Bjarmi - 01.10.1924, Blaðsíða 10
166
B JARMI
hún töluvert hölt, en hún gat fundið
vini sfna, sem komu með lestinni á
Kaipiaisvagnstöðvarnar. Hún hitti þar
fanga frá Sórnes-fangelsi í Helsingja-
borg og k,venfanga frá Tavasta-húsi,
sem einnig áttu að fara til Síberíu.
Matthildu sárnaði að sjá karlmenn-
ina fjötraða saman tvo og tvo.
Ungur fangi, morðingi, sem átti
að fara í námurnar til Síberíu, bar
þunga járnhlekki á höndum og fót-
um, átti hann mjög erfitl með eða
öllu heldur ómögulegt, að hræra legg
eða lið. Enn fremur hafði gleymst
að smeygja kodda þeim, sem vana-
lega var hafður undir hálsfjötrum
fanganna, undir fjötra hans, og særðu
fjötrarnir hann mjög á hálsinum, sem
var orðinn því nær skinnlaus. Maður
þessi var mjög illúðlegur ásýndum.
Hann hafði myrt gamlan mann, og
var nú í afaræstu skapi og vildi eng-
an mann heyra eða sjá. Samt sem
áður var hann all-vingjarnlegur við
Matthildu, sem hafði komið til hans
i fangelsinu.
sÞað er af og frá að ungfrúin geti
setið i fangavagninum hjá okkur«,
sagði hann, þegar hann sá Matthildu
í einum vagninum, sem flutti fang-
ana. »Menn kynnu að halda að ung-
frúin væri ein af oss«.
Matthilda kom fljótt auga á fleiðr-
in á hálsinum á honum, hún tók
silkivasaklútinn sinn, braut hann
saman og smeygði honum undir járn-
ið, þar sem það lá þjettast að háls-
inum. Hún settist við hlið hans og
reyndi að tala við hann og beina
liuga hans á betri Ieiðir, en því mið-
ur virtusl orð hennar engin áhrif
hafa á aumingja manninn.
í Víborg dvöldu fangarnir eina
viku, þar voru þeir búnir til ferðar-
innar eftir því sem þurfa þótti, með-
al annars með því að raka hárið
öðru megin af höfðinu á þeim, og
klæða þá i síðar úlpur úr grófgerðu
efni, gráu á lit og svartröndótt.
Sumir áttu að fara sem landnem-
ar til Siberíu, aðrir til æfilangrar
þrælkunar í hinum alræmdu nám-
um í Nerschinsk. Þrír veslings menn,
sem höfðu strokið fótgangandi alla
óraleiðina frá Siberíu, voru dæmdir
þangað aftur.
Eitt hið fyrsta, sem Matthilda gerði,
þegar til Viborgar kom, var að senda
öllum föngunum sinn hvern hveiti-
snúðinn. Auðvitað varð hún að sækja
um leyfi til þess. — Skiljanlega þólti
þeim gott að bragða hveitibrauðið,
en vinsemdin, sem lá á bak við það,
mun þó hafa glatt þá enn meira.
Matthilda var alt af á ferðinni frá
einum þeirra tíl annars, allan lið-
langan daginn, og sá og heyrði margt
svo átakanlegt, að tæplega verður
með orðum lýst. Sjálf komst hún
þannig að orði:
•>Enginn nema sá, sem litið hefir
inn í sundurflakandi dauðhreldu hjört-
un þeirra, getur skilið þá til fulls«.
Hún vildi bæta kjör þeirra, hún
vildi taka verklegan þátt i þeim, og
á þann hátt gera þeim það skiljan-
legt, hve mjög hún þráði að geta
bætt úr hörðum kostum þeirra. Það
var snemma í júni og kuldi mikill,
snjókoma og frost. Föngunum var
afarkalt í fangelsinu í Viborg, þar
sem þeir voru látnir vera á meðan
þeir biðu brottferðar. Einn dag mælti
Grotenfelt, umsjónarmaður finsku
fangelsanna, Matthildu, hún var að
koma úr heimsókn frá föngunum og
var mjög kuldaleg. Grotenfeldt ávít-
aði hana fyrir hve illa hún byggi sig
í svona miklum kulda, og spurði
hvers vegna hún væri ekki i loðfeldi.
Matlhilda svaraði: »Hvers vegna
ætti mjer að vera heitt, þegar þeim