Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.10.1924, Side 7

Bjarmi - 01.10.1924, Side 7
BJ ARMl 163 legt. Jeg sat samt kyr alla samkom- una. Jeg heyrði þá prjedika gamla fagnaðarerindið um hjálpræði Krists, syngja og vitna um dýrð Guðs. — Það sem jeg sá og heyrði minti mig átakanlega á góðar stundir i Hjálp- ræðisskálanum og Metódistakirkjunni í Selkirk, sem þá var brennandi af áhuga að hjálpa glötuðum sálum. — Auðvitað komu nokkrir bræður til min í lok samkomunnar og spurðu mig um sálarhag minn. Jeg svaraði eins og fleiri hafa gert: »Nei, ekki í kvöld«. — Það er hræðilegt svar, þegar lærisveinar Krists eru að biðja menn að hverfa frá synd og þiggja hjálpræði Krists. Jeg lofaði að koma næsta kvöld — og sveik loforðið. — En móðir mín hjelt áfram að biðja fyrir mjer. Sfðasta samkomukvöldið fór jeg þangað. Heyrði jeg það kvöld að greinilega var til mín talað frá hæðum. Jeg er sannfærður um að það var úrslitastund fyrir mig. Ei- lífðin stóð mjer glögt fyrir hugskots- sjónum, og nú varð jeg að velja annaðhvort líf eða dauða. Umtals- efnið það kvöld voru orðin í Mark. 8, 36—37. »Hvað stoðar það mann- inn að eignast allan heitninn og fyr- irgera sálu sinni?« Jeg sá hvað það var heimskulegl að keppast eftir að eignast gæðin, sem fátæk og sjúk veröld gat veitt, og bíða svo sálar- tjón, — en á hinn bóginn sá jeg hvað Guð hafði gert fyrir mig, hvað hann mundi gefa, eða hvað jeg eignaðist við að komast í samfjelag hans fyrir Jesúm Krist. t*egar ræðu prestsins var lokið, var þeim boðið að koma fram að bænabekknum, sem vildu ganga Guði á hönd. Jeg var þá fljót- ur að standa á fætur og ganga til bæna, til þess að fá bætt, fyrir blóð Krists, göngu mína á forboðnum veg- um syndarinnar. Þar tann Jesús mig, tók mig aftur að sjer, fyrirgaf mjer ókeypis, og veitti mjer aftur horfna gleði hjálpræðisvissunnar. Upp frá því lá leiðin glögg við Ijós orðsins hans. — t*egar móðir mfn sá mig á þeim vegi, varð hún gagntekin fögnuði, hún vissi hvað mikilsvert það var fyrir okkur bæði. í*að getur vafalaust engin nema sá, sem reynt hefir, gert sjer grein fyrir gleði trú- aðrar móður, sem sjer son sinn hverfa frá vegum synda og ganga alveg Guði á hönd fyrir blóð Jesú Krists. Sálu mína þyrsti eftir Guði, og hún drakk fagnandi af lífsuppsprett- um hans. Jeg hafði heyrt talsvert prjedikað um inuilegt lífssamfjelag við Guð eða helgun, og sá þörfmina. Jeg vissi að Guð var fær um að efna loforð sín, og hann veitti mjer alt, sem jeg þráði. Annan páskadag 1916 »helgaði« hann mig eða veitti mjer það sem stendur i I. Þess. 5, 23. — Jeg vegsama Droltin fyrir það sem hann gaf mjer, og hann verður mjer sífelt dýnnætari með hverri líðandi stund. Jeg var skírður 24. júlí i fyrstu Baptistakirkjunni þýsku. Um haustið (5. nóv.) hlustaði jeg á kristniboða, sem starfað hafði á Indlandi. Það verður mjer ógleym- anlegt, því að Drottinn sýndi nálægð sína harla áþreifanlega. þegar skor- að var á þá, að segja til sín, sem fúsir væru að starfa fyrir Drottin heinia eða erlendis, þá stóð jeg upp, og síðan opnaði Drottinn smámsam- an mjer leiðina til tiúboðslanda. Fyrst fór jeg í biblíuskóla í Ed- monton og þegar jeg var útskrifaður þaðan, fór jeg í trúboðsskóla í Ny- ack N. Y., sem »Kristniboðs-banda- Iag« á. Jeg náði burtfararprófi þar árið eftir, og snjeri mjer svo til utanríkis- stjórnardeildar þess fjelags og bauðst til að verða kristniboði í Kfna. Guð hafði sannfært mig um, að þar væri

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.