Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.01.1927, Page 1

Bjarmi - 15.01.1927, Page 1
BJARMI —== KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XXI. árg. Eeykjavíb, 15. jantíar 19*27. 3.-4. tbl. „Jeg er Tegnrinu, sannleikurinn og líilð. Eug'inii kemur til föðnrins nema fyrir mig“. Jóh. 14, 6. Annaöhvort — eöa. Prjedikun flutt á 2. jóiadag 1926 af síra Bjarna Jónssyni. Guðspjallið: Maít. 10, 32—42. Jólum hefir verið fagnað. Fagurt er jólabrosið, yndisleg gleðin í aug- um barnanna, er þau taka á móti gjöfunum. Indæl er jólabirtan á heimilum elskandi vina, þegar haldin er hátið gjafanna. Gleymum því ekki, en gleðjumst yfir því, að jólunum fylgir svo margt elskulegt. Eu gleyrn- um því heldur ekki, að um fram alt eru jólin hátíð gjafarinnar. Vjer vit- um og sjáum, að gjafirnar eru margar, og vjer sjáum svo oft, að það er kær- leikur á bak við gjafirnar. En það er ein gjöf, og hún er send af hinum mesta kærleika. Þessi gjöf heitir Jesús Kristur. Það eru engin sönn jól án þessarar gjafar. Pað er þá einnig fagur jólahreimur í þessum orðum postulans: »Guði sjeu þakkir fyrir sína óumræðilegu gjöf«. Gjöfin er svo mikil, að það verður aldrei hægt að Iýsa henni. Hún verður ávalt meiri en hin fátæku orð mannanna. En þó býr ávalt hjá mönnunum sú þrá, að geta lýst þessari gjöf. Jeg hefi hugsað um það enn á ný á þess- um jólum, að hin fegurstu orð mann- anna eru lýsing á þessari gjöf. Hugs- um um skáldskap og listir, hugsum um sálma og andleg ljóð, hugsum um alt þetta í sambandi við jólin og hina miklu gjöf. Vjer getum skilið, að jólin eiga mikið aðdráttarafl. Hvar er slíkt áhrifavald? Getum vjer bent á eitthvað, sem eigi slík ítök í hjört- um mannanna? Menn koma í hóp- um til þess að syngja hina fögru jólasálrna. — Nóg er samt af því, sem mælir á móti. Það væri ekki rjett að halda því fram, að allir sam- sintu kristindómi kirkjunnar. Kenn- ingum kristinnar kirkju er víða svarað með efasemdum, vefengingum og afneitun. Menn eru alls ekki feimnir við að láta í ljósi efasemdir sinar á mannfundum og í blaða- greinum. það er sá boflskapur, sem mörgum finst nú á dögum mjög nauðsynlegur. En gætum nú að. Getur þá jóla- guðspjallið átt nokkuð erindi til mannanna? Þar er talað um dýrð Drottins, utn hið undursamlega, þar flytur engill boðskap um frelsara. Vilja menn hlusta á þenna boðskap? Eru menn ekki fráhverfir hinum dýrlega boðskap jólanna? Eru það ekki margir, sem neita hinu undur- samlega? Peir neita hinurn mikla leyndardómi, að Guðs sonur gerðist maður, þeir neita því, að Guðs sonur hafi tekið á sig mannlegt hold. I?eir segja, að hann sje á sama hátt í heiminn kominn eins og aörir, en hafi síðar með trú sinni komist hærra en aðrir, og hafi talað mörg fögur og guðdómleg orð, og því beri

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.