Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1927, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.02.1927, Blaðsíða 6
34 B J A R M I sera jeg heyrði rödd er mælti: »Ertu reiðubúinn til þess siarfs, sem jeg hefi kvatt' þig til?» »Nei, herra«, svaraði jeg. »Jeg er ófær til alls«. Röddin mælti: »Ef þú vilt fela mjer það alt, og hætta öllum áhyggjum, þá skal jeg sjá um heilsu þína«. Jeg svaraði hiklaust: »Jeg geng glaður að því, herra«. — Jafnskjótt gagntók mig ósegjanlegur friður. Jeg fann að sporið var stigið. Líf og þróttur fór um mig. Jeg var svo ljettur í sporiu að mjer fanst jeg varla snerta götuna, er jeg gekk heimleiðis í kvöldkyrð- inni. Hver smástika var heiiög jörð. Marga daga á eftir varð jeg þess vart var, að jeg hefði líkama. Jeg vann frá morgni til miðnættis, og þegar ieg fór að hátta, gat jeg varla skilið hvers- vegna jeg ætti að sofa. Öll þreyta var gjörsamlege fjarlæg mjer. Mjer fanst að lífið og friðurinn vera svo mikill og Kristur sjálfur . gagntaka mig alveg. Átti jeg að segja frá þessu? Mjer fanst það ekki áhæltulaust, og þó yrði jeg að gjöra það. Öilunu vinum mínum og nágrönnum var kunnugt um heilsuleysi mitt. Og nú hlaut sigur minn eða ósigur að verða kunnur. — Síðan eru liðin 9 ár, annrikustu ár lífs míns, og gamla heilsuleysið hefir aldrei látið á sjer bera. Jeg hefi aldrei fyr verið jafn heilsugóður. En það var meira eu líkamleg breyling. Í?að var sem líkami mion, sál og andi heföi bergt nýtt lífsins vatn. Líf mitt hvíldi á æðra sviði. Og jeg hafði ekki annað gert en að þiggja gjöfina?« — t*essi 9 ár hefir hann eingöngu starf- að að fyrirlestrum meðal æðri stjetta og mentamanna Indlands. Segir hann frá því starfi í bókinni. Er frásagan í meira lagi lærdómsrík og ánægju- leg. Sumir fara ekki að byggja fyr en þeir ætla að þeir sjeu búnir að rífa niður trúarhugmyndir ókristinna manna, aðrir leitast við að sýna fram á, að kristin trú sje fullkomnun ann- ara trúarbragða, og enn aðrir byrja á einhverju ahnennu málefni og enda svo ræður sinar með kristilegum vitnisburði, segir hann, en bætir því við, að hann hafi eugri þeirri aðferð fylgt heldur talað opinskáit og ein- arðíega um Jesúm Krist sjálfan og ekkert annað. í’að efni sje svo vin- sælt orðið á Indlandi síðustu árin að indverskir embættismenn og aðrir leiðtogar lýðsins fylli hvern fundar- sal þar sem haun talar. Hann talar þó sársjaldan í kirkjum eða krisln- um samkomuhúsum, því að þjóð- ernissinnum ókristnum þykiróþjóðlegt að sækja þær. Svo lýsir liann fjöl- mörgum fundum sínum í heiðmim hofum og ýmsum alindverskum fund- arhúsum, og spurningunum, sem hann fái á eftir. Eru heiðnir prófessorar, borgarstjórar og hofgoðar alloft for- setar fundanna. Hann þakkar Gandhi, þjóðhetju Indverja, mjög hvað æðslu stjettunum sje utnhugað um að kynnast Kristí, og talar yfirleitt svo vel um Gandhi, að enskum ritdóm- urum sumum finst fátt um. Á ein- um stað segir hann frá samíundum sínum við Krishnamurti og tínst ekki mikið til um hann, einkum er hanu heyrði hann blóta. Þjóðernissinnar Indiands eru farn- ir að sjá, segir Stanley Jones, að Jesús frá Nazaret var Asíumaður eins og þeir, og því sje engin ástæða til að telja krislindóminn vestrænan, og nú sje miklu meiri ástæða til að fagna hinni miklu eftirspurn eftir Kristi hjá æðstu stjettum á Indlandi, en múghreyfingum þeim að kristin- dóminum, sem við og við koma í ljós hjá lægslu stjetiunum. Rær múg- hieyfiugar sjeu margoft sprottnar af óánægju með tímanlega áþján og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.