Bjarmi - 01.10.1924, Qupperneq 6
162
B JARMl
inýkja skap föðurins, því honum er
jafn ant um frelsun vora og Jesú
sjálfum. Bænaefnið er hið sama og
þá er Satan vildi fá postulana til að
sælda þá eins og hveiti, en Drottinn
segir við Símon Pjetur, um leið og
hann segir honum frá þessu: En jeg
hefi beðið fyrir þjer, að irú þin þrjóti
ekki, og stgrk þú brœður þina þegar
þú siðar ert snúinn við. (Lúk. 22, 32).
í*etta er efni bænar þeirrar er Guðs
sonur biður við hásæti Guðs Föður:
Að trú vor þrjóti ekki og að margir
fái náð til þess, að styrkja bræður
sína. Persónuleg guðrækni, er sótt sje,
að anda og efni til, beint til Jesú
sjálfs, undir náðargæslu heilags anda
og í stöðugri bæn í Jesú nafni, er
fyrsta sporið, er einn höfuðþátturinn
í frelsun sálna, fyrir náð Guðs, í Kristi
Jesú Drottni vorum.
Æskuár kristniboða.
Kristniboðsvinum hjerlendis er ant um
þessa fáu kristniboða af íslenskum ætt-
um, sem nú eru uppi, og þvi bað Bjarmi
sra A. M. Loptson, sem við flest vitum
svo fátt um, að segja frá ætt sinni ogtil-
drögum að því að hann gerðist kristni-
boði i Kína. — Af annríki heflr um hrið
dregist að íslenska hið langa og góða
brjef hans um þau efni.
Svar hans lftið eitt stytt, er á þessa leið:
Kveðja frá fjarlæga landinu Kina,
í Jesú nafni. — Þökk fyrir góð brjef
og blöð, sem þjer hafið sent mjer. —
Nú skal jeg loks svara fyrirspurnum
yðar og byrja þá á að segja frá ætt
minni.
Foreldrar mínir komu frá íslandi.
Ólafur faðir minn lærði gullsmfði í
Reykjavík og fór svo til Canada, fyrir
eitthvað 35 árum. Móðir mín Guðrún
Sigríður Pálsdóttir frá Reykjavík kom
skömmu siðar vestur, og þau giftust
hjer. Pau byrjuðu búskap í Church-
brigde í Saskatchewan í Canada. —
Nokkrum árum siðar fluttust þau til
Selkirk og árið 1912 þaðan til Ed-
monton, hafði faðir minn skraut-
gripaverslun í báðum þeim bæjum.
Síðari árin var hann mjög heilsu-
veill og svo varð hann fyrir járn-
brautarslysi árið 1915, sem fór alveg
með heilsu hans. Uppskurður bætti
hann í bili, en fám mánuðum síðar
sofnaði hann i Jesú nafni.
Yngri bróðir minn gekk sama árið
í herinn og fór til Frakklands, varð
hann ári siðar foringi, en fjell i or-
ustu við Cambrai 28. sept. 1918. —
Var mikill söknuður að honum.
Pegar jeg var átta ára gamall, var
jeg við vakningasamkomu í Metó-
distakirkju i Selkirk, og sannfærðisl
þá um synd mína og að jeg þyrfti
sjálfur frelsarans. Jeg kom eins og
jeg var, snerist alveg og endurfæddist.
Nokkru síðar komst jeg i kynni
við vonda fjelagsbræður, og fór með
þeim, en fór frá Guði. — En ekki gat
jeg gleymt því, sem Gúð hafði gert
fyrir sál mina, þótt jeg færi villur
vegar. Hann hjelt áfram að skifta
sjer af mjer, þótt jeg hikaði við uð
ganga vegu hans. — Margar bænir
voru beðnar fyrir mjer, bræðrum
mínum og systur, og þótt faðir okk-
ar færi heim til Guðs dýrðar, lifir
móðir min enn í þeirri von, að hin
komist enn til lifandi trúar á Krist
til hjálpræðis sálum þeirra.
í janúarmánuði 1916 var sem jeg
væri knúður til að sækja nokkrar
reglulega gamaldags hjálpræðissam- '
komur, sem »Buelah missjónin« hjelt.
Jeg hafði þó áður forðast að um-
gangast þessháttar fólk, af því jeg
var hræddur um að jeg yrði þá spurð-
ur um sálarhag minn. Þegar jeg
kom í samkomusalinn, settist jeg aft-
arlega, svo að jeg gæti hæglega kom-
ist út aftur, ef mjer virtist nauðsyn-