Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.01.1927, Side 4

Bjarmi - 15.01.1927, Side 4
16 BJARMl Nú mega menn spyrja og hafa rjett til að spyrja: Kannast þá presturinn við Jesúm fyrir mönnunum? Jeg segi það eins og er: Mjer finst að þessi orð Jesú sjeu töluð beint til min sem prests. Við mig er sagt: Láttu þjer ekki nægja fagrar jóla- tilfinningar og fögur jólaorð. Láttu þjer ekki nægja neitt minna en að kannast við Jesúm fyrir mönnunum. Mjer finst þessi orð sjeu töluð beint til mín: »Hver sem því kann- ast við mig fyrir mönnunum, við hann mun jeg einnig kannast fyrir föður mínum á himnum«. En þessi orö eru þá einnig töluð til þín. Þau eru töluð til vor allra, sem könnumst við jólin sem hátíð gjafarinnnr. En það er gert meira í dag en að áminna oss. Oss er sýnt, hvernig á að kannast við Jesúm fyrir mönnun- um, og hvernig það hefir verið gert. Oss er sýnt, hvernig á að halda jól með því að játa trú á hann, sem fæddist á jólum, og halda fast við þessa trú í hinni sárustu þrenging, sjá ávalt hinn guðdómlega frelsara, já, í sjálfum dauðanum horfa inn i himininn og sjá Jesúm standa þar til hægri handar Guði. Þetta eru hin sönnu jól. Þetta er oss sýnt til uppörfunar, til þess að játning vor verði skýr, svo að það sjáist á hvern vjer trúum, svo að það heyrist, að vitnisburður vor um Jesúm er vitnisburður trúaðs læri- sveins. 1 lexíu dagsins er oss sýnt, hvernig Stefán játaði trú sína, hvernig æfi hans lauk. Þar var þróttmikið lif, bygt á falslausri játningu. Þar sást það, að »orð er orð og að maður er maður«, þar stóð maður við sitt orð. Þar var ekkert í þoku, en alt í skærri jólabirtu. Ungur maður, er hjá stóð, sá þar, hvað í því felst að kannast við Jesúm fyrir mönnunum. Hinum unga manni, er hjet Sál, veittist erfitt að spyrna á móti brodd- unum, og sú kom stund, aö hann þakkaði fyrir hina óumræðilegu gjöf og kannaðist við frelsara sinn og Drottin fyrir mönnunum, með lífi sinu og starfi, já, með dauða sinum. Virðum fyrir oss hina sönnu, heilu trú. Horfum á Stefán, þenna þjón, þenna vott. Finnum vjer ekki, hve smáir vjer erum? Biðjum um trú. Ef vjer eigum trú — þó hún sje lítil eins og mustarðskorn, hún er þó lif- andi — og þá hlýtur að því að koma, að trúin sjáist, en þá er það áreiðan- legt, að barátta mætir þeirri trú. Það verður ávalt barátta, ef trúnni er al- vara, barátta út á við og barátta inn á við, því aö margt er hjá oss sjálf- um, sem gerir uppreisn á móti hinni heilu trú, vort eigið dramb, eigin- girni og hjegómagirnd. En ef trúin er hin lifandi trú, þá vex hún, og á baráttutima mun Guð iáta það sjást, að krafturinn full- komnast i veikleika. Virðum fyrir oss þann mann, sem kunni að halda jól, með því að kannast við Jesúm fyrir mönnunum. Stefán sýnir oss, að það er hægt að halda jól í þrenging, í baráttu, í dauðanum. Fögnum jólunum og geymum þau í hjörtum vorum, þangað til vjer höldum þau í himninum. Lítum á jólin í gœr og jólin i dag. í gær litið barn í jötu. En um þetta barn heyrð- um vjer, að það væri Kristur Drottinn. Og sjá, nú í dag, í hinni heilögu lexíu sjáum vjer þenna Drottin, sem var barn í jötu, sjáum hann í himn- eskri dýrð. — Þannig eigum vjer að draga línu frá jötunni, yfir Golgata, yfir hina opnu gröf, inn í himininn,

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.