Bjarmi - 01.10.1924, Side 2
158
BJARMI
mælandi heim og víðar. Við þá Iífs-
strauma hafa margir vaknað til nýs
lífs og gengið Jesú á hönd. — Allar
evangeliskar kirkjur í Vesturheimi
eru í uppgangi og sumar kirkjur, t.
d. kirkjur metódista og baptista, vaxa
svo að undrun sætir. Aftur er kirkja
sú — ef kirkju skyldi kalla — er
neitar guðdómi Jesú Krists, nú í
stöðugri afturför. Hún er að veslast
upp. Eftir skýrslum að dæma virðist
hún vera hreint og beint á förum.
Þetta ásigkomulag ætti síst að gera
mann svartsýnan. Miklu fremur ætti
maður að geta litið vonglaður til
framtíðarinnar og vænst mikils góðs.
Raunar verður við það að kannast,
að i islensku þjóðlífi, auslan hafs og
vestan, ber meira á fráfallinu en á
lífsstraumunum. En lífsstraumar eru
samt á ferð beggja megin hafsins. —
Peir eiga fyrir hendi að ná sjer upp
og vaxa og brjótast fram. Hve nær
lífsstraumar þeir fá yfirböndina hjá
oss, er ekki gott að fullyrða, en
sennilega verður það í nálægri fram-
tíð, ef til vill innan mjög skamms
tíma. Að það geti orðið sem fyrst
er sjálfsagt bæn vor allra. Að því get-
um vjer og öll stutt á margan hátt,
og meðal annars með því, að temja
oss persónulega guðrækni.
Til ihugunar fyrir oss öll, skulum
vjer þá gera oss Ijóst hverjir eru höf-
uðdrættirnir i sannri persónulegri
guðrækni.
Meginmál guðrækninnar er og
verður æfinlega Kristur sjálfur. Án
hans megnum vjer ekkert. — Hann,
sem er ljómi Guðs dýrðar og ímynd
hans veru, er hjartað og lífið í allri
guðrækni. í honum eru allir fjár-
sjóðir spekinnar og þekkingarinnar
fólgnir, eins og postulinn kemst að
orði. Hann er lífið og sálin í hinum
opinberaða boðskap Guðs. Hann einn
nægir mannshjartanu. Hin dýpsta
lotning fyrir Kristi, hinn hreinasti og
innilegasti kærleikur til hans og hin
heitasta þrá hjartans, að sameinast
honum í anda og lífi, er eitt sterk-
asta einkennið á sannri guðrækni og
sönnum kristindómi á öllum tímum.
í eftirmála við Passíusálmana segir
Hallgr. Pjetursson, meðal annars þetta:
»Umþenking guðrækileg herrans Jesú
pinu og dauða er vissulega dýrmæt,
og hver sig langvaranlega gefur til
þeirrar umþenkingar, og ber jafnan
Jesú Krists píslarminning í sínu bjarta,
sá geymir hinn dýrasla hlut. Og með
því jeg hefi hennar langvaranlega
íhugun mjer í brjósli geymt, eftir
þeirri náð sem minn góði Guð hefir
mjer af náð sinni gefið, þá ber jeg
hana nú loks opinberlega fram í
þessum sálmum fyrir öll upp á Jes-
úm lítandi augu og Jesúm eiskandi
hjörtu, svo mikið sem jeg kann og
get i þau fáorðu sálmvers innibund-
ið«. Það óviðjafnanlega sálmasafn,
Passíusálmarnir, er hið sterkasta guð-
ræknismál í Ijóðum, er til er á lungu
vorri. En uppspretta þess lífsstraums,
er rennur í gegnum Passíusálmana,
er heilög blóðfórn Guðs sonar á kross-
inuin.
»Við þennan brunninn þyrstur dvel jeg,
þar mun jeg nýja krafta fá,
í þessi inn mig fylgsni fel jeg,
fargar engin sorg mjer þá,
sælan mig fyrir trúna tel jeg,
hún tekur svo Drottins benjum á«.
Svo kveður skáldið í 48. sálmin-
um. í þessa uppsprettulind, benjar
Drottins, í blæðandi hjarta Guðs son-
ar, sækir svo Hallgríinur, upp aftur
og aftur, í gegnum alla sálmana, þá
heilögu náðarstrauma óendanlegrar
elsku Guðs, er börn þjóðar vorrar
hafa teigað af og nærst á frá því
fyrst að Passíusálmarnir urðu til. —
Náðarstraumamir þó auðvitað til áð-
ur hjá þjóð vorri, til frá fyrstu kristni,