Bjarmi - 01.10.1924, Side 15
BJARM t
171
r, --------------- ■ ^
Hvaðanæfa.
Sandhu Sundar Singh. Kristilegt
vikuhlað er kemur út í Lahore á Indlandi
og heitir Nur afshan (»Ljósdreifarinn«)
prentar eftir hlaðinu »Makhzan Masihi«
(»Kristni fjársjóðurinn«), þessar frjettir:
»í vikunni sem leið veittist oss tækifæri
til að heimsækja Sundar Singh í kofa
hans. Hann er önnum kaflnn, og hefir ný-
lokið við að skrifa bók um liin ýmsu
trúarbrögð. Heilsa hans hefir beðið tjón
við ferðir hans erlendis, þar sem hann
prjedikaði þrisvar eða fjórum sinnum
daglega. Pað eru lungun sem hafa bilað.
Hann getur ekki sem stend'ur prjedikað
í fjölmenni, og er ekki fær um fjallaferð-
ir. Hann ætlaði í vor til Tíbet eins og
áður, en þegar hann var kominn 10 þús-
und feta hátt í Himalaja-fjöllum, varð
honum erfitt um andardrátt og fjekk kval-
ir fyrir hrjóstið. Varð hann þá að snúa
við. Sem betur fer, virðist hann nú heill
heilsu að öðru leyti. En þar sem hann
þolir ekki að brýna rödd sína svo að
þúsundirnar heyri, sem venjulega streyma
að prjedikunum hans, þá ætlar hann sjer
að verja tíraanum aðallega til ritstarfa.
Drottinn noti þennan þjón sinn eins og
honum er þóknanlegt. Vjer hiðjum Drott-
inn að veita Sadhu Sundar Singh heilsu
og starfsþrek«.
(írein þessi er þýdd úr ágætu ensku
vikublaði, »The Christian« 28. ágúst þ. á.
Og í öðru erlendu blaði höfum vjer sjeð
sömu fregnina, og þar hætt við áskorun
frá kristniboðum á Indlandi til allra Guðs
barna um víða veröld að biðja S. S. S.
fulla heilsu. Indland megi ekki við því
að missa liann, og enginn Indverji sje
jafn áhrifaríkur kristniboði sem Sundar
Singh.
The Ghristian er í svipuðu broti og
Óðinn, er 32 hls. í hverri viku og kostar
ekki nema um 9 shilling á ári, og hurð-
argjald, 4 og hálfan shilling. Pað er á-
gætt blað fyrir alla þá, sem vilja lesa um
ensk trúmál, því að það flytur góðar
ræður, sögur og frjettir víðsvegar úr enska
ríkinu. Ókeypis sýnisblöð og hókaskrár
má fá með þvi að skrifa til útgefenda:
Morgan & Scott Ltd. Publíshers 12 Pater-
noster Buildings E. C. 4. London.
»Kveðjur frá öðrum löndum«. t blað-
inu The Christian Register, málgagni Úní-
tara í Boston er grein með því nafni 7.
júní í fyrra. Ein kveðjan er frá Ágúst
prófessor Bjarnasyni og birtir blaðið
Lögberg hana á íslensku 24. júlí þ. á.
Fyrst er sagt frá trúmálaviku stúdenta-
Qelagsins og sfðan skrifar prófessor
Á. H. B., samkvæmt Lögbergi:
»Við íslendingar erum frekar víðsýnir
og lausir við þröngsýni í trúmálum, jeg
held að mjer sje óhætt að segja, að við
sjeum fremur skynsemistrúarmenn. Við
viljum skilja það, sem okkur er skipað
að trúa, og ef okkur finst það of þröug-
sýnt, eða ófullkomið á einhvern hátt, þá
erum við fúsir til að breyta um. Og skýr-
ir það ef til vill liinar hreytilegu stefnur,
sem nú eru svo eftirtektaverðar á íslandi.
í einn eða tvo mannsaldra höfðum við
hina góðu og gömlu ríkiskirkju, af því
að við þektum ekkert annað. Svo kom
hin frjálsa hugsun og umræður óheftar,
og síðan hefir ekkert samkomulag verið.
Hver trúir þvi, sem honum best þykir,
og nú sem stendur er engin heil brú í
trúmálunum. Allar mögulegar trúmála-
stefnur og Irúmálafjelög ýmisleg hafa nú
umboðsmenn í Reykjavík. frá kaþólsku
og gamal-lútersku, til nýguðfræði, advent-
ista, spíritista, guðspeki, frjálshyggju og
efasemdamanna.
Par sem hugsunarhátturinn er nú orð-
inn frjálsari, þá held jeg að únítarismus,
fluttur af víðsýnum og samúðarfullum
manni, myndi svo vel meðtekinn — sjer-
staklega á meðal þeirra mentuðu — og
hver er það, sem ekki er þolanlega vel
mentaður? Únítarisminn myndi hreinsa
hugmyndirnar á íslandi, og það er ein-
mitt það, sem við þörfnumst mest með,
til þess að komast út úr guðfræðaflækj-
unni, sem við eigum nú við að búa«.
»Enginn heil hrú í trúmálunum« hjer-
lendis, segir Ágúst prófessor enskum úní-
turum. »Alt í hesta lagi, betra en hjá öðr-
um«, segir Ásgeir kennari heima fyrir í
Tímanum. Ekki kemur það vel heim, þótt
báðir styðji fremur únítarismus en krist-
indóm. — Unitarar liafa svo sem haft
góð ítök hjerlendis um hríð, þótt hvergi
sje »heil brú« samt. En það getur verið
að þá vanti enn þenna »viðsýna og sam-
úðarfulla mann«, að vjer komumst »úr
guðfræðaflækjunni«.