Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1927, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.02.1927, Blaðsíða 4
32 B J A R M I enn á ný lesið litla bók, sem heitir: »Hvers vegna jeg trúi á Jesúm Krist«. Bók þessi er fyrirlestur eftir frægan prófessor, er Haraldur Westergaard heitir. Er hann stjórnfræðingur og hagfræðingur, og nýlur hins mesta álits sem vísindamaður, heiðursíje- lagi er hann i mörgum vísindafje- lögum, og allir, sem til þekkja, vita, að þekking hans er mikil. Hann er vísindamaður. En hann trúir á Jesúm Krist. Trúið því ekki, að vísinda- menn geti elcki trúað. Reynslan sann- ar hið gagnstæða. Fyrirlestur pró- fessorsins byrjar á þessaleiö: »Hvers- vegna jeg trúi á Jesúm Krist. Það er umræöuefnið hjer í kvöld. Jeg er þakklátur fyrir, að mjer er trúað fyrir, að vitna um þelta mál. Jeg finn ávalt, að það er gjöf Guðs kærleika, þegar mjer er falið slíkt heiðurs-hlutverk. Því það er hinn mesti heiður, sem nokkrum manni getur hlolnast hjer á jörð«. Og á þessa leið endar fyrirlestur- inn: »Vjer verðum að lækka, ef vjer eigum að geta komist gegnum nálar- augað. Vjer verðum að læra að auð- mýkja oss fyrir hinum lifandi Guði. Kæri vinur, þú með hina titrandi, órólegu sál, reyndu að verða litill, sleppa öllu því, sem gerir sjálfan þig mikinn, öllu þvív sem getur ekki vaxið í ríki himnanna. Reyndu að verða svo lítill, að það lili út fyrir, að þú sjert algerlega aö hverta, og leyfðu svo heilögum anda að fullkomna verkið. Þá getur þú tekið á móti frelsara þínum. Rá eignast þú hina öruggu von, sem er eins og akkeri, traust og örugt. Og það nær alla leið inn fyrir fortjaldið, þangað sem Jesús gekk inn. Trúir þú á Jesúm Krist? Ef svo er, þá ert þú sæll. Eða þráir þú hann? Gakk þá til hans með ailar efasemdir þínar og segðu viö liann: »Drottinn minn og Guð minn«. Hann mun gefa þjer sinn undursamlega frið, sem er æðri öllum skilningi. Rví hann er konungur lífsins, orð hans er líf og andi«. Þannig talar prófessorinn. Vitnis- burði slíkra votta þurfum vjer að kynnast. t*að er oss lífsuauðsyn að eiga trú. Það vanlar inikið hjer í bæ um þess- ar muudir, þnð vantar rnargt á erfið- um tímum. Það vantar peninga og atvinnu, það vanlar hagsæld og góða daga. Það er þörf á trú, þörf á lif- andi trú, þörf á trú, sem veit, að Guð bregsl ekki þeim, er á hann vona. Jeg tiúi því, að þá birti, að þá sjáist fagurt sólskin yfir þjóð vorri, þegar þessi bæn er almenn hjá þjóðarinnar börnum: Auk oss trú. Lítil trú gelur vaxiö. En hún getur ekki vaxið, nema hún sje lifandi. Það er lífið, sem er skilyrði vaxlar- ins. Hið dauða vex ekki. En lifandi blóm vex, Til þess að vaxa, þarf trúin að fá Ijós, Ijós hins heilaga orðs. Hún þarf einnig að þroskast i góðu lo/ti, hún þarf að lifa í andrúmslofti bænarinnar. Það sem á að vaxa, þarf að fá nœr- ingu og gl. Trúin á að fá næringu og aukinn kraft í samfjelagi trúaðra, þar sem hinir frelsuðu liorfa á frelsarann. En svo hlýtur það að sjást, að trúin vex. Það hlýtur að sjást, þegar mustarðskornið er orðið að slóru trje. Et' trúin vex, þá verður mórberja- trjenu, sera mörgum verður slarsýnt á og margir dáðst að og margir hræðast, af því að það skyggir á sólina, kastað í hafið af þeirri trú, sem er eins og mustarðskornið. Trúin vex. Það sjest i baráttu. En það sjest einnig f rúmenskunnar starfi í liinu hvcrsdagslega lífi. Trúin getur eignast þann kraft, að mórberja- trjenu verði varpað í hafið, að árás- um verði hrundið og áhyggjum vísað

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.