslend-
ingum. Heimili þeirra hjóna var á-
nægjulegt og þægilegt og verkahring-
ur mikill og álitlegur meðal Japana.
Stutta viðdvöl hafði jeg í Hiroshima
í Japan þar sem fjelag mitt starfar,
og í Shanghai i Kína náði jeg til
fundar þar sem formaður fjelagsins
og ýmsir atkvæðamestu kristniboðar
þess sátu, til að ræða starfið i Aust-
ur-Asíu, — er henni aftur skift í
Vestur-Kína, Mið- og Suður-Kína,
Japan og Filippseyjar. Eftir fundinn
fór jeg svo áleiðis um Hong-Kong
alla leið til Wuchowborgar i fylkinu
Kwangsi.
Jeg get fullvissað yður um að
kristniboðarnir, sem fyrir voru, fögn-
uðu mjer hjartanlega, en kínverskan
var ekki eins broshýr, þegar jeg fór
að heilsa upp á hana. Manni sýnist
hún vera múrveggur, þar sem hvergi
er uppgöngu von. Maður les og hlust-
ar vikur og mánuði, heldur ef til vill,
að loksins geti maður þó sagt eina
setningu rjetta — en Kinverjinn skil-
ur það ekki, áherslan er skökk, ef
til vill svo skökk að maður segir alt
annað en ætlað var.
Þá er að byrja námið á nýjan
leik, bæn og lestur, — lestur og bæn
— og Guði sje lof, loks fer það að
lagast, loks er hægt að láta orð sín
skiljast. »Alt er erfitt í fyrstu«, segja
Kinverjar, og mjer hefir reynst það
satt síðan hingað kom.
»Kristniboðs bandalagið«, sem jeg
starfa hjá, heitir fullu nafni: »Christi-
an and Missionary Alliance«, dr. A.
B. Simpson stofnaði það í Banda-
rikjunum árið 1887. Það er mjög
ákveðið í evangelisku trúboðsstarfi
og leitast einkum við að starfa þar
sem nafn Krists er ókunnugt áður.
Það vill ekki varpa neinum efasemda-
skugga á nokkra bók biblíunnar. —
Vjer boðum Jesúm Krist, frelsandi,
helgandi, læknandi og komandi kon-
ung.— Eða vitnum um: endurlausn,