Bjarmi - 01.10.1924, Blaðsíða 3
BJARMI
159
en jeg hygg að það sje nokkurn
veginn einmæli að höfundi Passíu-
sálmanna hafi tekist öllum betur, að
veita þeim sterklega um þjóðlif vort,
en lífið og kraftinn til þess að vinna
það verk, sækir hann beint til Jesú
Krists sjálfs.
En um leið og kristin og guöræk-
in mannssál er i þessu nána hjarta-
sambandi við Krist, sækir hún stöð-
ugt áfram á vegi helgunarinnar undir
náðarleiðsögn heilags anda. Pað verk
er æfilangt og á að ganga sifelt bet-
ur og betur, þvi lengri sem kristileg
lífsreynsla verður. Pví að það er vilji
Guðs, að þjer verðið heilagir, segir
postulinn (I. Pess. 4, 3) um leið og
hann ber fram hcilnæmar áminning-
ar um rjetta og kristilega hegðun. —
»Pjer munuð öðlast kraft, er heilagur
andi kemur yfir yður, og þjer mun-
uð verða vottar mínir bæði í Jerú-
salem og i allri Júdeu og Samariu
og til ystu endimarka jarðarinnar«,
(Post. 1, 8) er skilnaðarkveðja meist-
arans til lærisveinanna, rjett í því að
hann er að stiga til himins. Ogkraft-
ur heilags anda kom, samkvæmt fyr-
irheitinu, og postularnir urðu þeir
vottar Jesú Krists, er kirkja hans
þurfti þá sjerstaklega með, og voru
það alla æfi.
Slíkir vottar eiga Krists menn að
vera á ölium tíinum. En til þess að
það megi verða, megum vjer til með
að njóta náðarrikrar leiðsögu heilags
anda. Áu hans náðar-upplýsingar
verður allur Guðs boðskapur oss með
öllu óskiljanlegur, ef ekki hreint og
beint hneykslanlegur. Óendurfæddum
manni er fátt ógeðfeldara en boð-
skapurinn um blóðfórn Jesú Krists.
Honum finst blátt áfram sá boð-
skapur vera hneykslanlegur. Látum
þann sama mann ná að endurfæð-
ast og verða skirður með heilögum
anda og eldi, og þá verður honum
ekkert eins dýrmætt eins og einmitt
hin heilaga blóðfórn Jesú Krists. —
Svo mikíð er þá undir upplýsing
heilags anda komið, til þess að geta
trúað með lifandi og sáluhjálplegri
trú. En það er engu síður til hins,
að geta lifað rjettilega. Án helgunar
heilags anda verður öll lífsbreytni
heiminum háð og í molum. Fer þá
allur kristindómurinn með það sama
á ringulreið. Höfundur Jakobs-brjefs-
ins talar líka um fánýta guðrækni
(1, 26) þar sem játuð trú og lífs-
breytni fari ekki saman. Að hinu
leytinu telur hanu hreina og flekk-
lausa guðrækni vera þá, að vitja
munaðarlausra og ekkna í þrengingu
þeirra og varðveita sjálfan sig ó-
flekkaðan af heiminum (1, 27).
Petta tvent, að trúa rjettilega og
að lifa rjettilega, er stöðugt viðfangs-
efni kristins manns. Hann leitast si-
felt við að vera í þvi nána sambandi
við Krist, i heilögum anda, að hann
fái vitað hvað satt er. Og hann leit-
ast jafnframt við, að láta líf sitt vera
helgað af anda Guðs og orði, að
hann fái lifað Guðs vilja samkvæmt.
í hinum undurfagra sálmi: »Hverl
þaö ríki þver og þrotnar« (132 (308) í
Sálmab.) eftir Valdimar vígslubiskup
Briem, er hann yrkir út af guðspjall-
inn á 3. sunnudag f föstu, þar sem
Jesús rekur út illan anda eru þessi
frábæru bænavers, eftir að skáldið
hefir beðið að illir andar sjeu burt-
reknir og hjartað hreinsað með blóði
Jesú Krists:
»Bú par aftur bústaö handa
bliöum fööur náðar anda,
hreinum anda helgunar.
Mjer í brjóst sá andi andi
ódáins af fögru landi
lífsins blæ og blessunar.
Andi trúar, andi vonar,
andi Jesú Krists, Guös sonar,
andi dýrrar elsku hans,